Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 19

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 19
HOPPANDI BRJÁLAÐIR Helstu bílumboöin, að Bifreiðum og landbúnaðarvélum h.f. undanskildum, komu illa útúr verðkönnun á varahlutum sem bílablaðið Bíllinn birti í september. Lægst varahlutaverð reyndist vera í Lada en í öllum öðrum tilvikum voru varahlutir um helmingi ódýrari hjá Bílanausti en í viðkomandi umboði. Mestur munur reyndist vera á verði varahluta í Honda, meira en helmingi lægra í Bílanausti en í umboðinu. Hjá Heklu kostaði t.d. eitt framljósker í Audi 100 sama og tvö í Bílanausti. Hjöruliður í framdrifinn japanskan bíl kostaði 19 þúsund krónur í umboðinu en 5 þúsund krónur hjá GS-varahlutum og Bílanausti. Hjá sumum bílaumboðum er þessi könnun talin vera illa unnin, misvísandi og beinlínis til þess gerð að auglýsa Bílanaust og Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. STÚDENTí ÍHLAUPA- VINNU Stúdentaráð Háskóla íslands hefur hafið starfsemi miðlunar fyrir hlutastörf: Starfsmiðlun stúdenta, segir í fréttatilkynningu. Tilgangurinn er að útvega stúdentum hlutastörf eða sjálfstæð verkefni með náminu. Starfsmiðlun SHÍ mun einnig aðstoða nýútskrifaða frá HÍ að leita sér atvinnu við sitt hæfi. Munurinn á Avinnumiðlun námsmanna og Starfs- miðlun stúdenta er sá að sú fyrrnefnda miðar að því að útvega öllum námsmönnum vinnu yfir sumarmánuðina en sú síðarnefnda að því að útvega hlutastörf fyrir stúdenta við HÍ yfir vetrarmánuðina. Starfsmiðlunin fer þannig fram að tilboð frá atvinnurekendum eru skráð og hengd upp í skólanum. Þar geta stúdentar séð eftir hverju verið er að leita og haft beint og milliliðalaust samband við viðkomandi atvinnurekanda. Þjónusta Starfsmiðlunar stúdenta er báðum aðilum að NÝSTÁRLEG ÞJÓNUSTA HJÁ TÖLVUBÆ [ febrúar á þessu ári var stofnað fyrirtækið Tölvubær. Það er til húsa að Skipholti 50b. Tölvubær býður uppá nýstárlega þjónustu, annars vegar þeim sem eiga eða nota Macintosh en hafa ekki haft bolmagn til að fjárfesta í rándýrum búnaði svo sem útgáfukerfi og geislaprentara og hins vegar þeim sem ekki eiga tölvu en þurfa samt á ritvinnslu að halda. Hjá Tölvubæ getur námsmaður, sem skrifað hefur ritgerð á Macintosh og kemur með hana á disklingi, sest við sams konar tölvu og prentað ritgerðina með geislaprentara með útlit eins og kæmi hún úr prentsmiðju. Hjá Tölvubæ er einnig hægt að leigja aðstöðu til námskeiðahalds, þar eru 8 Macintosh tölvur til reiðu í sérstökum kennslusal og hægt að tengja þær ýmsum jaðartækjum. Tölvubær stendur einnig fyrir stuttum námskeiðum á eigin vegum sem ætluð eru fyrir starfsmenn fyrirtækja. REYKHOLT Útgáfuþj ónusta málfarsráögjöf, ritstýring tímarita og fréttabréfa, tölvuprentun, prófarkalestur, öll aðstoð við eigin útgáfu höfunda, fyrirtækja og stofnana o.fl. Bókaútgáfa Bækur fyrir smekk allra. Bækur fyrir venjulegt fólk. REYKHOLT HF. Bókaútgáfa — Útgáfuþjónusta HÖFÐATUN 12 105 REYKJAVÍK SÍMI: 62 12 18 J 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.