Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 34

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 34
IÐNAÐUR — TÆKNI CIM: NÝn LAUSNA Fyrir 30 árum síðan var „hagræðing“ lausnarorðið. Margt bendir til að CIM-tæknin geti hleypt nýju lífi í rekstur iðnfyrirtækja á vesturlöndum. Danir eru þeirrar skoðunar. Þeir vita, af fenginni reynslu, að ekki er sama hvernig nýrri tækni er komið á framfæri. í þessari grein er fjallað um at- hyglisvert samstarfsverkefni sem nú er í fullum gangi í Danmörku. Verkefninu er ætlað að kynna dönskum framleiðslufyrirtækjum þá möguleika sem fólgnir eru í því að samræma og tryggja miðlun og vinnslu upplýsinga innan framleiðslufyrirtækja með tölvu- búnaði. Hér er um ákveðna stjórnunartækni að ræða fremur en að verið sé að tala um eitthvert ákveðið tölvukerfi, í enn þrengri merkingu er um ákveðna stefnu- mörkun að ræða. Fyrirtæki sem ákveður að taka upp s.k. CIM- tækni hefur um leið markað sér ákveðna stefnu. Það er um þessa stefnumörkun og þá tækni sem hún byggir á sem danska sam- vinnuverkefnið snýst. í Viðskipta- og tölvublaðinu, 3.tbl. 1988, ergrein um þetta fyrir- brigði eftir Einar Jóhannesson verkfræðing (bls. 54-57) þar sem hann lýsir því og þá einkanlega þætti IBM I CIM. Fyrirsögn grein- arinnar er „Tölvuvædd fram- leiðslustjórnun (CIM)“. Greinin gefur yfirlit og upplýsingar sem sýna út á hvað tæknin gengur. Eftirfarandi skýringu á CIM er að finna í greininni: „CIM er stefnu- mörkun stjórnar fyrirtækisins. CIM er miðill notaður til þess að útfæra viðskiptahugmyndir fyrir- tækisins. CIM krefst þess að gögn fyrirtækisins séu samnýtt, allt frá sölu, vöruþróun og fram- leiðslu að afhendingu vörunnar. Þetta hefst aðeins með því að samtengja upplýsingakerfi hinna einstöku deilda fyrirtækisins." 0F LÍTIL FYRIRTÆKI Á þeim tveimur árum sem Nils Wilhjelms hefur verið iðnaðarráð- herra Danmerkur hefur útflutn- ingur danskra iðnfyrirtækja aukist það mikið að í fyrsta skipti í fjölda- mörg ár varð viðskiptajöfnuður- inn 1987 Dönum hagstæður. Nils Wilhjelms hefur oftar en einu sinni lýst helstu vandamálum danska iðnaðarins á þá leið að það sé smæð fyrirtækjanna sem sé alvarlegasta hindrunin. Hann hefur m.a. bent á að einungis um 100 fyrirtæki séu af þeirri stærð að hafa fleiri en 500 starfsmenn. Danski iðnaðarráðherrann er mjög áberandi persónuleiki í um- ræðunni um atvinnu- og efna- hagsmál og er hann jafnframt for- maður Iðnaðarráðsins en sú stofnun gegnir lykilhlutverki í dönskum stjórnmálum. Wilhjelms er einnig formaður Iðnaðarráð- herranefndar Efnahagsbanda- lagsins. Þrátt fyrir ýmsar blikur sem nú eru á lofti, m.a. hafa efnahags- sérfræðingar OECD í París spáð því að hagvöxtur verði minnstur í Danmörku sem er því neðst á vaxtarlista OECD, er ríkjandi bjartsýni í dönskum iðnaði um þessar mundir. Danir taka gjarn- an þannig til orða að nú blási ferskari vindar fyrir iðnað og at- vinnulíf en áður og þeir muni leiða til aukinnar fjárfestingar og at- vinnu. Stórt atriði er talin vera nýja ríkisstjórnin sem þrátt fyrir minnihluta á þingi þykir líkleg til að sitja út kjörtímabilið og þykir jafnframt vera þannig saman sett að samvinna geti tekist um ýmis mikilvæg framfaramál atvinnulífs- ins. Eitt þeirra markmiða sem Nils Wilhjelmsen hefur sett sér er að draga úr opinberum rekstri og efla samhliða samkeppnisstöðu fyrirtækja á frjálsum markaði. Honum hefur tekist að fá því fram- gengt innan ríkisstjórnarinnar að ákveðið hefur verið að fækka opinberum starfsmönnum um 20 þúsund á tveimur árum. Danski iðnaðurinn er að lang- mestu leyti í eigu einkaaðila. Sér- fræðingar benda á að hlutfalls- lega sé mikið af litlum iðnfyrir- tækjum og mjög fá stór fyrirtæki. Á útgerðarsviði er aðeins eitt danskt fyrirtæki, Maersk, sem telst stórt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Nils Wilhjelms hefur verið gagnrýndur m.a. fyrir að hafa beitt sér fyrir því að ríkið hætti að styrkja skipulega danskan skipa- smíðaiðnað eins og gert hefur verið síðan 1986. Hann er hins vegar þeirrar óhagganlegu skoð- unar að geti skipasmíðastöðvarn- ar ekki gengið óstuddar núna sé öllum fyrir bestu að þær hætti rekstri. Danski iðnaðarráðherran telur að nú sé tækifæri til að koma á breytingum t.d. með samruna 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.