Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 43
PRÓFUN FORRITA OG
VILLULEIT
EFTIR SIGURÐ ELÍflS HJALTASON VERKFRJEÐING M.S.C.E.
í frétt í einu dagblaðanna nú í haust var sagt frá villu í forriti hjá norður-írsku hagstofunni. Villan var þess eðlis að
hagvöxtur var rangt skilgreindur í tölvukerfinu. Niðurstaðan úr forritinu var að hagvöxtur síðastliðin ár hefði verið um
1% á ári, en var í raun 3.4-4.6%. Öll efnahagsumræða norður-írskra stjórnmálamanna á liðnum árum hefur því byggst
á röngum forsendum, þar á meðal síðasta kosningabarátta. Þetta er dæmi um villu í forriti, sem ekki finnst við fyrstu
villuleit, því forritið keyrði eðlilega og „villulaust" í mörg ár.
í þessari grein er ætlunin að
fjalla um prófanir á forritum og
villuleit. Að sjálfsögðu verður efn-
ið ekki krufið til hlítar í tímarits-
grein, heldur verður minnst á
nokkra þá þætti, sem skipta máli.
Því miður gleymist mikilvægi próf-
ana oft við gerð forrita, bæði
þeirra sem eru sérsmíðuð og
þeirra sem fara í fjöldafram-
leiðslu.
Prófanir eru einn af grunnþátt-
um í allri framleiðslu, jafn mikil-
vægur og hönnunin sjálf eða
smíðin. íframleiðslu eröll nýsmíði
reynd til þrautar áður en farið er
að fjöldaframleiða hlutinn. Eng-
inn verkfræðingur með sómatil-
finningu myndi byggja mannvirki
án þess að prófa einstaka þætti
þess. Á sama hátt er bráðnauð-
synlegt að prófa hugbúnað áður
en hann er settur af stað hjá not-
anda.
Hér á landi, eins og annars
staðar, er oft lítil áhersla lögð á
prófanir. Þær eru eingöngu fram-
kvæmdar af forritara, og gjarnan
lítill hluti forritsins í einu. Öll kerfis-
prófun lendir því á notandanum,
með mismunandi alvarlegum af-
leiðingum. í mörgum tilvikum
hafa vinnubrögð af þessu tagi leitt
til þess að mikil vinna kaupanda
Siguröur Elías Hjaltason M.S.C.E.
forritsins hefur verið unnin fyrir
gýg.
Einungis RB, SKÝRR og sum
stærri hugbúnaðarfyrirtæki hafa
ákveðna stefnu í prófun hugbún-
aðar. Trúlega er þó enginn enn
hér á landi, sem hefur prófun hug-
búnaðar að atvinnu. Oft gleyma
fyrirtæki að taka tillit til prófana við
gerð tímaáætlana og/eða tilboða.
Af þessari ástæðu eru kerfi sett af
stað hjá notanda áður en þau
hafa verið fullþrófuð, með alvar-
legum afleiðingum. Þetta verður
síðan til þess að notandinn verður
andsnúinn kerfinu, og þá tekur
mörg ár að byggja upp traust not-
anda aftur.
í hugbúnaðargerð eru allar vill-
ur mannleg mistök, en miklar
vonir eru bundnar við betri hönn-
unaraðferðir, betur þjálfaða forrit-
ara eða eitthvert forritunarum-
hverfi sem fyrirbyggja á mannleg-
ar villur. Þótt miklar framfarir verði
á næstunni á þessum sviðum, er
ekki hægt að búast við að sleppa
megi algjörlega prófunum á hug-
búnaði.
PRÓFUN FORRITA:
Prófun forrita má skipta í nokk-
ur þrep. í fyrsta lagi er einföld af-
lúsun forritsins. Forritarinn fram-
kvæmir þessa aðgerð yfirleitt um
leið og hann skrifar forritið. Hér er
athugað hvort forritið keyrir,
þ.e.a.s. hvort forritið skili ein-
hverjum sennilegum niðurstöð-
um fyrir venjuleg gögn.
Næsta skref er að prófa hverja
einingu forritsins nánar. Öll sam-
eiginleg undirforrit þarf að prófa
sérstaklega vel, og tryggja að þau
skili „réttum" niðurstöðum í öllum
tilvikum. Hér þarf að prófa hvort
hver einstök eining forritsins skili
réttum niðurstöðum við öll venju-
43