Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 56

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 56
Stórfyrirtækið KEA Það hefur oft verið haft á orði að á Akureyri eigi KEA bókstaflega alla hluti, — nema kannski Matthíasarkirkju, sem stendur svo fallega uppi yfir mióbænum. Að sjálfsögðu er KEA mikið afl í bæjarlífinu, fimmta stærsta fyrir- tæki íslands á síðasta ári með meira en 900 starfsmenn. KEA er jafnvel í hópi 500 stærstu fyrir- tækja Norðurlandanna, er þar í 414. sæti. Ferðafólk setur svip sinn á Akureyri. Raunar ekki aðeins á sumrin, heldur einnig um aðrar árstíðir. Þar er fólk sífellt að koma og fara, og svo viróist sem hótelin hafi oftast nóg að starfa. Akureyringar hafa tekið rign- ingarsumri með mesta jafnaðar- geði, sinna sínum störfum og láta ekkert á sig fá. í höfuðstað Norðurlands á sér stað mikil upp- bygging á flestum sviðum, og yfir bænum er sifellt þessi létti andi og þar finnst fólki gott að koma. Veitingar og skemmtanir Akureyri býður líka upp á veit- ingahúsalíf. Sjallinn, eða Sjálf- stæðishúsið, er allt að því heims- frægur staöur, að minnsta kosti landsfrægur. Og nú hafa Akureyr- ingar opnað nýjan skemmtistað H-100 að Hafnarstræti 100. Þar er diskótek á þrem hæðum. Og Bautinn og Súlnaberg bjóða hungruðum vegfaranda upp á hverskyns lostæti. Miðbær Akureyrar er oftast iö- andi af lífi og fjöri, verzlanir margar og sumar reyndar stórborgalegar. Að kvöldlagi eru það unglingarnir sem leggja miðbæinn undir sig, eins og víða gerist í borgum. Yfir- völd hafa sýnt frjálslyndi og leyfa nætursölu á tóbaki, gosdrykkjum og ýmsu sem næturhrafna van- hagar oft um. Ekki virðist þetta hafa skemmt bæjarbraginn, og aðeins til góðs, sögðu Akureyr- ingar blaðamönnum Frjálsrar verzlunar, sem heimsóttu Akureyri á dögunum. Þá má benda á að Akureyringar búa við eðlilegan lokunartíma bensínstöðva. Þær eru opnar til 23.30 á hverju kvöldi, en í höfuðborginni er erfiðleikum bundið að fá eldsneyti á bifreiðar eftir 9 á kvöldin. Og margt hefur breytzt á Akur- eyri síðari árin. Byggðin er tekin að teygja sig í átt til fjalla. Akureyri er ekki lengur svo lítil að hægt sé að ganga þar um allar trissur, nema þá að fólk sé þeim mun meiri göngugarþar. í húsum á Akureyri nýtur fólk nú hitaveitu, og gatnafram- kvæmdir hafa verið miklar á veg- um bæjarfélagsins. Hins vegar mættu mörg fyrirtækjanna taká reykvísk fyrirtæki sér til fyrirmynd- ar, og láta setja varanleg slitlög á athafnasvæði sín og bílastæði. Þriðjungur vinnuafls í iðnaði Frjáls verzlun fór og heimsótti nokkur fyrirtæki, ekki hvað sízt á iðnaðarsviði. Iðnaður er stór þátt- 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.