Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 55
Markaðsmá Hvert er hlutverk markaðsstjórans? Greinarhöfundur, Bjarni Snæbjörn Jónsson, er rekstrar- hagfræðingur frá háskólanum íMichigan í Bandaríkjunum og starfar sem markaðsstjóri hjá Skeljungi hf íslenski markaðsklúbburinn, IMARK, hélt ráðstefnu um markaðsmál í mars í vetur. Hlutverk markaðsstjórans var eitt af viðfangsefnum á ráðstefnunni. Bjarni Snæbjörn Jónsson var í forsvari fyrir umrœðuhópi um það mál og er eftirfarandi grein byggð á niðurstöðum hópsins. Viðhorf innan fyrirtækisins Rædd voru mismunandi viðhorf innan fyrirtækja og þeim skipt í þrjá meginflokka að þessu leyti: 1. Framleiðsluviðhorf. Aðal- áhersla lögð á hina tæknilegu hlið rekstursins. Einungis er litið á nán- asta umhverfi fyrirtækisins og t.d. verksmiðjan skilgreind sem fyrirtæk- ið. Aðalatriðið er að framleiða sem mest og hagkvæmast, en minna er hugsað um hvort framleiðslan sé seljanleg. Vöruþróun hefst á teikni- borði vísindamanna (tæknimanna), en lítill gaumur gefinn að því hvort markaðurinn sé með á nótunum. 2. Söluviðhorf. Megináhersla lögð á sölu og selt magn, en minna hugs- að um arðsemi viðskiptanna og heildaryfirsýn skortir varðandi stefnumótun. Mottóið er: Látum viðskiptavinina hafa það sem þeir vilja, hvað sem það kostar. Almenn tilhneiging er til að hugsa fyrst og fremst um að selja vörur eða þjón- ustu, en leggja litla rækt við óþægi- legri hluti, svo sem að innheimta fyrir söluna eða hækka verð ef með þarf. 3. Markaðsviðhorf. Fyrirtækið skilgreint í víðu samhengi. Ekki ein- ungis sem verksmiðjan, eða húsa- kynnin, heldur vísvitandi litið á markaðinn og samkeppnina sem hluta af fyrirtækinu. Mikil áhersla lögð á markaðsrannsóknir og sam- keppnisgreiningu og kappkostað að slá í takt við markaðinn hverju sinni. Vöruþróun hefst á athugun meðal neytenda og litið er svo á að upp- spretta hugmynda sé þaðan. Megin- markmiðið er arðsemi viðskiptanna og hámörkun ágóða fyrirtækisins. Hlutverk markaðsstjóra, þegar til kastanna kemur, mótast mjög af því hvert ofangreindra viðhorfa er ríkj- andi í viðkomandi fyrirtæki. I lið 1 er markaðsstjóri ráðinn án raunveru- legrar skuldbindingar yfirstjórnar við þá þætti rekstursins sem undir hann heyra. I slíkum fyrirtækjum er hætt við að ferill markaðsstjórans sé samfelld eyðimerkurganga og hann stansi stutt við. Dæmi voru tekin um fyrirtæki sem höfðu ráðið og rekið markaðsstjóra nokkrum sinnum á einungis fáum misserum án þess að yfirstjórn þeirra hefði komist nokkru nær því hvað nota átti markaðsstjór- ann í. Þar sem söluviðhorfið er ríkjandi, er yfirleitt um það að ræða, að sölu- stjóri er uppnefndur markaðsstjóri, e.t.v. af því að það þykir fínni titill en sölustjóri. Markaðsstjórinn verður eftir sem áður yfirsölumaður fyrir- tækisins og litlar breytingar verða á starfssviði hans. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.