Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 51

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 51
TOLVUR - HUGBÚNAÐUR - TÆKNI UMSJÓN: LEÓ M. JÓNSSON TÆKNIFRÆÐINGUR. MYNDRÆN GAGNAVINNSLA Á WANG Míkrógrafía nefnist sú tækni sem gerir kleift að mynda skjöl og varðveita á örfilmum sem síðan má stækka nægilega til að þau megi skoða, Ijósrita eða nota á annan hátt. Með örfilmum má minnka skalageymslurými um hvorki meira né minna en 98%. Það er of djúpt í árinni tekið að segja að örfilman geti útrýmt skjölum þar sem lög segja til um að ákveðin skjöl verði að geyma. Með örfilmum má hins vegar draga verulega úr afritun. Optískir diskar hafa svo skapað nýja möguleika á því að nýta míkró- grafíu með tölvum og auka þann- ig til muna það hagræði sem ör- filmurnar hafa skapað og er fyrst og fremst fólgið í því rými sem sparast, eftir sem áður er mikið mas við að nálgast og skoða skjölin. Um þessar mundir er verið að taka upp nýja aðferð í upplýsinga- tækni í flestum stærstu fyrirtækj- um Bandaríkjanna, í fjölda banka, hjá tryggingafélugum og opinber- um aðilum. Hér er um að ræða „Image System“ (IS) sem nefnt hefur verið myndvinnsla eða samræmd myndvinnsla (IIS). Ef til vill verður hægt með mynd- vinnslu, það sem algjörlega mis- tókst með tölvum; að draga úr pappírsflóðinu sem aldrei hefur verið meira en nú: Hugsanlega getur þessi tækni komið í veg fyrir að regnskógum við Amason og víðar verði eytt í þágu pappírs- framleiðslu. Wang er komið langt á sviði myndvinnslunnar og býður nú þróað og fullreynt kerfi sem það nefnir WIIS en það er skammstöf- un á Wang Integrated Image System. Þetta kerfi gerir kleift að mynda, geyma og sækja á skjá alls konar myndræn gögn svo sem Ijósmyndir, handskrifuð bréf, nótur o.fl. Með því að notaoptíska diska til að geyma þessar myndir með stafrænum kóða má spara ótrúlega mikið geymslurými og vinnu við skjalavistun. Með WIIS- kerfinu er nánast búið að girða fyrir ýmis mannleg mistök. Sem dæmi má nefna að í myndvinnslu eru hverfandi líkur á því að skjal sé vistað á röngum stað og hverf-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.