Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 62

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 62
TÆKNI stafabili, tvö- og þrefalda stafa- hæð, undirstrikað, gegnumstrik- að, yfir- og undirskrift o.s.frv. Pappírsmeðhöndlun í þessum prentara skapar ýmsa möguleika sem geta komið sér vel sums staðar. Samfellu má þræða á 3 vegu, upp í gegnum botn prentar- ans, aftan frá eða ofan frá. Pappír má færa í báðar áttir og prentar- inn er búinn sérstökum haldara sem gerir kleift að losa samfell- una af valsinum, halda henni í prentaranum og þræða hana sjálfvirkt inn á valsinn aftur í þeim tilfellum þegar skjóta þarf stakri örk inn á milli. Til nánari útskýr- ingar getum við tekið dæmi: Sé verið að prenta á límmiða á sam- fellu er auðvelt að gera hlé á þeirri prentun til að prenta út bréf eða reikning. Þá er stutt á hnapp, samfellan bakkar út af valsinum, örk eða reikningi er stungið í prentarann og prentað, örkin tek- in úr og stutt aftur á hnappinn og samfellan þræðist sjálfkrafa á nýjan leik. Ýmsan aukabúnað má fá með Microline 390/391 svo sem sjálf- virkan íleggjara fyrir arkir, papp- írsdraga o.fl. Microline 390 með hliðtengi (Centronics) mun kosta frá 65 þúsund krónum og er til sölu hjá öllum helstu tölvuselj- endum. SKEMMDARVERK 0G „TÖLVUVEIRUR" Fyrir nokkrum árum síðan var algengt að talað væri um að tölva, í fyrirtæki eða stofnun, hefði gert þessa eða hina vitleysuna. Brögð voru að því, ef ekki algengt, að frásögnin væri orðuð á þann veg að ætla mætti að tölvan hefði tek- ið vitleysuna upp hjá sjálfri sér. Á síðastliðnum áratug, sérstaklega á fyrri hluta hans, þótti henta vel að hafa tölvur til blóra, þeim var kennt um margt sem aflaga fór vegna mannlegra mistaka við for- ritun, kerfissetningu og/eðatölvu- vinnslu. Þetta ásamt takmarkaðri tölvufræðslu í framhaldskólum hefur átt drjúgan þátt í að skapa almenna tölvufælni hérlendis á þessum tíma eins og víða annar- staðar. Nú hefur líklegast orðið breyt- ing á því fleiri en einn og fleiri en tveir segjast hafa tekið eftir því að fólk er hætt að kenna tölvum um alls konar mistök og klúður, a.m.k. sé hætt að tala um tölvuna í 3. persónu sem geranda með sjálfstæða hugsun. Sé þetta rétt eru íslendingar komnir framúr ýmsum Evrópuþjóðum í jákvæð- ari afstöðu til tölvutækninnar. Samt sem áður virðist enn grunnt á hégiljum í sambandi við tölvur og er það nýjasta s.k. tölvuveira en nafngiftin er sérstaklega til þess fallin að gefa í skyn að um einhvers konar líffræðilegt fyrir- brigði sé að ræða. Staðreyndin er hins vegar sú að tölvuveira er ákveðið tæki sem notað er til nútímaskemmdar- verka - eiginleikar og hraðvirkni rafeindatækninnar er m.a. notað til þess að eyðileggja verðmæti í stað þess að nota dínamít. Og af því minnst er á dínamít er ekki úr vegi að geta þess að eitt fyrsta skemmdarverk í heiminum sem beint var gegn rafreikni mun hafa átt sér stað í Noregi árið 1944 þegar menn úr andspyrnuhreyf- ingunni sprengdu í loft upp s.k. Watson-rafreikni í Osló. Sú vél var frumstæður gataspjaldalesari sem Þjóðverjar notuðu í sam- bandi við útskrift á herkvaðning- um. Markmiðið var að kalla til s.k. vinnuþjónustu 3 árganga norskra unglinga - og væntanlega til að senda hluta þeirra til austurvíg- stöðvanna. Watson tölvubúnað- urinn þýski var eyðilagður með dínamíti. Á sama hátt og veira ræðst gegn sýktri frumu með því að yfir- taka stjórn hennar og láta frum- una tormíma sjálfri sér getur ákveðið tölvuforrit látið hugbúnað eyðileggja sig sjálfan. Slíkt forrit, sem gert er af kunnáttu, hefur verið nefnt á ensku,, Logic bomb“ sem þýða mætti sem rökræn sprengja. Það er þannig forrit sem nú er farið að kalla tölvuveiru en ætti ef til vill fremur að nefna gagnaspilli. Forritið getur „blekkt“ tölvu til þess að eyða ákveðnum skrám, jafnvel öllum skrám sem lúta stjórn miðverksins. Það getur t.d. gefið skipun um að forsníða harða diska, þótt sú aðferð sé ekki sérlega eftirsóknarverð vegna þess hve hún getur verið seinvirk. Forritið gæti t.d. ruglað skrám þannig að þær verði næst- um ónothæfar og síðan eytt þeim ef tími vinnst til, aðferðirnar eru nánast óteljandi. Margar aðferðir eru við að koma rökrænum sprengjum fyrir í tölvukerfum. Ein er sú að koma sprengjunni fyrir og fela í hugbún- aði sem boðinn er hverjum sem hafa vill endurgjaldslaust (Public Domain) en með því móti getur veiran eða gagnaspillirinn breiðst ört út. Rökrænar sprengjur getur verið mjög erfitt að finna. Forritið Framhald á síöu 64 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.