Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.07.1988, Qupperneq 34
IÐNAÐUR — TÆKNI CIM: NÝn LAUSNA Fyrir 30 árum síðan var „hagræðing“ lausnarorðið. Margt bendir til að CIM-tæknin geti hleypt nýju lífi í rekstur iðnfyrirtækja á vesturlöndum. Danir eru þeirrar skoðunar. Þeir vita, af fenginni reynslu, að ekki er sama hvernig nýrri tækni er komið á framfæri. í þessari grein er fjallað um at- hyglisvert samstarfsverkefni sem nú er í fullum gangi í Danmörku. Verkefninu er ætlað að kynna dönskum framleiðslufyrirtækjum þá möguleika sem fólgnir eru í því að samræma og tryggja miðlun og vinnslu upplýsinga innan framleiðslufyrirtækja með tölvu- búnaði. Hér er um ákveðna stjórnunartækni að ræða fremur en að verið sé að tala um eitthvert ákveðið tölvukerfi, í enn þrengri merkingu er um ákveðna stefnu- mörkun að ræða. Fyrirtæki sem ákveður að taka upp s.k. CIM- tækni hefur um leið markað sér ákveðna stefnu. Það er um þessa stefnumörkun og þá tækni sem hún byggir á sem danska sam- vinnuverkefnið snýst. í Viðskipta- og tölvublaðinu, 3.tbl. 1988, ergrein um þetta fyrir- brigði eftir Einar Jóhannesson verkfræðing (bls. 54-57) þar sem hann lýsir því og þá einkanlega þætti IBM I CIM. Fyrirsögn grein- arinnar er „Tölvuvædd fram- leiðslustjórnun (CIM)“. Greinin gefur yfirlit og upplýsingar sem sýna út á hvað tæknin gengur. Eftirfarandi skýringu á CIM er að finna í greininni: „CIM er stefnu- mörkun stjórnar fyrirtækisins. CIM er miðill notaður til þess að útfæra viðskiptahugmyndir fyrir- tækisins. CIM krefst þess að gögn fyrirtækisins séu samnýtt, allt frá sölu, vöruþróun og fram- leiðslu að afhendingu vörunnar. Þetta hefst aðeins með því að samtengja upplýsingakerfi hinna einstöku deilda fyrirtækisins." 0F LÍTIL FYRIRTÆKI Á þeim tveimur árum sem Nils Wilhjelms hefur verið iðnaðarráð- herra Danmerkur hefur útflutn- ingur danskra iðnfyrirtækja aukist það mikið að í fyrsta skipti í fjölda- mörg ár varð viðskiptajöfnuður- inn 1987 Dönum hagstæður. Nils Wilhjelms hefur oftar en einu sinni lýst helstu vandamálum danska iðnaðarins á þá leið að það sé smæð fyrirtækjanna sem sé alvarlegasta hindrunin. Hann hefur m.a. bent á að einungis um 100 fyrirtæki séu af þeirri stærð að hafa fleiri en 500 starfsmenn. Danski iðnaðarráðherrann er mjög áberandi persónuleiki í um- ræðunni um atvinnu- og efna- hagsmál og er hann jafnframt for- maður Iðnaðarráðsins en sú stofnun gegnir lykilhlutverki í dönskum stjórnmálum. Wilhjelms er einnig formaður Iðnaðarráð- herranefndar Efnahagsbanda- lagsins. Þrátt fyrir ýmsar blikur sem nú eru á lofti, m.a. hafa efnahags- sérfræðingar OECD í París spáð því að hagvöxtur verði minnstur í Danmörku sem er því neðst á vaxtarlista OECD, er ríkjandi bjartsýni í dönskum iðnaði um þessar mundir. Danir taka gjarn- an þannig til orða að nú blási ferskari vindar fyrir iðnað og at- vinnulíf en áður og þeir muni leiða til aukinnar fjárfestingar og at- vinnu. Stórt atriði er talin vera nýja ríkisstjórnin sem þrátt fyrir minnihluta á þingi þykir líkleg til að sitja út kjörtímabilið og þykir jafnframt vera þannig saman sett að samvinna geti tekist um ýmis mikilvæg framfaramál atvinnulífs- ins. Eitt þeirra markmiða sem Nils Wilhjelmsen hefur sett sér er að draga úr opinberum rekstri og efla samhliða samkeppnisstöðu fyrirtækja á frjálsum markaði. Honum hefur tekist að fá því fram- gengt innan ríkisstjórnarinnar að ákveðið hefur verið að fækka opinberum starfsmönnum um 20 þúsund á tveimur árum. Danski iðnaðurinn er að lang- mestu leyti í eigu einkaaðila. Sér- fræðingar benda á að hlutfalls- lega sé mikið af litlum iðnfyrir- tækjum og mjög fá stór fyrirtæki. Á útgerðarsviði er aðeins eitt danskt fyrirtæki, Maersk, sem telst stórt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Nils Wilhjelms hefur verið gagnrýndur m.a. fyrir að hafa beitt sér fyrir því að ríkið hætti að styrkja skipulega danskan skipa- smíðaiðnað eins og gert hefur verið síðan 1986. Hann er hins vegar þeirrar óhagganlegu skoð- unar að geti skipasmíðastöðvarn- ar ekki gengið óstuddar núna sé öllum fyrir bestu að þær hætti rekstri. Danski iðnaðarráðherran telur að nú sé tækifæri til að koma á breytingum t.d. með samruna 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.