Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 59
Með honum er músargangurinn
aðlagaður að þeim kerfum sem
unnið er með, t.d. með hjálp
draglista, þ.e. valmynda sem birt-
ast á skjánum. Með einni skipun
er síðan skipt á milli mismunandi
stýringa. Stýribúnaðurinn ásamt
hjálparhugbúnaði er á tveimur
disklingum. Á öðrum þeirra er
ennfremur uppsetningarforrit
sem gerir kleift að setja músar-
stýringuna upp t.d. á harðdisk
með einni skipun: „Install".
Til að nota Logitech-músina
þarf viðkomandi hugbúnaður að
vera gerður fyrir s.k. Microsoft
músargang (MS driver) og stýri-
kerfið verður að vera MS-DOS
2.0 eða síðari útgáfa (hærri tala).
Auk þess sem tölvan þarf að hafa
a.m.k. 256 kb vinnsluminni og
a.m.k. CGA-grafík, tvö disklinga-
drif eða eitt og harðdisk.
Þrjár mismunandi gerðir eru
boðnar: Seríal-músin sem tengd
er í seríalport tölvunnar (sam-
skiptakort verður að vera í tölv-
unni, Móðurborðs-músin (Bus
Mouse) sem tengd er tölvunni
með ístungukorti og teppir þannig
ekki seríalportið og svo sérstök
gerð fyrir IBM PS/2.
Það kann að vefjast fyrir manni
að finna út hvort Logitech-músin
vinni með ákveðnum hugbúnaði.
í handbókum kerfa er að finna
lista yfirþær mýs sem kerfið gerir
gildar. Á sumum þeirra lista er
ekki að finna Logitech Seríal-
músina. Það þarf ekki að þýða að
hún sé ekki gild, séu t.d. einhver
eftirtalinna enskra vöruheita á
listanum er hún fullgild: PC Mou-
se frá The Mouse System Corp.,
The Torrington Manager Mouse,
Visi-On Mouse. Auk þessara gild-
ir nýja Logitech-músin í kerfum
sem tiltaka eldri gerðina, Logit-
ech C7-músina.
Músin er tengd seríalportinu í
AT-vélum beint með 9 pinna
RS232 tenginu og PC/XT-vélum
með 9/25 pinna millistykki sem
fylgir.
FARTÖLVA
TENGD SJÓNVARPSSKJÁ
Með nýju og fyrirferðarlitlu tæki
er nú unnt að tengja fartölvuna
Amstrad PPC við litsjónvarp og
nota það sem litskjá með tölv-
unni. Tækið sem nefnist PC-TV
Adaptor er framleitt af Vine
Micros í Bretlandi og kostar innan
við 6 þúsund krónur hjá Tölvu-
landi (áður Bókabúð Braga). Inni-
falið í verði og með tækinu fylgir
hugbúnaður á disklingi auk þeirra
snúra og tengla sem nauðsynleg-
ir eru. Auk forritsins sem fylgir
þessu tæki þarf forrit sem er á
stýrikerfisdisknum sem fylgirtölv-
unni.
Það kann að vera svolítið snúið
að fínstilla sjónvarpstækið eftir
tengingu, fer þó líklega nokkuð
eftir tækjum, en eftir að það hefur
gverið gert einu sinni er það leikur
einn uppfrá því. I meðfylgjandi
forriti er stýring sem gerir kleift að
miðja myndina á skjánum, bæði
lárétt og lóðrétt og er það gert
með skipunum sem slegnar eru
inn á tölvunni. Sé notuð rás í sjón-
varpinu fyrir tölvuna sem ekki er
notuð fyrir annað þarf ekki að
endurstilla myndina.
í forritinu er einnig að finna
skipun sem skiptir á milli 50 og 60
megariða. Sérstakt „videóport" á
tölvunni auk 9 pinna skjáportsins
ertengt PC-TV-tækinu með með-
fylgjandi snúrum og tækið síð-
anm tengt sjónvarpi og straumbr-
eyti. Með þessum búnaði er auð-
velt að taka það sem unnið er
með tölvunni upp á myndband.
Aðalkosturinn við þetta tæki er
hins vegar sá að það gefur mögu-
leika á að nýta liti til fulls í mörgum
vönduðum hugbúnaðarkerfum
með Amstrad fartölvunni.
59