Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 39

Frjáls verslun - 01.03.1981, Side 39
volvo fréttir 1 1981 Útgefandi: Félag Volvoeigenda á íslandi, Suðurlandsbraut 16. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Hjartarson. Stœrri framljós, breyttur stuðari, og svartir mattlistar við gtuggana gefa bifreiðinni skemmtilegan svip. Miklar breytingar á 1981 árgerðinni af 240 og 260 Ný árgerð Volvobifreiða, 1981, er nú komin á markaðinn fyrir nokkru og hafa breytingarnar er gerðar hafa verið frá fyrri árgerðum vakið mikla athygli, enda eru þær hinar mestu frá því að framleiðsla Volvo 240/260 gerðanna hófust árið 1974. Segja má að í 1981 árgerðinni sé fyrst hrint í framkvæmd ýmsu af því sem Volvo-verksmiðjurnar kynntu í til- raunabifreið sinni, „Volvo Concept Car,“ í fyrra, en fáar tilraunabifreið- ar hafa vakið eins mikla athygli, umtal og blaðaskrif og þessi bifreið. Þegar Volvo-verksmiðjurnar kynntu þessa tilraunabifreið sína, — hug- myndabanka framtíðarinnar, var lögð á það áhersla af hálfu verk- smiðjanna, að hún teldi að kapp- hlaupið um orkusparnað mætti ekki verða á kostnað nauðsynlegra fram- fara í bifreiðaiðnaðinum heldur þyrfti áfram að hugsa um öryggi og þægindi ökumanna og farþega. Framfarir þyrftu að aukast á báðum sviðum, og það væri markmiðið með umræddri tilraunabifreið. 1981 árgerðin af Volvo 240 og 260 er 9,3 sentimetrum styttri en fyrri ár- gerðir, og munar þar mestu um breytingu á stuðurum bifreiðanna. Þá hefur breidd bifreiðanna verið minnkuð um 6 sentimetra og hæðin Svo sem sjá má á þessari mynd er mœlaborðið í 240 gerðinni mikið breytt frá því sem áður var og nú er þessi gerð einnig fáanleg með „yfirgír“. um 2 sentimetra. Við þetta hefur bifreiðin lést um 13 kíló, og þótt það virðist ef til vill ekki mikið hefur það sitt að segja í sambandi við orku- sparnað. Mælaborðið í 1981 árgerðinni er mjög frábrugðið því sem var í eldri árgerðum. Nú eru þrír hringlaga mælar fyrir framan ökumanninn, — hraðamælir, klukka og sameiginleg- ur bensín og hitamælir. í sumum gerðum er snúningshraðantælir í stað klukkunnar í mælaborðinu, og er þá klukkan í borðinu hægra megin við ökumanninn. Mælaborð bifreiðar- innar er sérstaklega hannað með það í huga að Volvo-eigendur geti skipt um mæla ef þeim sýnist svo, en sem Meðal nýjunga í 1981 árgerðinni má nefna, að nú er unnt að koma á „samgangi“ milli farangursgeymslunnar og aftursœtanna, þannig að auðvelt er að flytja langa hluti, eins og t.d. skíði í bifreiðinni. kunnugt er þá er smekkur manna og tilfinning afskaplega mismunandi fyrir slíkum mælum. Er auðvelt að koma nýjum mælum fyrir, og kostar slíkt ekkert rask, né heldur það að mælarnir séu utanáliggjandi, ef svo má að orði komast. Aðrar stórar breytingar sem gerðar hafa verið á útliti Volvo 240 og 260 gerðanna eru þær að ljósin eru nú stærri en áður og beygja fyrir homin bæði að aftan og framan. Gefur þetta bifreiðinni skemmtilegri og „renni- legri“ svip, auk þess sem notagildi ljósanna eykst.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.