Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 54
TÆKNI
TÖLVUHÖNNUN í UNDRALANDI
HVERNIG TÖLVUTÆKNIN AUÐVELDAR OG EYKUR MÖGULEIKA í AUGLÝSINGUM,
SKREYTINGU OG SKILTAGERÐ.
Það er ekki lengur framtíðarsýn
að hönnuður sitji við tölvu í stað
teikniborðs. Þeir iðnhönnuðir
sem nota fullkomnustu grafísku
tölvukerfin nútildags hafa sagt
skilið við teikniborðið og jafnvel
hent því. Þeir notast jafnvel ein-
göngu við tölvubúnaðinn og hnit-
ara sem fluttur er til á plötu til að
hanna og teikna þau verk sem
unnið er að.
Ásgeir Ásgeirsson auglýsinga-
teiknari rekur, ásamt öðrum, fyrir-
tækið Undraland í Mosfellsbæ.
Fyrir rúmu ári síðan keyptu þeir
grafíska tölvusamstæðu ásamt
hugbúnaði frá Signus í V-Þýska-
landi. Um er að ræða tvær tölvur,
aðra frá IBM en hina frá DEC, tvo
skjái, prentara og tölvustýrðan
filmuskera/teiknara (plotter) frá
Aristo. Með þessum búnaði vinna
Ásgeir og starfsmenn hans fjöl-
breyttustu verkefni fyrir ótal aðila.
í grófum dráttum vinnur tölvu-
búnaðurinn þannig að á IBM tölv-
una eru verkefni skráð og forunn-
in, svo sem hönnun, innskrift, let-
urgerð, teiknun og litun ásamt
gerð ýmissa tilbrigða. DEC tölvan
tekur síðan við boðum og stýrir
tölvuteiknaranum sem skilar
myndinni á pappír, plast, filmu,
dúk eða annað efni eða sker
hana út í límfilmu. Með þessum
búnaði framleiðir Undraland m.a.
filmur fyrir silkiprentun sem not-
aðar eru til prentunar á stærri
límmiðum. í þeim tilvikum er not-
aður filmuhnífur í stað penna í
sjálfvirka tölvuteiknaranum og er
nákvæmninni best lýst með því
að hægt er að skera línu allt niður
í 2/100 hluta úr millimetra á
breidd. (Hámarksfrávik eru +/-
1/100 mm).
Ásgeir segir það skipta veru-
legu máli fyrir gæði í prentun að
skurður sé sem grennstur og
skarpastur og með þessari tækni
sé sá galli úr sögunni að útlínur
stafa eða lína verði loðnar og
óhreinar eftir því sem fyrirmyndin
er meira stækkuð. Filmur sem
unnar eru með þessari tækni eiga
að geta dregið töluvert úr kostn-
aði við silkiprent, m.a. með lækk-
un kostnaðar við filmugerð þótt
aðalatriðið sé að hún gerir kleift
að prenta stóra límmiða með mun
meiri gæðum en hingað til hefur
tíðkast, að sögn Ásgeirs.
ÓTRÚLEGIR MÖGULEIKAR Á LETRI
Sem dæmi um þá miklu mögu-
leika sem tölvutæknin býður
uppá má nefna leturgallerí kerfis-
ins. Ásgeir hefur íslenskað letur-
fonta þannig að íslenskir stafir eru
til reiðu í tugum mismunandi let-
urgerða í óteljandi afbrigðum sem
sífellt fjölgar. Eigi t.d. að vinna
með ákveðna klysju (dæmi; heiti
fyrirtækis) er hún fyrst fundin í
prentaðri gagnaskrá, þegar tilvís-
unarnúmer hefur verið slegið inn
birtist efnisskrá viðkomandi
klysju á skjánum. Eftir að ákveðin
hefur verið stærð klysjunnar er
gefin ákveðin skipun og klysjan
birtist í lit á 14 tommu grafískum
háleysniskjá. Með hnitaranum og
skipunum frá hnappaborði er
hægt að breyta stafagerð að vild,
teygja upp, þjappa saman eða
draga sundur. Hægt er að breyta
hlutföllum t.d. að mynda klysjuna
í sömu lengd en helmingi lægri
eða öfugt. Á sama hátt er hægt að
Teikniborðið hefur breyst í tölvuskjá og hnitara. Tölvan hefur tekið við hlutverki teikn-
ingasafns, skissublokkar og límstafa auk þess sem hún er allt sem þarf til hreinteikning-
ar. Ljósmynd: Kristján E. Einarsson.
54