Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 66

Frjáls verslun - 01.07.1988, Síða 66
TÆKNI HUGBÚNAÐUR.. Framhald af síðu 64 velt með að læra notkun þess. Sú lausn er samt sem áður óraun- hæf af þeirri einföldu ástæðu að vandamálið snýst ekki um getu til að læra heldur viljaleysi - viðjar vanans. Eins og svo oft áður er lausnin of einföld til þess að margir komi auga á hana. Hún er fólgin í því að hanna ritvinnsluk- erfi sem er jafnoki eða betrungur hvað varðar getu, eigileika og vinnsluaðgerðir í samanburði við þau vinsælu (og dýru) kerfi sem ætlunin er að keppa við og tefla síðan saman vinnslustýringu og mismunandi notendaskilum (á ensku, user interface) þeirra kerfa sem fólk er vant að nota. Með öðrum orðum: Sprint ritvinn- slan frá Borland getur lotið skip- anakerfi WordPerfect, MS Word, WordStar eða SideKick eftir því hverju þessara kerfa notandinn ervanur. Notandinn velureinfald- lega þau notendaskil sem hann er sáttur við og notar síðan Sprint ritvinnsluna með þeim skipunum sem hann er vanastur. Eflaust má færa einhver rök fyrir því að með þessari aðferð sé verið að stæla eða líkja eftir öðr- um kerfum að einhverju leyti. Hætt er við að það yrði æði lang- sótt mál og því líklega hverfandi hætta á að notendur geti orðið fyrir óþægindum af þeim sökum. En snúum okkur að Sprint: Við fyrstu sýn inniheldur kerfið flesta þá eiginleika sem prýða tvö- og þrefalt dýrari kerfi. Það sem ef til vill er fyrst spurt um snertir prent- stjóra sem fylgja kerfinu, hvort þeir ráði við íslenska stafi og hvort þeir séu fyrir geislaprentara. í þeirri útgáfu af Sprint sem nú er verið að selja eru 350 mismun- andi prentarar skilgreindir. Eins og margir þekkja fylgja margir þeirra sama staðli þannig að ef til vill er aðeins verið að tala um 50- 100 raunverulega prentstjóra. Á meðal þeirra er að finna algeng- ustu gerðir geislaprentara auk þess sem kerfið lýtur PostScript síðusniðsskipunum og grafík. Hvað varðar íslensku stafina, eftir því sem FV kemst næst, er í kerf- inu möguleiki á eigin forritun prentarastýringar, á svipaðan hátt og hægt er að gera í Word- Perfect. Þannig hafa íslensku stafirnir verið settir inn fyrir ákveðnar tegundir prentara, bæði geisla- og nálaprentara, eft- ir því sem þörf hefur krafist, að sögn Sigurðar Jónssonar hjá Tölvudeild Hans Petersen h.f. sem selur Borland hugbúnað. Væntanlegum kaupendum er þó bent á að kynna sér þessa hlið málsins gaumgæfilega áður en kaup eru ákveðin. Einn þeirra kosta sem þetta kerfi hefur umfram flest önnur er mjög hugvitsamlega útfærð ör- yggisafritun. í WordPerfect þarf að skilgreina sérstaklega þann hátt sem hafa skal á öryggisafrit- Canon PC-7 ZOOM 70% ~ 122% Stækkar og minnkar frummynd Ljósritar 99 ljósrit í einu. Fastur vagn. Hljóðlaus ljósritunarvél. Ljósritar í fimm litum. Sjálfvirk lýsing og dekking. VIÐHALDSFRÍ LJÓSRITUNARVÉL Canou «— VERÐ AÐEINS KR.: 77.900 stgr. Þetta afmælisverð verður aðeins til áramóta. Canon m w oo AMfllVCRSARY >l<rifvélin hf Canon Suðurlandsbraul 12 Simi 685277 56 AMMIVERSARY 66

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.