Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 40
AFTÖLVUSVIÐI
7IBM 5291 og stýrikerfi IBM S/36,
Rel. 4.0.
Netmiðstöðin var Novell 286B
með 2Mb minni, 2 spegluðum
256Mb föstum diskum, útstöðvar
voru 5 PC tölvur (8088) og tvær
PC/AT tölvur. Stýrikerfi var SFT
NetWare/286 Level 2 og Baby/36
(RPG þýðandi) rel. 3.3.
Bæði kerfin voru uppsett þann-
ig að mest nýting næðist og há-
marksafköst.
Forritið líkti eftir sölustarfsemi í
10 mínútur og urðu niðurstöður
þessar:
Þegar ein útstöð gekk á IBM
tölvunni afkastaði kerfið 25 nót-
um, en netkerfið 45 (með PC
tölvu). Þegar sjö útstöðvar voru
notaðar á IBM tölvunni voru með-
alafköst á útstöð 7 sölunótur, en
netútstöðvarnar höfðu 55 sölu-
nótur að meðaltali. IBM tölvan
hefur enga vinnslu í útstöðvunum
þannig að þær deila með sér
vinnslugetu tölvunnar á sama
tíma og netútstöðvarnar koma
með viðbótarvinnslugetu sem
þær sjálfar búa yfir. Rétt er að
geta þess að RPG umhverfið er
nánast heimavöllur S/36 tölva,
mjög fá netkerfi eru notuð með
RPG þýðendum þar sem önnur
forritunarmál þykja henta betur.
ÖRYGGI, VARNIR 0G AFRITUN í
NETKERFUM.
Netstýrikerfi á borð við Novell
NetWare hefur alla kosti sam-
bærilegs stýrikerfis á millitölvu.
Notuð eru notendaheiti og lykil-
orð. Notendur fá ákveðin réttindi
og takmarkanir, notkunarskrán-
ing (Account System) fylgist með
notkun, takmarka má notkunar-
tíma og er jafnvel hægt aðfylgjast
með innbrotstilraunum og loka
slíkum aðgangi.
Bilanavarnir(System FaultTol-
erance) eru eiginleikar sem stýri-
kerfin eru búin til að mæta alls
kyns bilunum í vél- og/eða hug-
búnaði. Novell varð fyrst fyrir-
tækja til að markaðssetja bilana-
varið netstýrikerfi SFT NetWare,
en það hefur mismunandi bilana-
varnir eftir því hversu mikið er lagt
til af vélbúnaði til þeirra hluta.
Hægt er að halda úti ákveðnum
bilanavörnum án sérstaks vél-
búnaðar. Sem dæmi þá er sér-
stakt síeftirlit með diskum þannig
að allt sem skráð er á diskinn er
strax lesið til öryggis (Read/Write
Verification). Ef ekki tekst að lesa
það sem skráð var er svæðinu
sjálfvirkt lokað og skráningin flutt
á óskemmt svæði á disknum.
TTS (Transaction Tracking Syst-
em) er sérstakt færslueftirlitskerfi
sem fylgist með því hvort færslur
klárist. Bili útstöð eða miðstöð í
miðri færslu færist gagnagrunn-
urinn til baka á það stig sem hann
var síðast heill (á ensku kallað
Rollback).
Með viðbótardiskum má fá
speglun þannig að ef annar disk-
urinn bilar tekur hinn við. Einnig
er hægt að ganga lengra með því
að hafa tvöfalt diskkerfi. Með tvö-
földun af þessu tagi er ekki ein-
ungis komið við bilanavörnum
heldur styttist svartími þar sem
báðir diskarnir geta lesið í einu.
Efsta stig bilanavarna felst í
tvöföldum netstjóra. Stilla má upp
tveimur netstjórum sem spegla
hvor annan þannig að ef annar
bilar tekur hinn við án þess að
hika.
Öryggisafritun er svipuð á net-
kerfum og millitölvum. Besta
lausnin í dag er notkun geisla-
diska. Slíkir diskar geta skráð
einu sinni en hægt er að lesa oft
af þeim. Geisladiskar vinna hæg-
ar en fastir seguldiskar og verða
því trúlega ekki notaðir sem aðal-
diskartölvukerfa nema það breyt-
ist. Hins vegar taka þeir mikið af
gögnum, eru ódýrir og verða trú-
lega vinsælir í öryggisafritun.
Geisladiskar þykja einnig álitlegir
til að geyma gögn sem sjaldan
þarf að nota.
Segulbandsstöðvar eru enn al-
gengasta form á öryggisafritun
stærri tölvukerfa.
HVERJIR KEPPA UM
NETMARKAÐINN?
Eins og áður hefur komið fram
hefur eitt fyrirtæki, Novell, umþað
bil 50% af markaði í netstjórnkerf-
um. Ekkert bendir til að hlutdeild
þess muni minnka á næstum ár-
um. Þó er stíft sótt: Microsoft,
(höfundur MS-DOS), ætlar í sam-
starfi við 3Com að markaðssetja
netkerfið „LanManager" fyrir hið
nýja OS/2 stýrikerfi. Þessu nýja
netstýrikerfi hefur seinkað. Þrátt
fyrir að rekinn sé gífurlegur áróð-
ur fyrir OS/2 stýrikerfinu er margt
sem bendir til þess að það verði
ekki verulega útbreitt fyrr en
1994-5. Séu eiginleikar NetWare
og LanManager bornir saman
kemur strax í Ijós að mikið af þeim
eiginleikum sem NetWare hefur
nú þegar eru ekki enn komnir á
teikniborð LanManager hönnuða
hjá Microsoft og 3COM. Einnig
þykir sýnt að IBM muni ekki nota
LanManager og Ijóst að þar með
vantar öflugan bakhjarl við net-
draum Microsoft manna. Micro-
soft á að baki a.m.k. eina mis-
heppnaða tilraun til að setja stað-
al meðal netkerfa, MS-Net, en
það var byggt ofan á MS-DOS
stýrikerfið og vann illa.
MILLITÖLVUR 0G NET NOTUÐ
SAMTÍMIS
Millitölvur seljast enn, þó ekki
sé í sama mæli og áður. Ástæðan
er einföld. Hugbúnaður sem
þróaður hefur verið til margra ára
verður gjarnan ómissandi um
langan tíma. Þó svo að nýr bún-
aður á borð við net verði vinsæll
er ekki svo að allir geti lagt eldri
búnaði fyrirvaralítið. Þó má búast
við að sífellt fleiri muni notfæra
sér þann möguleika að láta net-
kerfi og millitölvur vinna saman á
vinnustað og geta þar með nýtt
alla kosti eldri sem nýrri búnaðar.
Mikið af alls kyns samskipta-
búnaði er nú til. Notandi útstöðvar
í Novell neti getur t.d. tengst IBM
megintölvum (hjá t.d. Skýrr og
Reiknistofu bankanna) með 3270
skjáhermum, IBM millitölvum
(S/36, 38 og AS/400) með 5250
skjáhermum og flestum öðrum
millitölvum (DEC og HP) með
ýmsum hætti. í öllum þessum til-
fellum tengist netið þannig að
40