Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 14

Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 14
FORSIÐUGREIN SEÐLABANKIÍSLANDS: ÚR SKÚFFU í STOFNUN • HVAÐ GERA STARFSMENN SEÐLABANKANS ANNAÐ EN AÐ NAGA BLÝANTA • SEÐLABANKINN HEFUR VAXIÐ MINNA EN AÐRAR OPINBERAR STOFNANIR Seðlabanki íslands hefur verið umdeild stofnun allt frá því hann hóf starfsemi. Hann hefur verið stjómmálamönn- um vinsæll skotspónn og fleyg ummæli nýverið um blýants- nagara og hagfræðingastóð hafa farið víða. Um leið og þessi gagnrýni hefur beinst að bankanum hefur forsjármönn- um hans tekist að sveipa um stofnunina dulúð og virðingu sem ef til vill hæfir starfsem- inni sem þar fer fram. En hvaða starfsemi fer í raun fram í Seðlabanka íslands? Er eitthvað til í þeim fullyrðingum sumra stjómmálamanna að hann sé allt of stór? Að Þjóðhagsstofnun og Hagstofa ásamt ráðuneytum geti yfir- tekið mörg verkefni bankans? Og hvers vegna hefur Seðlabankinn vaxið úr því að vera deild í Landsbankanum í það að vera stofnun með 140 manns í vinnu á 7000 fermetra gólffleti? ÚR SKÚFFU í STOFNUN Sennilega eru það ýkjur að Seðlabank- inn hafi áður verið skúffa í Landsbankan- um en sannleikurinn er sá að með setningu Landsbankalaganna frá 1927 varð sá banki TEXTI: VALPÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON viðskipta- og seðlabanki í senn og starfaði sem slíkur allt fram til ársins 1957. Skiptist bankinn í sparisjóðsdeild, veðdeild og seðlabankadeild. Strax þá varð síðast- nefnda deildin fjárhagslega sjálfstæð og mótaði mjög starfsemi Landsbankans næstu árin á eftir. Þannig voru öll viðskipti banka, sparisjóða, ríkissjóðs og stofnana ríkisins við seðlabankann auk meginhluta gjaldeyrisviðskipta bankans. í umræðum á Alþingi 1927 og raunar næstu ár á undan voru háværar raddir um stofnun Seðlabanka íslands en meirihluta þingmanna fannst þá ekki tímabært að stíga skrefið til fulls. Það varð þó síðar eins og menn vita. 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.