Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 67

Frjáls verslun - 01.07.1988, Page 67
un, t.d. hve langt eigi aö líða á milli afrita, hvar eigi að geyma örygg- isafrit og hvernig. Þegar unnið er í WordPerfect verður maður alltaf var við þegar kerfið tekur öryggis- afrit, smá töf skapast í hvert skipti. í Sprint er þetta mál leyst þann- ig að öryggisafritun er alsjálfvirk og virkar í hvert skipti sem 3 sek- úndur líða á milli þess sem slegið er á hnapp og afritunin veldur engri röskun í ritvinnslunni. Samkvæmt mælingum og upp- lýsingum framleiðanda er hraði í algengustu aðgerðum meiri í Sprint en í öðrum kerfum sem það keppir við. Þá getur Sprint, eins og nýrri útgáfa af WordPerfect, haft margar skrár í vinnslu sam- tímis, t.d. má skipta skjánum í 6 sjálfstæða vinnsluglugga. í Sprint er leiðréttingarforrit og samheita- orðasafn (enskt) með 220 þús- und orðum, kerfið getur unnið með textadálka, samhliða á skjá eða í samfellu, það getur raðað skrám eftir stafrófi eða tölum, hægt er að teikna með því og það getur skipt sjálfvirkt orðum (ekki Ijóst hvort það skiptir íslenskum oðrum rétt). Þetta ritvinnslukerfi býður uppá neðanmál, sjálfvirka prentun hausa, sjálfvirkt blað- síðutal, innifelur orðaleit, tilvís- anamerkingu, getur búið sjálft til efnisyfirlit, getur unnið með sér- hannaðar síður o.fl. o.fl. Sprint vinnur á öllum 8088 og uppí 80386 IBM samhæfðum PC tölv- um og þarf 384 kb vinnsluminni. OS/2 útgáfa mun vera væntan- leg. Eins og er fylgja notendaskilin, þ.e. WordPerfect, MS Word, WordStar, SideKick auk þriggja annarra skelja með í verðinu (kr. 9.460-.) sem er auglýst kynning- arverð. í framtíðinni mun þurfa að kaupa þessar skeljar og greiða fyrir þær sérstaklega. Einn augljósra kosta við þetta ritvinnslukerfi er sá möguleiki fyrir fyrirtæki að endurnýja ritvinnslu- kerfi með hraðvirkara og ódýrara kerfi án þess að þurfa að endur- þjálfa starfsmenn eða senda þá á sérstakt námskeið. Hafi fyrirtæk- ið t.d. notað ritvinnslukerfið WordStar og skiptir yfir í Sprint er WordStar skelin einfaldlega valin og ritvinnslan heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist að öðru leyti en því að afköstin í vissum tegundum verkefna ættu að geta aukist verulega. Rétt er þó að benda á að þeir sem skila skjölum til prentunar á disklingum í prentsmiðjum geta ekki gengið að því sem gefnu að setningar- deildir geti tekið við texta sem skrifaður er í Sprint, a.m.k. ekki enn sem komið er. Það er vissara að spyrja fyrst. Sprint er áhugavert ritvinnslu- kerfi með ótrúlega fjölbreytta eig- inleika og vinnslusvið miðað við verð. Ýmsar flóknar aðgerðir, sem taka við þar sem segja má að ritvinnslu sleppi, eru einfaldar í meðferð og þægilegar. Þegar kemur að því að nota Sprint til einföldustu verkefna svo sem að skrifa stuttatilkynningu, greineða sendibréf er kerfið alls ekki jafn lipurt og önnur á svipuðu eða lægra verði. Þeir sem þurfa oft að skrifa stutt bréf og utan á umslög ættu t.d. að prófa Sprint vel í slík- um verkefnum áður en kaupin eru gerð. PageMaker og IBM Skrifborðsútgáfa er núna hagkvæinasti kosturinn til kynningar- og útgáfustarf- seini. Allt sem til þarf er PageMaker uinbrotsfor- ritið, Windows, IBM Personal Pageprinter og IBM AT, IBM XT286 eða IBM PS/2. Með IBM verður setning á bókum, fréttablöðum, kynningarritum, dagblöðum og auglýsinguin leikur einn. IBM skilur þig ekki eftir. Allar skrár, sem þú átt og voru unnar með gömlu ritvinnsl- unni, er hægt að lesa beint inn og setja upp á glæsilegan hátt nieð PageMaker. Og prentun á IBM Personal Pageprinter geislaprentarann fullkomnar verkið. mognus Bolholti 6, s. 689420 JtÍ __________Þc8sl auglýsing er búin til mcð PageMaker og prcntuð á IBM Personal Pageprinter 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.