Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 24

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 24
VIÐSKIPTI búnaöur drjúgur þáttur í starfsem- inni. En tölvuþátturinn kom á sínum tíma inn sem nýr þáttur í annars fastmótaöa starfsemi og fyrirtæk- iö náöi ekki aö halda í viö hina hröðu þróun á tölvusviðinu. Tölu- verörar óánægju gætti einnig meðal sumra viöskiptavina fyrir- tækisins með þann hugbúnað og þjónustu sem þeir höföu keypt af fyrirtækinu. Við þetta bættist að afkoma tölvudeildar fyrirtækisins hefði mátt vera betri. Þessi og fleiri vandamál biðu þeirra félaga Erlings og Gunnars þegar þeir tóku viö rekstri Skrif- stofuvéla h/f í septembermánuði 1987. Báðir höfðu þeir unnið hjá IBM um árabil áður en þeir fóru út í eigin atvinnurekstur og greinilegt er að Ottó A. Michelsen hefur tal- ið sig geta treyst þessum tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum. í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu þ. 16. október síð- astliðinn, í tilefni af hálfrar aldar starfsafmæli hans, segist hann vita að fyrirtækið sé í góðum höndum og að hann hafi ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn fyrir hönd fyrirtækjanna sem hann hafi byggt upp því nýju eigendurnir séu harðduglegir. Ottó A. Michelsen hefur vitað hvað hann var að segja þegar hann sagði að hinir nýju eigendur Skrifstofuvéla h/f væru harðdug- legir. Að minnsta kost var laugar- dagur eini tíminn sem hægt var að ná þeim félögum í viðtal þar sem þá var rólegra hjá þeim eins og Erling orðaði það. Þegar komið er inn í hið nýja og velbúna húsnæði Gísla J. John- sen s/f við Nýbýlaveg er heldur fátt sem minnir á að þar sé til húsa eitt af elstu fyrirtækjum landsins. Húsnæðið hefur allt til að bera sem hæfir nútíma vinnustað, bjart og vítt er til veggja. Það er aðeins virðuleg Ijósmynd af frumkvöðlin- um, Gísla J. Johnsen, sem hangir uppi á skrifstofu Gunnars Ólafs- sonar sem minnir á fyrri daga. Þeir Erling og Gunnar gengu með blaðamanni um fyrirtækið og skýrðu það sem fyrir augu bar. Að skoðunarferðinni lokinni settumst við niður á skrifstofu Gunnars og þeir félagar voru beðnir að skýra hvert yrði fyrirkomulag hins nýja fyrirtækis, Gísla J. Johnsen s/f / Skrifstofuvélar h/f, og hvað hafi vakað fyrir þeim með sameining- unni. „Fyrirtækin verða rekin áfram sem tvö sjálfstæð fyrirtæki," segir Erling, „en undir sameiginlegri yfirstjórn. Hvort um sig mun halda sínum söluprófíl, ef ég má kalla það svo, og vera áfram í innbyrðis MARKMIÐIÐ í UPPHAFIVAR AÐ BYGGJA UPP ÖFLUGT FYRIRTÆKI MEÐ ÞVÍ BESTA ÚR BÁÐUM. samkeppni — sem er aðeins hollt fyrir alla aðila. Framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins samanstendur af okkur tveim- ur, mér og Gunnari en meðstjór- endur eru Hermann Tönsberg og Pétur Aðalsteinsson. Aðalskrif- stofur fyrirtækisins verða til húsa í húsakynnum Skrifstofuvéla h/f við Hverfisgötu. Við lögðum upp með það mark- mið í huga að ná fram hagræð- ingu og byggja upp eitt öflugt fyrir- tæki. Það má segja að það dæmi hafi gengið vel upp þar sem þessi tvö fyrirtæki, Skrifstofuvélar h/f og Gísli J. Johnsen, hafi vegið hvort annað upp, ef svo má segja. Styrkleiki Skrifstofuvéla lá fremur á hinum almenna skrifstofuvéla- markaði en styrkur Gísla J. John- sens er fyrst og fremst á tölvu- markaðinum. Sameiningin hefur kostað mikl- ar yfirlegur og andvökunætur,11 bætir Erling við. „Við fórum hægt af stað og réðumst ekki í neinar róttækar breytingar í fyrstu. Okk- ur fannst mikilvægast að byrja á því að kynnast nýjum starfs- mönnum og skapa gagnkvæmt traust okkar á milli. Eina breyting- in í upphafi var því sú að við skipt- um með okkur verkum, Gunnar var áfram hér en ég flutti mig um set og fór niður á Hverfisgötu, þar sem Skrifstofuvélar h/f eru til húsa, sem fulltrúi okkar beggja. Nú, það er Ijóst að samruni tveggja fyrirtækja er viðkvæmt mál gagnvart viðskiptaaðilum beggja, jafnt innlendum sem er- lendum. Það er ekki sjálfgefið að þeir vilji eiga viðskipti við nýja eig- endur. Það fór því mikill tími og vinna í að vinna traust þessara aðila. Þá fyrst gátum við farið að einbeita okkur af krafti að því að samræma starfsemina. Niður frá, en ég segi niður frá þegar ég tala um Skrifstofuvélar h/f, vorum við með viðgerðar- verkstæði með u.þ.b. tuttugu við- gerðarmönnum þar sem fram fór mjög þróuð og útfærð starfsemi. Hér hjá Gísla J. Johnsen s/f vor- um við með tvö verkstæði. Annað fyrir rit- og reiknivélar og hitt fyrir tölvubúnað. Viðgerðarverkstæðið er að sjálfsögðu hugsað sem stoðdeild fyrir sölustarfssemina. Það gefur augaleið að hagkvæmnin hlýtur að liggja í því að reka eina við- gerðadeild. Þessari starfsemi var því steypt saman í eina heild og nú rekum við eitt viðgerðaverk- stæði sem er til húsa í húsnæði Skrifstofuvéla h/f við Hverfisgötu og er í dag tæknideild þessa sam- einaða fyrirtækis Gísla J. John- sens s/f og Skrifstofuvéla h/f. Inn- flutningsdeildir beggja fyrirtækj- anna voru sameinaðar, skrifstofuhaldið er undir einum hatti og ein stjórnsýsludeild þjón- ar báðum fyrirtækjunum. Bók- haldið verður einnig sameiginlegt í framtíðinni og nú er verið að ganga frá sameiginlegu símask- iptiborði fyrir bæði fyrirtækin." — Svonasameiningaraðgerð- ir hljóta óhjákvæmilega að kalla á 24

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.