Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 18

Frjáls verslun - 01.01.1980, Side 18
lækkun á gjöldum '' Sjálfstæðismál að losna undan einokuninni — Hvernig hafa samskiptin gengið við hið Stóra norræna? Hafa þau á einhvern hátt verið erfið? ,,Já og nei. Frá árinu 1960 hefur félagið haft einkaleyfi á fjarskipt- um við landið og hefur auk þess haft algjört sjálfræði á taxtanum. Við höfum margsinnis reynt að fá lagfæringar á honum og lækkun. Stundum hefur það tekist og stundum ekki. Stóra norræna á stóran hlut í jarðstöðinni, var skuldbundið til þess að leggja fram allt að 10 mill- jónum dala til byggingar stöðvar- innar. Eftir 1986 getum við þó keypt hlut félagsins ef við viljum." Ódýr jarðstöð — Hvað er áætlað að stöðin kosti? ,,Það er alltaf erfitt að áætla kostnað í þessu verðbólguþjóðfé- lagi. Ég gæti þó trúað að kostn- aðurinn væri um 5 milljónir dala, annars er mjög erfitt með allan samanburð, veltur á því hvað reiknað er með í dæminu. Ég tel þó að jarðstöðin sé ein af þeim allra ódýrustu sem um getur. Henni er mjög haglega stjórnað. Stöðvar- stjórinn verður aðeins í hálfu starfi við hana, mun á móti starfa við önnur verkefni hjá símanum. Vaktir verða fjórskiptar og aðeins einn maður á hverri og stöðinni verður stjórnað með fjarstýringu frá mælistofu landsímans. Slíkt fyrirkomulag veit ég að er aðeins viðhaft í einu landi öðru, Dóminíkanska lýðveldinu. Ég hef komið inn í svipaðar jarðstöðvar í Bandaríkjunum, þar sem 40 manns störfuðu og í Nor- egi starfa 17 manns við álíka stöð. 354—91—82300, Frjálst framtak, góðan daginn! Næsta haust má búast við að bylting verði í símamálum lands- manna og þeirra sem sambandi vilja ná hingað. Maður staddur í Evrópu og vill ná sambandi við skrifstofu Frjáls framtaks tekur því bara upp símann þar sem hann er staddur og velur eftirfarandi núm- er, 354, þ.e. landsnúmer (slands, 91, svæðisnúmer Reykjavíkur, og 82300, sem er síminn hjá fyrirtæk- inu og þá heyrist svarað: ,,Frjálst framtak, góðan daginn!" fólk $imar 82300 82302 BYGGINGAVÖRUR Þegaryður vantar bygg- inga- eða garð- vörur, smáar eða stórar, ódýrar eða dýrar, er næst- um öruggt, að þær fást hjá okkur. Þér finnið óvíða annað eins úr- val. Og það er valið af reynslu. Við tökum þátt í að leysa úr viðfangsefnum og vandamál- um yðar á þessu sviði með persónu- legri aðstoð, hvort sem þér komið eða hringið. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Byggingavörudeild 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.