Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 18
innlen^^^_ „Skipulag verðlagsmála í vegi fyrir hagkvæm- um gámaflutningum” — segir Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri Eimskips „Eimskipafélagið byrjaði gámaflutninga í smáum stíl fljótlega eftir 1950. Þriggja til fimm cubucmetra gámar voru notaðir í Gullfossi. Síðar urðu gámarnir stærri og árið 1964 voru í eigu félagsins nokkrir tugir gáma af stærðinni 5.5—8.7 cbm,“ sagði Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri hjá Eimskipafélagi íslands, í viðtali við Frjálsa versl- un. Valtýr er einn þeirra, sem þekkja manna best til gámaflutninga, en Eimskipafélagið varð fyrst skipafélaga íslenskra, til að taka upp vöruflutninga í gámum. ,,Um miðjan sjöunda áratuginn var gámavæðingin orðin mjög mikil í heiminum. Á þessum tíma var þó ekki álitið að gámaflutning- ar gætu orðið hentugir samanbor- ið við pallettuflutninga, ef ein- göngu ætti að flytja gáma á milli hafna. Reyndin hefur orðið sú, að með bættum tækjakosti hafa þeir orðið hagkvæmari frá höfn til hafnar. Byggingarlag og tækni skipa fellur orðið betur að gáma- notkun og berlega hefur komið í Ijós hversu gámanotkunin hefur bætt vörumeðferðina". „Bakkafoss“ sérstaklega ætlaður til gámaflutninga „Hvað á Eimskipafélagið marga gáma í notkun"? „Félagið hefur í notkun í dag tæplega 1700 gáma af ýmsum stærðum og gerðum. Félagið á sjálft um 1200 gárpa, en hinir eru í leigu aöallega hjá CTI (Container Transport International) og Sea Containers. Sem dæmi um aukn- ingu gámaflutninga hjá Eimskip má nefna að á milli áranna 1977 og 1978 jókst fjöldi gáma sem félagið flutti um Reykjavíkurhöfn um 23%“. „Hvernig eru skipin búin til gámaflutninga“? „Þrettán af skipum félagsins eru hönnuð með gámaflutninga fyrir augum ásamt annarri vöru. Hins vegar er aðeins eitt skipanna byggt sérstaklega til flutnings á gámum, það er m.s. Bakkafoss., og Bakkafoss er raunar fyrsta skipið í eigu Islendinga sem er sérstaklega ætlað til gámaflutn- inga. Auk þess er skipið mjög hentugt til þungaflutninga. Það getur lestað hátt í 4000 tonn. Af gámum getur skipið lestað um 116 fulllestaða tuttugu feta gáma, en ef gámar á þilfari eru léttir getur heildargámafjöldinn orðið 132. Önnur skip félagsins geta flutt talsverðan fjölda gáma, eða öll til samans um 1345 tuttugu feta gáma“. „Hlutfallslega mestir gámaflutningar eru frá Bandaríkj- unum enda er Bakkafoss, sem siglir á Portsmouth eina skipiö sem einvörðungu flytur gáma, en ekki er búist við hlutfallslegri aukningu í gámaflutningum á þessari leið. Öðru máli gegnir um siglingar í Evrópu. Þar er augljós þörf fyrir gámanotkun og er hún þó talsverð fyrir. Kemur brátt að því að setja þarf í áætlunarsigling- ar skip, sem geta flutt fleiri gáma, en þau sem notuð eru í dag". Vilja auka gámaflutninga „Hvernig hentar hafnaraðstaða Eimskipafélagsins fyrir gáma- flutninga“? Vissulega má bæta hana mikið, en fullkomnustu hafnaraðstöðu og tækjanotkun verður varla komið við nema við mun meira vöruflæði en íslenskur markaður getur boðið uppá. Þrátt fyrir tiltölulega ófull- nægjandi aðstöðu álítur Eim- skipafélagið það vera hagkvæmt að auka gámaflutningana. 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.