Frjáls verslun - 01.07.1988, Qupperneq 14
HEYRT OG SEÐ
SÖLUTÆKNI FERÐASKRIFSTOFA
HEYRT
Ein aöferö þeirra sem
ekki geta selt vöru eöa
þjónustu út á annaö en
lágt verð er að fela
kostnað á einn eöa annan
hátt. Samkeppni um sölu á
ferðum með dvöl í sumar-
húsum í V-Þýskalandi
hefur aukist á undanförn-
um árum í jöfnu hlutfalli viö
aukna eftirspurn. Svo
virðist sem vaxandi hópur
íslenskra fjölskyldna velji
aö eyða sumarleyfinu
saman í rúmgóðu
sumarhúsi í nágrenni
Lúxemborgar enda liggur
beinast við að taka þar
bílaleigubíl um leið og
stigið er út úr flugvélinni.
Þeir sem kjósa að kaupa
hagstæðustu farmiðana
ásamt bílaleigubíl beint frá
Flugleiðum geta með einu
símatelexi tryggt sér
sumarhús t.d. hjá Dorint
samsteypunni og fengið
nákvæmar upplýsingar um
leigu og annan kostnað
sem því fylgir.
Þeir sem keypt hafa
ferðir með dvöl í sumar-
húsi af ferðaskrifstofum
hafa, a.m.k. sumir, lent í
því að vera rukkaðir um
greiðslu fyrir rafmagn og
hita, t.d. 130 DM/viku, við
brottför. Hefur þetta komið
sér illa fyrir fólk sem taldi
sig hafa greitt viðkomandi
ferðaskrifstofu það sem
upp var sett fyrir sumar-
húsið.
Þeir sem skipt hafa milli-
liðalaust við Dorint árum
saman kannast ekki við að
hafa nokkru sinni verið
rukkaöir um greiðslu fyrir
rafmagn og hita
sérstaklega, aðeins fast
hreingerningargjald hefur
þurft að greiða auk leig-
unnar og er það undan-
tekningarlaust tekið fram í
staðfestingu frá Dorint.
Þetta dæmi sýnir, eins og
mörg önnur, að vissara er
að ganga stíft eftir
upplýsingum um hvað sé
innifalið í girnilegum
tilboðum.
DÝR OG LÉLEG ÞJÓNUSTA
Samskipti sænskra
auglýsingastofa og
viðskiptamanna þeirra
virðast fara ört versnandi,
segir í grein í Dagens
Industri. Á fyrstu mánuðum
ársins 1988 fjórfaldaðist
fjöldi kvartana sem
samtökum sænskra
auglýsenda barst vegna
hárra reikninga og illa
unninna verkefna.
Frægasta málið er
sennilega dómsmál sem
reis á milli
auglýsingastofunnar
Rydberg & Partners og
verðbréfafyrirtækisins
Pronator útaf reikningi hins
fyrrnefnda fyrir hönnun og
útgáfu ársskýrslu
Pronators. Það
síðarnefnda taldi
reikninginn of háan sem
næmi 300-400 þúsund skr.
Framkvæmdastjóri
samtaka auglýsenda,
Svante Sköldberg, segir í
viðtali í fagritinu Rubrik/
Marknadsföring: „Þau 65
fyrirtæki sem aðild eiga að
samtökum okkar hafa haft
áhyggjur af verulegri
hækkun auglýsingakostn-
aðar þar sem hlutur
auglýsingafyrirtækjanna
hefur vaxið meira en birt-
ingarkostnaður“.
Framkvæmdastjóri sam-
taka sænskra auglýsinga-
fyrirtækja, Anne Looström,
er ekki tilbúin til að skrifa
undir það að reikningar
auglýsingastofanna séu of
háir: „Útseld vinna
viðurkenndrar auglýsinga-
stofu er nú 300-900 skr á
klukkustund. (2.160-6.480
ísl. kr/klst) og það telst ekki
hátt miðað við það sem
geristt.d. á sviði
tölvuráðgjafar", segir hún.
— Að í Bretlandi hafi
nýlega komið í Ijós að
kerfisfræðingar, sem
skrifað hafa í MS-DOS
stýrikerfinu og ætluðu að
skipta yfir í OS2, hafi
margir lent í stökustu
vandræðum. Haft er eftir
Jim Watt, formanni
samtaka OS2 notenda, í
Computer Weekly nýlega,
að það taki MS-DOS
forritara allt að 6 mánuði
að læra forritun í OS2-.
Að sum bresk fyrirtæki
sem keypt hafa nýju
AS400 tölvuna af IBM telji
að erfiðara sé að flytja
tölvuvinnsluna úr S/36
umhverfinu yfir á AS400
en IBM hafi látið í veðri
vaka. Til dæmis hefur IBM
ekki getað útvegað
segulbandsstöð fyrir
AS400 með 150 Mb rými
eins og notuð er við S/38
(3422).
MINOLTA
LJÓSRITUNARVÉLAR
NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR
Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröiö!
Sú ódýrasta á markaönum.
Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og
nákvæmni. Lágt verö og rekstarkostnaður.
MINOLTA EP 50
5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka,
hágæöaprentun og hagkvæmni i rekstri.
Ekjaran
ARMULA 22. SlMI (91) 8 30 22. 108 REYKJAVlK
14