Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 48

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 48
AF TÖLVUSVIÐI þegar farið var að tengja net við net og einstök net eða klasa af þeim um síma- eða gagnalínur við stærri tölvur. Hér er kominn grundvöllurinn að samvinnslu sem nú verður tekið til við að fjalla um. SAMVINNSLA. Þungamiðja sérhvers upplýs- ingakerfis, með eða án tölvu, er gögnin sem kerfið safnar, geymir og ráðstafar. í tölvukerfum stærri fyrirtækja og stofnana eru þetta skrár og gagnagrunnar sem venjulega eru geymd á seguldis- kum fjölnotendatölva. Þetta hefur verið nefnt að gögn séu miðlæg. En eins og fram hefur komið hér að framan þarf vinnsla gagna ekki nauðsynlega að vera mið- læg, þ.e. fara fram á stórri tölvu. Verksvið fjölnotendatölvanna, einkum stórtölvanna, er að breyt- ast. Forkólfar samvinnslu stað- hæfa að stórtölvurnar muni fyrst og fremst verða þjónustuaðilar (servers) fyrir miðlæg gögn, en gagnavinnsla muni flytjast yfir á aðrar tölvur og tölvumiðstöðvar í samvinnu við stórtölvurnar. Þessu til stuðnings er vísað í ritstjórnargrein tímaritsins COMPUTERWORLD frá 29. febrúar síðastliðnum, en þar segir í niðurlagsorðum: „IBM hefur gert sér grein fyrir því að sérhver hluti upplýsingakerfis hefur sínu hlut- verki að gegna. Einmennings- tölvan er magnþrunginn gluggi til umheimsins, einföld í notkun og viðbragðsgóð. Miðlungsstórar tölvur og svæðisnet tengd þeim eru ákjósanlegur miðill til þess að dreifa og deila upplýsingum í fyrir- tækjum og stofnunum. En þegar vinna skal úr miklu af gögnum, er IBM þeirrar skoðunar að enginn standi stórtölvunni á sporði.“ (Snörun greinarhöfundar). Samvinnsla nýtir þessa verka- skiptingu sem hér hefur verið drepið á en talað er um sam- vinnslu þegar ákveðnu tölvuverk- efni er skipt upp í hluta, úrvinnsla hlutanna fer fram í mismunandi tölvukerfum samtímis (þannig kemur það notandanum fyrir sjónir) og án sérstakrar íhlutunn- ar notandans. Mikilvægt er að hafa í huga að tölvuverkefni í samvinnslu er órofin heild, en ekki einstakir hlut- ar sem unnir eru í röð. Einnig, að notandi verður ekki var við þegar vinnsla flyst frá einum hluta verk- efnisins til annars, frá einni tölvu til annarrar. Draga má hliðstæðu við forrit sem vísar ákveðnum aðgerðum til undirforrits (subroutine). Tengi- flötur forritanna er nákvæmlega skilgreindur og stjórn aðgerða gengur frá aðalforriti til undirfor- rits og til baka aftur án vitneskju notandans. HVAÐ ER NÝTT? Er hér ekki verið að lýsa þeirri velþekktu aðgerð að flytja gögn frá stærri tölvu yfir á ET til áfram- haldandi vinnslu? Svo er ekki. Þannig gagnaflutningur er röð af aðgerðum sem notandinn verður að stjórna og hafa umsjón með. Þessu er lýst á mynd (2). Notandinn sendir beiðni til gagnagrunns um útdrátt gagna. Þá fer fram mat á því hvort not- andinn hefur aðgang að umbeðn- um gögnum. Ef beiðni er sam- þykkt er hún send af stað og venjulega sett í vinnsluröð með öðrum verkefnum. Eftir að út- drætti gagna er lokið verður not- andinn að setja sig í samband við gögnin, flytja þau yfir og breyta í vinnsluhæft form fyrir einmenn- ingstölvuna. Þá fyrst getur greining gagn- anna hafist og í framhaldi af henni fær notandinn (vonandi) lausn vandamála sinna. Vinnslurásin hér að framan gerir notandanum ekki kleift að vinna við verkefni sín í samfellu. Hann verður að snúa sér að öðru verkefni meðan beðið er eftir hin- um ýmsu vinnslustigum tölvunn- ar. HVERS VEGNA SAMVINNSLA? Markmið samvinnslu er að vefa einstaka verkþætti þannig saman að í augum notandans verði verk- efnið ein órofa heild. Með því móti 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.