Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 56

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 56
Þannig birtist grunnteikningin (Mercedes Benz sendibíll) á skjánum. Meö hnitara er teiknað inná myndina. Letur eöa teikningar má sækja í gagnabanka eöa biöminni, ákveöa stærö og hlutföll og setja inná grunnteikninguna. Eftir aö búiö er aö hanna útlit bílsins sér tölvubúnaðurinn um aö skera merkingar út úr límdúk. Einn kostur viö þetta kerfi er sá aö merkingar fara á bílinn án samskeyta og því minni hætta á aö dúkurinn losni af og skemmist. Ljósmynd: Kristján E. Einarsson. HAGRÆÐING OG TÍMASPARNAÐUR Ásgeir nefndi nokkur dæmi um verkefni sem hann heföi unniö meö aðstoð þessara tækja. Undraland hefur tekiö að sér skreytingu flugvéla, sviffluga, svifdreka, flugvélamódela, sport- og fiskibáta og meira aö segja hafa byssur veriö skreyttar. Af öðrum verkefnum má nefna Ijósaskilti af öllum gerðum, úti- og inniskilti, skilti á knattspyrnuvelli, keilubrautir auk gluggamerkja og skreytinga. Þá er ótalinn sá þáttur sem Ásgeir telur aö geti orðið verulegur á næstunni en þaö er filmuskurður fyrir prentmynda- gerð. Ásgeir nefndi einnig að Undra- land ynni ýmis verkefni fyrir aðra auglýsingateiknara en með þess- um tölvubúnaði væri unnt að spara mönnum gífurlega mikla nostursvinnu við hreinteikningu margháttaðra verkefna. Nefndi hann sem dæmi að hægt sé að láta tölvuna forma stafi, setningar eða stafalínur í hring, á sívalning, í fjarvídd eða nánast eins og hug- myndaflugið leyfir. Fram að þessu hafa grafískir möguleikar fullkominna tölvu- kerfa einskorðast við það sem hægt er að gera á litskjánum sjálf- um. Það er hins vegar tæplega á færi einstaklinga að kaupa þann flókna og dýra búnað sem þarf til að koma slíkri hönnun af skjánum og yfir í áþreifanlega mynd t.d. á litskyggnur, pappír eða plast- filmu. Þennan þröskuld hefur Undraland yfirstigið, annars veg- ar með fullkomnum tölvuteiknara (plotter) fyrir stórt snið sem jafn- framt sker út filmu en hins vegar með því að nota límfilmu og geta notað hvaða lit sem er á henni. Þessi fullkomni tækjabúnaður ásamt þeirri efnistækni sem nú er til staðar þýðir einfaldlega að bylt- ing hefur átt sér stað í grafískri iðnhönnun hérlendis' L.M.J. 56

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.