Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 33

Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 33
sion sr^viT British Airways í eriðleikum______ Sigurður P. Sigmundsson BRITISH AIRWAYS á í miklum erfiðleikum um þessar mundir, eins og reyndar flest önnur flugfélög. Fjárhagsstaðan er sögö sú alvarlegasta í 30 ár. Eftir fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins apríl 1980 — mars 1981, vantaði 300 milljónir sterlingspunda upp á að upphafleg tekjuáætlun stæðist. Beint tap var þá um 40 milljónir punda. Búist er við aö þessar tölur hækki upp í 400 milljónir og 100 milljónir punda, áður en gert verður upp í lok mars. Á síðasta ári varð 6% fækkun farþegaflutninga á vegum B.A., miðað við árið áður, er 10% aukning átti sér stað. Áttundi áratugurinn haföi verið mjög hagstæður, meðal farþega- aukning um 10% á ári. Sú þróun gaf bjartsýninni lausan tauminn. B.A. áætlaði að auka farþega- flutningana úr 17 milljónum 1978 í 27 milljónir árið 1986, sem samsvarar 65% aukningu. Til að ná til fjöldans voru fargjöld lækkuð verulega. Önnur flugfé- lög gerðu hið sama. Afleiöing- arnarkomufljóttíljós. Hin harða samkeppni um farþegana hefur minnkaö sætanýtingu verulega. Leiðir sem áður gáfu vel af sér t.d. til Hong Kong og yfir Norður-Atlantshafið, eru ekki lengur arðbærar. Til viðbótar aukinni samkeppni, þá hefur allur rekstrarkostnaður hækkað geysilega og þá sér- staklega eldsneytiskostnaður. B.A. gerir ráð fyrir að kostnaöur vegna eldsneytis muni aukast úr 413 milljónum punda árið 1980— 81 í yfir 500 milljónir 1981— 82, þrátt fyrir niðurskurð á flugumferð. Stöðugt hátt gengi á pundinu hefur einnig gert félaginu erfitt fyrir, m.a. rýrt dollara tekjurnar til muna. Félagið hefur ekki farið varhluta af vaxandi óvissu á vinnumark- aðinum. Starfsfólk B.A. á Heathrowflugvellinum í London sem er um 20.000, fór í eins dags verkfall 23. jan. sl. til að herða á kröfum sínum um 20% kaup- hækkun. B.A. hefur boðið 8%. Um miðjan febrúar sl. tilkynntu starfsmannafélögin að fram- undan væri röð af skyndiverk- föllum, þar til samningar næð- ust. Sem dæmi um áhrif slíkra verk- falla á B.A. má nefna að verkfall- ið í janúar hafði í för með sér að 0 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.