Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.01.1983, Blaðsíða 32
svipmynd Fyrir nákvæmlega 20 árum var ungur ísienskur kaupsýslu- maður á ferð í Austur-Þýskalandi, þar sem hann rakst á bíl, sem vakti strax athygli hans. Bíllinn var lítill, léttur, — og umfram allt — hann var ódýr. Bíllinn hét Trabant og kaupsýslumaðurinn Ingvar Helgason og þessi viðkynni urðu upphafið að einu um- svifamesta bílaumboði á Islandi. Ingvar samdi við Austur-Þjóðverja um verð og að fá eitt sýnis- horn til Islands. Bíllinn kom síðla árs 1963 og var sýndur og Ingvar seldi strax fyrirfram 150 bíla, sem komu í fyrstu sendingu 1964. Heildverslun Ingvars Helgasonar á sér þó lengri sögu. ,,Ég fór að vinna hjá Helga Lárussyni á Klaustri í Packardum- boðinu og Sunnu árið 1948. Hann gaf líka út blöð og tímarit Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Ég hafði verið í Samvinnuskólanum og Jónas stuðiaði að því að ég færi til Lárusar. Þetta var 1948. Þegar fór að ganga heldur verr hjá Helga mínum Lárussyni sótti ég um starfa hjá Innkaupastofnun ríkis- ins og fluttist þangaö 1951. Eyjólf- ur Jóhannsson, sem kenndur var við Mjólkurfélagið, var jafnframt forstjóri Innkaupastofnunar. Ég var nú orðinn barnmargur og laun ríkisins dugðu ekki til að halda uppi svo stórri fjölskyldu. Ég samdi við hann um að ég mætti hafa einhver hjáverk utan vinnu- tíma og flytja inn vörur, sem Inn- kaupastofnunin ekki flytti inn fyrir ríkisstofnanir. Það voru þá helst leikföng. Ég byrjaði að selja þau í sem ég segi að fyrirtækið hafi verið raunverulega stofnað. Frá 1956 til 1964 fluttum við aðallega inn leikföng og gjafavör- ur, eða þangað til að við fórum að flytja inn Trabanta og svo Datsun 1971." — Og urðu ekki straumhvörf í rekstrinum með Datsun? „Jú, jú, þaö varð gerbreyting. Ég ætlaði nú aldrei að taka um- boðið fyrir Datsun. Það atvikaðist þannig að British Leyland var búið að bjóða mér tvisvar sinnum til Englands og var afráðið að ég fengi umboö þeirra hér á landi. Bretar voru þá að sameina mörg bílafyrirtæki íBritish Leyland. Flest þessi fyrirtæki höfðu umboðs- menn hér og voru þeir um 14—15 talsins. Þessu voru þeir að breyta og þurftu sinn tíma til þess. Ég var alveg ákveðinn að taka umboðið. Málið dróst þó hjá þeim og dróst. Ingvar Helgason: Spái því að Datsun verði mes umboðssölu á kvöldin. Við vorum þá í 2ja herbergja íbúð með 7 börn og tókum eitt og eitt partí heim og vorum með þetta íeldhússkápnum hjá okkur, ég og konan mín Sig- ríður Guðmundsdóttir. Og þetta vann maður í hádeginu og eftir fimm á daginn og á kvöldin. 1956 þá ráðum við starfsmann og þá gerist ég hálfsdags starfs- maðurhjá Innkaupastofnuninni og hálfur hjá sjálfum mér. Það er 1956 Datsun umboöið í Danmörku hafði hins vegar fengið umboð fyrir ísland. Forstjóri Datsun í Danmörku var mikill kunningi minn. Hann hafði áður flutt inn austur-þýska bíla og við höfðum kynnst í Austur-Þýzkalandi. Hann bað mig að finna fyrir sig umboðs- mann á íslandi, eftir að ég hafði afþakkað umboðið sjálfur. Hann kom hingað þrisvar sinnum og ég hjálpaði honum að finna umboðs- mann en sá hætti svo við á síðustu stundu. Þá sömdum við um það, ég og forstjóri Datsun í Danmörku að ef Bretarnir yrðu ekki búnir að ákveða sig fyrir árslok 1970, þá tæki ég Datsun, en færi annars í British Leyland. Og Bretarnir voru ekki klárir í byrjun janúar 1971 og ég fór í Datsun." — Líklega hefur það verið happ? „Það er alveg satt. Ég var ekkert 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.