Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 55

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 55
Markaðsmá Hvert er hlutverk markaðsstjórans? Greinarhöfundur, Bjarni Snæbjörn Jónsson, er rekstrar- hagfræðingur frá háskólanum íMichigan í Bandaríkjunum og starfar sem markaðsstjóri hjá Skeljungi hf íslenski markaðsklúbburinn, IMARK, hélt ráðstefnu um markaðsmál í mars í vetur. Hlutverk markaðsstjórans var eitt af viðfangsefnum á ráðstefnunni. Bjarni Snæbjörn Jónsson var í forsvari fyrir umrœðuhópi um það mál og er eftirfarandi grein byggð á niðurstöðum hópsins. Viðhorf innan fyrirtækisins Rædd voru mismunandi viðhorf innan fyrirtækja og þeim skipt í þrjá meginflokka að þessu leyti: 1. Framleiðsluviðhorf. Aðal- áhersla lögð á hina tæknilegu hlið rekstursins. Einungis er litið á nán- asta umhverfi fyrirtækisins og t.d. verksmiðjan skilgreind sem fyrirtæk- ið. Aðalatriðið er að framleiða sem mest og hagkvæmast, en minna er hugsað um hvort framleiðslan sé seljanleg. Vöruþróun hefst á teikni- borði vísindamanna (tæknimanna), en lítill gaumur gefinn að því hvort markaðurinn sé með á nótunum. 2. Söluviðhorf. Megináhersla lögð á sölu og selt magn, en minna hugs- að um arðsemi viðskiptanna og heildaryfirsýn skortir varðandi stefnumótun. Mottóið er: Látum viðskiptavinina hafa það sem þeir vilja, hvað sem það kostar. Almenn tilhneiging er til að hugsa fyrst og fremst um að selja vörur eða þjón- ustu, en leggja litla rækt við óþægi- legri hluti, svo sem að innheimta fyrir söluna eða hækka verð ef með þarf. 3. Markaðsviðhorf. Fyrirtækið skilgreint í víðu samhengi. Ekki ein- ungis sem verksmiðjan, eða húsa- kynnin, heldur vísvitandi litið á markaðinn og samkeppnina sem hluta af fyrirtækinu. Mikil áhersla lögð á markaðsrannsóknir og sam- keppnisgreiningu og kappkostað að slá í takt við markaðinn hverju sinni. Vöruþróun hefst á athugun meðal neytenda og litið er svo á að upp- spretta hugmynda sé þaðan. Megin- markmiðið er arðsemi viðskiptanna og hámörkun ágóða fyrirtækisins. Hlutverk markaðsstjóra, þegar til kastanna kemur, mótast mjög af því hvert ofangreindra viðhorfa er ríkj- andi í viðkomandi fyrirtæki. I lið 1 er markaðsstjóri ráðinn án raunveru- legrar skuldbindingar yfirstjórnar við þá þætti rekstursins sem undir hann heyra. I slíkum fyrirtækjum er hætt við að ferill markaðsstjórans sé samfelld eyðimerkurganga og hann stansi stutt við. Dæmi voru tekin um fyrirtæki sem höfðu ráðið og rekið markaðsstjóra nokkrum sinnum á einungis fáum misserum án þess að yfirstjórn þeirra hefði komist nokkru nær því hvað nota átti markaðsstjór- ann í. Þar sem söluviðhorfið er ríkjandi, er yfirleitt um það að ræða, að sölu- stjóri er uppnefndur markaðsstjóri, e.t.v. af því að það þykir fínni titill en sölustjóri. Markaðsstjórinn verður eftir sem áður yfirsölumaður fyrir- tækisins og litlar breytingar verða á starfssviði hans. 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.