Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 41

Frjáls verslun - 01.01.1983, Side 41
McDonnell Douglas DC8-63 þota Flugleiða, TF-FLC í litum Saudia í Saudi Arabíu. Flugleiðir leigja tvær slíkar vélar til Saudia til vöruflutninga. Var samningurinn nýlega endurnýjaður til tveggja ára. nánast allan síðasta áratug og fram á þennan dag, sem dró verulega úr þeirri árvissu aukningu, sem verið hafði á vöruflutningum. Samhliða þessu jókst framboð þannig að stöðugt fleiri urðu til að bítast um stöðugt færri lausa farma. Mestu munaði um fjölgun breiðþota í farþegaflugi, sem urðu til að auka flutningsgetu næstum upp í það óendanlega. Ein Boeing 747 þota ber í lest- um nánast sama flutnings- magn og heil DC 8-63 fraktvél og mörg stærri áætlunarflug- félögin nota breiðþotur í blönduðu farþega og fraktflugi. í samræmi við alkunnug lögmál um framboð og eftirspurn hef- ur farmverð hrapað og er nú nánast hægt að tala um upp- boðsmarkað íalþjóða flugfrakt. Þá hafa mörg stóru flugfé- laganna komið á fót dótturfyr- irtækjum til að fljúga með frakt. Dæmi um slíkt er German Cargo Services (GCS), dóttur- fyrirtæki Lufthansa. GCS á sér heimahöfn í næsta nágreinni við Luxemborg og starfar með svipuðum hætti á nánast sömu mörkuðum og Cargolux og er því skæður keppinautur. GCS rekur fjórar Boeing 707 frakt- vélar, en því til viðbótar á Luft- hansa tvær 747 vöruflutninga- þotur og níu kombi vélar af sömu gerð auk DC-10 kombi- véla. Asía: Besti markaðurinn Besti markaðurinn fyrir flug- frakt hefur verið í Austurlönd- um, reyndar bæði nær og fjær. Þar hefur bæði verið um að ræða mikla innflutningsþörf landanna í kringum Persaflóa og stöðugt vaxandi útflutning hinna fjarlægari Austurlanda, Hong Kong, Taiwan, Kóreu og Japan. Framboð hefur hins vegar aukist mikið á þessum markaði eins og öðrum og er mikið um undirboó. Asíu félög- in hafa yfirleitt lægri launa- kostnað en vestræn félög og rekstrarkostnaður er í flestum tilvikum minni. Þetta gerir þeim kleift að bjóða verðið niður úr öllu valdi. Mikil aukning á far- þegaflugi með breiðþotum hefur orðið til þess að stórauka 1 Finnist ekki viðunandi verkefni verður hluta af flugflota Cargolux lagt. 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.