Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 35

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 35
RORD í IÐNAÐI? fyrirtækja í stærri heildir, aukinni samvinnu á tæknisviðinu og fleiru í þeim dúr. Hann hyggst stuðla að þessari þróun með mjög öflugri upplýsingamiðlun um þær breyt- ingar sem í vændum eru með samruna Evrópu í einn markað árið 1992. Hann vinnur einnig að því að fá ýmsum lögum og reglum breytt þannig að iðnaðurinn eigi auðveldara með að keppa um fjárfestingarfé á frjálsum mark- aði, t.d. þannig að bankar og tryggingafélög sjái sér hag í því að ávaxta fé í meiri mæli í iðnaðin- um og þá m.a. með kaupum á hlutabréfum. Það er hér sem CIM kemur inn í dæmið sem einn þáttur í að yngja upp danskan iðnað. MARKMIÐ AÐGERÐA Samkeppnisstöðu danskra iðnfyrirtækja er ætlunin að styrkja með eftirfarandi: — Hraðvirkariaðlögunaðbreytt- um markaðsaðstæðum. — Meiri gæði. — Vörur aðlagaðar kröfum kaupenda. — Styttri afgreiðslutími. — Samkeppnisfært verð. CIM (Computer Integrated Manufacturing) snýst um sam- hæfingu og þýðir að allar upplýs- ingar sem snerta markaðsmál, hönnun, framleiðslu og sölu séu til reiðu í einu samhæfðu tölvu- kerfi. Áhrif þessarar tækni á stjórnun fyrirtækis má líkja við það að markaðs-, hönnunar-, þróunar-, framleiðslutækni- og söludeild væru allar í einum og sama salnum. Mörg framleiðslufyrirtæki á Vesturlöndum, sem standast samkeppni við fyrirtæki í Asíu, standa því sterkar að vígi sem þau eiga auðveldara með að að- laga framleiðslu sína að sérstök- um óskum kaupenda. Af því leiðir að meira veltur á árangursríkri Henry Ford I er sagður höfundur færibandsins. Efri myndin er tekin árið 1914 í Ford bílaverksmiðjunni í Highland Park í Delroit. Ný tækni og hagræðing við smíði og samsetningu T-Ford gerði almúgafólki kleift að eignast bíl. Neðri myndin er tekin árið 1988 í bresku Ford verksmiðjunni í Dagenham. Tölvutæknin hefur tekið við stjórninni. Yfirbygging bílanna er rafsoöin saman með sjálfvirkum vélum og engin maður sjáanleg- ur (verksmiðjunni. 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.