Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 56
Stórfyrirtækið KEA Það hefur oft verið haft á orði að á Akureyri eigi KEA bókstaflega alla hluti, — nema kannski Matthíasarkirkju, sem stendur svo fallega uppi yfir mióbænum. Að sjálfsögðu er KEA mikið afl í bæjarlífinu, fimmta stærsta fyrir- tæki íslands á síðasta ári með meira en 900 starfsmenn. KEA er jafnvel í hópi 500 stærstu fyrir- tækja Norðurlandanna, er þar í 414. sæti. Ferðafólk setur svip sinn á Akureyri. Raunar ekki aðeins á sumrin, heldur einnig um aðrar árstíðir. Þar er fólk sífellt að koma og fara, og svo viróist sem hótelin hafi oftast nóg að starfa. Akureyringar hafa tekið rign- ingarsumri með mesta jafnaðar- geði, sinna sínum störfum og láta ekkert á sig fá. í höfuðstað Norðurlands á sér stað mikil upp- bygging á flestum sviðum, og yfir bænum er sifellt þessi létti andi og þar finnst fólki gott að koma. Veitingar og skemmtanir Akureyri býður líka upp á veit- ingahúsalíf. Sjallinn, eða Sjálf- stæðishúsið, er allt að því heims- frægur staöur, að minnsta kosti landsfrægur. Og nú hafa Akureyr- ingar opnað nýjan skemmtistað H-100 að Hafnarstræti 100. Þar er diskótek á þrem hæðum. Og Bautinn og Súlnaberg bjóða hungruðum vegfaranda upp á hverskyns lostæti. Miðbær Akureyrar er oftast iö- andi af lífi og fjöri, verzlanir margar og sumar reyndar stórborgalegar. Að kvöldlagi eru það unglingarnir sem leggja miðbæinn undir sig, eins og víða gerist í borgum. Yfir- völd hafa sýnt frjálslyndi og leyfa nætursölu á tóbaki, gosdrykkjum og ýmsu sem næturhrafna van- hagar oft um. Ekki virðist þetta hafa skemmt bæjarbraginn, og aðeins til góðs, sögðu Akureyr- ingar blaðamönnum Frjálsrar verzlunar, sem heimsóttu Akureyri á dögunum. Þá má benda á að Akureyringar búa við eðlilegan lokunartíma bensínstöðva. Þær eru opnar til 23.30 á hverju kvöldi, en í höfuðborginni er erfiðleikum bundið að fá eldsneyti á bifreiðar eftir 9 á kvöldin. Og margt hefur breytzt á Akur- eyri síðari árin. Byggðin er tekin að teygja sig í átt til fjalla. Akureyri er ekki lengur svo lítil að hægt sé að ganga þar um allar trissur, nema þá að fólk sé þeim mun meiri göngugarþar. í húsum á Akureyri nýtur fólk nú hitaveitu, og gatnafram- kvæmdir hafa verið miklar á veg- um bæjarfélagsins. Hins vegar mættu mörg fyrirtækjanna taká reykvísk fyrirtæki sér til fyrirmynd- ar, og láta setja varanleg slitlög á athafnasvæði sín og bílastæði. Þriðjungur vinnuafls í iðnaði Frjáls verzlun fór og heimsótti nokkur fyrirtæki, ekki hvað sízt á iðnaðarsviði. Iðnaður er stór þátt- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.