Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 10

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 10
HEYRTOG SEÐ Rekstur Volvo sam- steypunnar sænsku skilar góðum hagnaði og fyrirtækið eflist nú með hverju árinu. I fljótu bragði mætti ætla að það sé velgengni Volvo bíla á markaðinum að þakka hve traustum fótum Volvo stendur um þessar mundir. Svo er þó ekki. Bílafram- leiðslan er í járnum og afkoman sveiflast verulega á milli ára. Volvo hefur t.d. gengið mjög illa að selja sína bíla í Bandaríkjunum vegna þess hve þeir þykja eyðslufrekir og ekki bætti úr skák þegar 760 bíllinn lenti á svörtum lista bandarísku umhverfis- verndarstofnunarinnar EPA yfir eyðsluháka og lagður var 600 dollara eyðsluskattur á hvern innfluttan bíl. En það er ekki á framleiðslu bíla sem Volvo græðir heldur á umfangs- mikilli matvælaframleiðslu, t.d. fiskiðnaði. Eitt þeirra fyrirtækja sem skilar miklum hagnaði er eignar- haldsfyrirtækið Provendor en það er sú hlið Volvo sem snýr að A HVERJU GRÆÐIR VOLVO? matvælaiðnaði. Tvö stærstu fyrirtækin í Proventor hópnum, en þau eru fjölmörg, eru Sockerbolaget og Abba. Sockerbolaget er risafyrirtæki en næst stærst er Abba, eitt af stærstu fiskiðnfyrirtækjum í Norður-Evrópu með útibú í V-Þýskalandi, Danmörku, Póllandi, Portúgal, Spáni, Frakklandi og í Bandaríkjunum. Abba er í samstarfi við norsk fyrirtæki um eldi á þorski í kerjum við Nýfundnaland og Nova Scotia í Kanada og þann smáþorsk selur fyrirtækið svo í Boston á sumrin þegar eftirspurnin er mest og verðið hæst. Abba er stærsta fyrirtæki Svía á sviði niðursuðu og niðurlagningar og er stór hluti tekna þess vegna sölu á sild til Sovétríkjanna og V-Þýskalands. Fyrirtækið er mjög vel búið tækjum og tæknivæðing þess er á mjög háu stigi. Abba skilar nettóhagnaði sem nemur 27% af eigin fé. Fyrirtækið stendur á gömlum merg. Upphaf þess má rekja til Björgvinjar í Noregi þegar þar var stofnað fisksölu- fyrirtækið AB Bröderne Arneln árið 1838 en fyrirtækið flutti til Stokkhólms árið 1850. Árið 1898 stofnaði það ásamt 11 sænskum niðursuðu- verksmiðjum samsteypuna Sveriges Forenade Konservfabriker og tók upp vörumerkið Fyrtornet. Árið 1927 hóf fyrirtækið Abba framleiðslu á niðursuðuvörum. Árið 1962 sameinuðust Abba og Fyrtornet. Árið 1969 kaupir sænska ölgerðin Pripps Abba fyrirtækið. Árið 1975 kaupir Beijer fjárhaldssamsteypan Pripps og árið 1981 sameinast Beijer og Volvo. ISLENSKIR OG TYRKNESKIR SKERA SIG ÚR MORGUNBLAÐIÐ SVER AF SÉR RITSTJÓRA Einn þeirra mælikvarða sem notaður er til að lýsa ástandi stjórnmála hjá ákveðinni þjóð er stöðugleiki. Stöðugt verðlag er jafnvel notað sem mælikvarði á getu stjórnmálamanna til að stjórna. í fréttatilkynningu frá OECD í París (11/10) er að finna yfirlit yfir þróun verðlags í þeim löndum sem aðild eiga að stofnun- inni. Birt er m.a. meðaltal áranna 1966-1975 annars vegar og 1975-1984 hins vegar. Tvö lönd skera sig greinilega úr með mesta hækkun verðlags. Það eru ísland og Tyrkland. Á fyrra tímabilinu hækkaði verðlag á íslandi um 19,5% en 11,8% í Tyrklandi. Á síðara tímabilinu hækkaði verðlag á íslandi um 46,6% að meðaltali en 40,5% í Tyrklandi. Engin önnur lönd komast nálægt íslandi og Tyrklandi í þessum efnum og virðist, ef ráða má af þessu yfirliti OECD, m.a. mega draga þá ályktun að íslenskir og tyrkneskir stjórmálamenn eiga margt sameiginlegt. Krafturinn í stjórnendum Stöðvar 2 er mikill eins og auglýsingar fyrirtækisins í dagblöðum bera með sér. ( þeim virðist m.a. sem leitast sé við að vekja sérstaka athygli á því úrvali atgerfisfólks sem Stöð 2 hefur yfir að ráða í lykilstöðum en sumir telja að „atgerfisflóttinn" til Stöðvar 2 hafi verið nánast opinberlega staðfestur með ráðningu Ómars Ragnarssonar. í einni auglýsingunni (11/10 í Mbl.) er Sighvatur Blöndahl, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Stöðvar 2, kynntur. í skrá yfir fyrri störf segir m.a. „Um 8 ára skeið var hann ritstjóri viðskiptasíðu Morg- unblaösins". Að viku liðinni frá birtingu umræddrar auglýsingar, þann 18. október sl., skrifar Víkverji Morgunblaðsins og afneitar ritstjóranum Sighvati fyrir hönd blaðsins. Þar segir að Sighvatur hafi á sínum tíma verið blaðamaður á Morgunblaðinu við almenn fréttastörf en ekki ritstjóri og hafi hann haft það sem aukavinnu að annast viö- skiptasíðu sem birtist þá óreglulega. 10

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.