Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 40

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 40
adutan Olíumarkaðurinn í Rotterdam er eitt umtalaðsta fyrirbæri úr hinum alþjóð- lega viðskiptaheimi, sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn á íslandi hafa haft á dagskrá undanfarna mánuði. Ástæðan er að sjálfsögðu sú viðmiðun, sem höfð er af verðþróun á þessum markaði við verðákvarðanir á rússneskri olíu, sem keypt er hingað til lands. Margt hefur verið sagt um spákaupmennskuna í Rotterdam en íþessari grein virðum við ögn nánar fyrir okkur mennina, sem spekúlera á markaðnum, hvernig starfdagarnir líða og andvökunæturnar ætla aldrei að taka enda. Greinin er byggð á frásögn blaðamanna Börsen í Kaupmannahöfn. Olíumiölararnir í menn, sem lifa — Viö erum hvorki svindlarar eöa glæpamenn. Spákaupmenn- irnir búa líka viö frjálst markaðs- kerfi og gera viðskipti eins og hverjir aðrir kaupsýslumenn. Þaö, sem aðgreinir þá frá fjöldanum er aö þeir rembast við það einir og yfirgefnir að komast yfir sem stærstan gróða á sem skemmstum tíma — og eru tilbúnir að taka á sig stórfellda áhættu til að ná jafn- stórkostlegum efnalegum ábata í skyndi. Þaó er einn af þessum þvott- heldu olíuspekúlöntum í Rotter- dam sem hefur orðið. Hann veit hvað hann er að segja. Hann var eitt sinn einn helzti Nafta-miðlar- inn á markaðnum, en ,,datt á nefið nokkrum sinnum“. Nú lifir hann öllu litlausari tilveru sem milliliður milli kaupenda og seljenda á markaönum og fær 25% þóknun fyrir hvert tonn af olíu, sem hann miðlar. Hata blaðamenn Það kom í Ijós, þegar dönsku blaðamennirnir fóru ofan í saum- ana á þessum málum fyrir nokkr- um mánuðum, að í röðum olíu- miðlaranna eru fulltrúar fjölmiðl- anna hataöir eins og pestin. Boð- orð þeirra númer 1 er aö þegja um athafnir sínar. Þrátt fyrir þetta tókst blaðamönnunum að fá einn úr þessum hópi til að leysa frá skjóðunni og segja allt af létta um furðuheim Rotterdamhöndlar- anna. Þessi umræddi heimildarmaður er um tveir metrar á hæð og er í allri framkomu eins og eitthvað á milli bílasala og veðmangara, klæddur bláum jakka og gráum buxum. Hann minnir einna helzt á vélbyssu, þegar hann talar. Orðin renna út úr honum í gusum með stuttum hléum. Hann gerir ekkert sérstakt númer úr því að hann er afskaplega upptekinn maður. Og hann opnaði ekki munninn fyrr en honum hafði verið lofað að nafn- inu yrði haldið algjörlega leyndu. Hann vildi nefnilega síöur, af skilj- anlegum ástæðum, missa við- skiptavini vegna samtals við tvo danska blaðamenn á skrifstofu sinni, sem einna helzt líkist lög- fræðiskrifstofu rétt fyrir flutning. Það fyrirfinnst engin bókaskrudda né pappírssnifsi í herbergi for- stjórans. Aðeins skrifborö, stóll og sími. — Viö vitum vel, að spákaup- mennirnir eru óvinsælir, af því að þeir hafa mikil áhrif á olíuverðiö enda þótt þeir miðli aðfeins litlu magni. En þetta er jú frjáls heimur, sem við búum í og allir hafa áhuga á að mata krókinn. Ég græddi um það bil eina milljón dollara fyrir viðskiptavin minn á tveim dögum í febrúar. En þetta var nú undan- tekningartilfelli. Miðlararnir fá yfir- leitt í sinn hlut einn dollar á hvert tonn viö hagstæðustu skilyrði en áhættan að tapa fimm dollurum á hverju tonni er ennþá meiri. — Þessi eini dollar á að mæta kostnaði vegna launagreiðslna, stjórnunar, fjármagns og fyrra taþs. Það verður svo sem ekki mikið eftir, af því að oftast er tapið mikið. Orðrómur á kreiki... Til dæmis hafði einn miðlarinn keypt olíufarm, sem var á leiðinni yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og hafði borgað 15 dollara fyrir hverja tunnu. Þessi viðskipti hans spurðust út og kaupendurnir héldu að sér höndum. Orðrómur var á kreiki um að miðlarinn ætti ekki peninga til að losa olíuna úr skipinu á áfangastað. Dag eftir dag þurfti hann að horfa upp á það að tilboð kaupendanna í farminn lækkuðu og lækkuðu. Þegar þau voru komin niður í 10 dollara á tunnu seldi hann. Þessir hlutir gerast líka á markaðnum. — Eða tökum eitt nýjasta dæm- iö. Einn af miölurunum hér í Rott- erdam keypti mikið olíumagn á röngum tíma. Hann var of seinn á sér. Hann keypti sem sagt rétt áður en verðið hrapaði eftir að hafa tvöfaldast í janúar og febrúar. Það var ekki um neitt annaö að ræöa fyrir hann en að loka. Lánadrottn- arnir fá kannski 10% af því sem hann skuldar þeim. Hann kemur tæpast inn á markaðinn aftur. Ekki vegna lánadrottnanna heldur vegna viðskiptalegra töfrabragða, sem ekki eru þoluð hér. — Þar að auki hafa umsvifum olíumiðlar- 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.