Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 40
AFTÖLVUSVIÐI 7IBM 5291 og stýrikerfi IBM S/36, Rel. 4.0. Netmiðstöðin var Novell 286B með 2Mb minni, 2 spegluðum 256Mb föstum diskum, útstöðvar voru 5 PC tölvur (8088) og tvær PC/AT tölvur. Stýrikerfi var SFT NetWare/286 Level 2 og Baby/36 (RPG þýðandi) rel. 3.3. Bæði kerfin voru uppsett þann- ig að mest nýting næðist og há- marksafköst. Forritið líkti eftir sölustarfsemi í 10 mínútur og urðu niðurstöður þessar: Þegar ein útstöð gekk á IBM tölvunni afkastaði kerfið 25 nót- um, en netkerfið 45 (með PC tölvu). Þegar sjö útstöðvar voru notaðar á IBM tölvunni voru með- alafköst á útstöð 7 sölunótur, en netútstöðvarnar höfðu 55 sölu- nótur að meðaltali. IBM tölvan hefur enga vinnslu í útstöðvunum þannig að þær deila með sér vinnslugetu tölvunnar á sama tíma og netútstöðvarnar koma með viðbótarvinnslugetu sem þær sjálfar búa yfir. Rétt er að geta þess að RPG umhverfið er nánast heimavöllur S/36 tölva, mjög fá netkerfi eru notuð með RPG þýðendum þar sem önnur forritunarmál þykja henta betur. ÖRYGGI, VARNIR 0G AFRITUN í NETKERFUM. Netstýrikerfi á borð við Novell NetWare hefur alla kosti sam- bærilegs stýrikerfis á millitölvu. Notuð eru notendaheiti og lykil- orð. Notendur fá ákveðin réttindi og takmarkanir, notkunarskrán- ing (Account System) fylgist með notkun, takmarka má notkunar- tíma og er jafnvel hægt aðfylgjast með innbrotstilraunum og loka slíkum aðgangi. Bilanavarnir(System FaultTol- erance) eru eiginleikar sem stýri- kerfin eru búin til að mæta alls kyns bilunum í vél- og/eða hug- búnaði. Novell varð fyrst fyrir- tækja til að markaðssetja bilana- varið netstýrikerfi SFT NetWare, en það hefur mismunandi bilana- varnir eftir því hversu mikið er lagt til af vélbúnaði til þeirra hluta. Hægt er að halda úti ákveðnum bilanavörnum án sérstaks vél- búnaðar. Sem dæmi þá er sér- stakt síeftirlit með diskum þannig að allt sem skráð er á diskinn er strax lesið til öryggis (Read/Write Verification). Ef ekki tekst að lesa það sem skráð var er svæðinu sjálfvirkt lokað og skráningin flutt á óskemmt svæði á disknum. TTS (Transaction Tracking Syst- em) er sérstakt færslueftirlitskerfi sem fylgist með því hvort færslur klárist. Bili útstöð eða miðstöð í miðri færslu færist gagnagrunn- urinn til baka á það stig sem hann var síðast heill (á ensku kallað Rollback). Með viðbótardiskum má fá speglun þannig að ef annar disk- urinn bilar tekur hinn við. Einnig er hægt að ganga lengra með því að hafa tvöfalt diskkerfi. Með tvö- földun af þessu tagi er ekki ein- ungis komið við bilanavörnum heldur styttist svartími þar sem báðir diskarnir geta lesið í einu. Efsta stig bilanavarna felst í tvöföldum netstjóra. Stilla má upp tveimur netstjórum sem spegla hvor annan þannig að ef annar bilar tekur hinn við án þess að hika. Öryggisafritun er svipuð á net- kerfum og millitölvum. Besta lausnin í dag er notkun geisla- diska. Slíkir diskar geta skráð einu sinni en hægt er að lesa oft af þeim. Geisladiskar vinna hæg- ar en fastir seguldiskar og verða því trúlega ekki notaðir sem aðal- diskartölvukerfa nema það breyt- ist. Hins vegar taka þeir mikið af gögnum, eru ódýrir og verða trú- lega vinsælir í öryggisafritun. Geisladiskar þykja einnig álitlegir til að geyma gögn sem sjaldan þarf að nota. Segulbandsstöðvar eru enn al- gengasta form á öryggisafritun stærri tölvukerfa. HVERJIR KEPPA UM NETMARKAÐINN? Eins og áður hefur komið fram hefur eitt fyrirtæki, Novell, umþað bil 50% af markaði í netstjórnkerf- um. Ekkert bendir til að hlutdeild þess muni minnka á næstum ár- um. Þó er stíft sótt: Microsoft, (höfundur MS-DOS), ætlar í sam- starfi við 3Com að markaðssetja netkerfið „LanManager" fyrir hið nýja OS/2 stýrikerfi. Þessu nýja netstýrikerfi hefur seinkað. Þrátt fyrir að rekinn sé gífurlegur áróð- ur fyrir OS/2 stýrikerfinu er margt sem bendir til þess að það verði ekki verulega útbreitt fyrr en 1994-5. Séu eiginleikar NetWare og LanManager bornir saman kemur strax í Ijós að mikið af þeim eiginleikum sem NetWare hefur nú þegar eru ekki enn komnir á teikniborð LanManager hönnuða hjá Microsoft og 3COM. Einnig þykir sýnt að IBM muni ekki nota LanManager og Ijóst að þar með vantar öflugan bakhjarl við net- draum Microsoft manna. Micro- soft á að baki a.m.k. eina mis- heppnaða tilraun til að setja stað- al meðal netkerfa, MS-Net, en það var byggt ofan á MS-DOS stýrikerfið og vann illa. MILLITÖLVUR 0G NET NOTUÐ SAMTÍMIS Millitölvur seljast enn, þó ekki sé í sama mæli og áður. Ástæðan er einföld. Hugbúnaður sem þróaður hefur verið til margra ára verður gjarnan ómissandi um langan tíma. Þó svo að nýr bún- aður á borð við net verði vinsæll er ekki svo að allir geti lagt eldri búnaði fyrirvaralítið. Þó má búast við að sífellt fleiri muni notfæra sér þann möguleika að láta net- kerfi og millitölvur vinna saman á vinnustað og geta þar með nýtt alla kosti eldri sem nýrri búnaðar. Mikið af alls kyns samskipta- búnaði er nú til. Notandi útstöðvar í Novell neti getur t.d. tengst IBM megintölvum (hjá t.d. Skýrr og Reiknistofu bankanna) með 3270 skjáhermum, IBM millitölvum (S/36, 38 og AS/400) með 5250 skjáhermum og flestum öðrum millitölvum (DEC og HP) með ýmsum hætti. í öllum þessum til- fellum tengist netið þannig að 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.