Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 61
senda á milli tölvanna þarf PC
tölvan að vera með seríalkort
með Com 1 porti (ekki sama og
seríal prentaraport). Samskiptin
fara síðan fram með ASCI-kóða
(DOS-skjal).
Önnur spurning sem vaknar
varðar hámarksstærð skjala
þegar haft er í huga að vinnslu-
minnið er aðeins 32 kb og hluti
þess upptekinn fyrir forrit. Því er til
að svara að Z88 er búin enn einni
snilldarlegri lausn hvað þetta
varðar. Um tvo möguleika er að
ræða, annars vegar er hægt að
flytja skjal út á seríalportið og
geyma í biðminni þess á meðan
viðbót eða annað skjal er skrifað
en hins vegar er hægt að hafa
aukakubba (ROM) og nota á
sama hátt og disklingar eru not-
aðir í PC tölvum.
Að lokum má nefna tvo kosti
sem prýða Z88 umfram margar
ódýrar dvergtölvur. Miðverkið í
Z88 er byggt á orkuvægu afbrigði
örgjörvans Z80 og minnisrása
(CMOS). Hitt atriðið er sérstak-
lega hannaður mænustrengur og
vinnsluferli í miðverki sem gerir
það að verkum að aðgerðahraði
þessarar tölvu er miklu meiri en
tiftíðni gjörvans, 3 megarið, gefur
vísbendingu um. Bæði er hún
leiftursnögg að vinna flóknustu
verkefni og þessi hraði er m.a.
lykillinn að þeim eiginleika Z88 að
hægt er að vinna með sömu gögn
jöfnum höndum og nánast sam-
tímis í ritvinnslu og töflureikni.
Annað sniðugt atriði er að hægt
er að hætta í miðju verkefni hve-
nær sem er án þess að vista það
sérstaklega í minni. Það nægir að
styðja á báða „shift“-hnappana.
Þannig býðurtölvan, jafnvel mán-
uðum saman, og sé aftur stutt á
sömu hnappana er skjalið aftur á
skjánum þar sem frá var horfið.
Áður en skilist er við Z88 skal
telja upp þau forrit sem fylgja tölv-
unni. Fyrsteraðtekjaritvinnsluna
sem nefnist PipeDream en hún
inniheldur allar helstu ritvinnslu-
aðgerðir sem þörf er fyrir. Þá er
töflureiknir, dagbók, dagatal,
klukka, vekjari, reiknivél, skrá-
stjóri, samskiptakerfið l/E ásamt
BBC Basic, allt á meðfylgjandi
ROM-kubbi.
í samabandi við aðrar viðbætur
má nefna að 128 kb EPROM-
kubbar kosta um 5 þúsund krónur
og 32 kb um 2 þúsund. Þá er ekk-
ert því til fyrirstöðu að stækka
vinnsluminnið í Z88 í og yfir
megabæti. Það má gera með 512
kb stækkunarkubbum sem kosta
um 20 þúsund krónur.
ATHYGUSVE
PRENTARI
í síðasta tölublaði Frjálsrar
verslunar sagði frá nýju tæki sem
Míkró í Reykjavík hefur á boðstól-
um og nefnist „The Logical Conn-
ection“. Tækið leysir á hagkvæm-
ari hátt það vandamál þegar t.d.
þarf að tengja fleiri en einn prent-
ara við sömu tölvu eða margar
tölvur við sama jaðartækið (bls.
56 „Fjöltengivandinn leystur").
En Míkró h.f. lumar á ýmsu
fleiru merkilegu. Meðal þess er
ein af nýjustu gerðum Oki tölvu-
prentara, Microline 390/391.
Munurinn á þessum tveimur er sá
að 391 er með breiðvals en að
öðru leyti eru prentararnir eins.
Prenthausinn er 24 nála og er
það ein af ástæðunum fyrir því
hve prentarinn er lágvær eða 52
dd(A) í sérstakri stillingu (annars
55 db(A)) og einnig ástæðan fyrir
því hve leturgæðin geta verið
mikil.
Það sem skiptir mestu máli er
að afköst þessa prentara geta
verið frá 90 stöfum á sekúndu í
vönduðu ritvélarletri og uppí 270
stafi á sekúndu í gagnaprentun
með góðu letri. Prentarinn getur
skilað 3 afritum auk frumritsins og
í grafík skilar hann myndum með
leysni sem er 360x360 doppur/
tommu.
Mismunandi leturfontar að eig-
in vali eru á sérstökum dvergdisk-
um sem stungið er í prentarann
að framanverðu. Með tímanum
mun vera stefnt að því að hægt
verði að velja úr mun meira úrvali
íslenskaðra leturfonta. Nú eru í
boði leturfontarnir Gothic og
Prestige og hægt að prenta feit-
letur, skáletur, letur með misjöfnu
61