Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 16
FORSIÐUGREIN
áætlanir um allt, sem varðar hlutverk
bankans.
Að annast önnur verkefni, sem
samrýmanleg eru tilgangi
bankans sem seðla-
banka."
Hér er víða
drepið penna og
greinilegt að þeir
sem sömdu lögin
og endurskoðuðu
síðar vilja veg Seðla-
bankans sem mestan og gera
miklar kröfur til þeirra sem þar starfa.
SÍVAXANDISTARFSEMI
Bjöm Tryggvason aðstoðarbankastjóri
hefur starfað við bankann frá því hann var
deild í Landsbankanum og er því manna
kunnugastur um starfsemina sem þar fer
fram og þær breytingar sem orðið hafa í
tímans rás. Hann sagði í samtali við Frjálsa
verslun að í gegnum árin hafi ríkisstjórn og
Alþingi stöðugt bætt verkefnum á starfs-
menn bankans og því hafi hann smám sam-
an vaxið upp í þá stærð sem hann er nú í.
En lítum nú aðeins á það helsta sem fram
fer í húsinu við Amarhól.
Hvað innlend viðskipti varðar má nefna
útgáfu á seðlum og mynt, en Seðiabankinn
tók við því hlutverki af ríkissjóði árið 1968
og dreifir bankinn nú seðlum til 23 staða
utan Reykjavíkur í samvinnu við banka og
sparisjóði. Er sérstök deild í bankanum
sem annast útgáfuna og einnig innköllun
ónýtra seðla en nokkrir starfsmenn
vinna við þann þátt.
Meðal verkefna
bankans em öll
bankaviðskipti
ríkissjóðs og hafa
öll laun úr ríkis-
sjóði verið greidd
með ávísunum á
reikninga bankans eða inn
á reikninga starfsmanna í öðmm
bönkum frá árinu 1960. Margar ríkisstofn-
anir sem fá framlög úr ríkissjóði, eins og
t.d. Tryggingastofnun ríkisins, em í við-
skiptum við bankann svo og ýmsir sjóðir.
Að flestra mati er meginhlutverk Seðla-
bankans fólgið í því að vera banki bank-
anna og hefur hann margvísleg afskipti af
peningamálum innlánsstofnana. Flest em
þau afskipti studd sérstökum lögum sem
sett hafa verið þar um og má nefna reglur
um lágmark lauss fjár sem þeim ber að
ráða yfir svo og skyldur um að binda hluta
innlána sinna á reikningi við bankann. Þá
má geta um heimild Seðlabankans til að
binda vaxtaákvarðanir banka og sparisjóða
til þess að tryggja að raunvextir útlána séu
ekki hærri en þeir em að jafnaði í okkar
helstu viðskiptalöndum.
Með lögunum frá 1986 vom settar ítar-
legri reglur um starfsemi bankaeftirlits
Seðlabankans, það gert mun sjálfstæðara
en áður var og má nefna að forstöðumaður
þess er nú skipaður sérstaklega af við-
skiptaráðherra, 6 ár í senn. Bankaeftirliti
er gert að hafa nákvæmt eftirlit með öllum
innlánsstofnunum, verðbréfamiðlumm og
fjárfestingarfélögum.
Viðskiptareikningar innlánsstofnana,
reikningar ríkissjóðs og ríkisstofnana auk
erlendra reikninga em færðir í aðalbók-
hald Seðlabankans og hjá Reiknistofu
bankanna, sem er til húsa undir samaþaki.
Seðlabankinn veitir innlánsstofnunum lán í
ýmsu formi t.d. víxillán, lán gegn verð-
bréfum, reikningslán og kvótalán vegna
afurðalána.
Erlendu viðskiptin em síst umfangs-
minni því Seðlabankinn annast gjaldeyris-
varasjóð landsins, varðveislu hans og
ávöxtun í erlendum skuldabréfum eða
innistæðureikningum hjá viðskiptabönk-
um bankans víða um heim. Er gjaldeyris-
varasjóðurinn fyrst og fremst ávaxtaður í
bandarískum dollurum, þýskum mörkum
og japönskum jenum. Auk þess sér bank-
inn ríkissjóði og innlánsstofnunum í land-
inu fyrir erlendri mynt og kaupir af þeim
þann gjaldeyri sem þessir aðilar þurfa að
losna við. Seðlabankinn sér um skráningu
á gengi erlendra mynta gagnvart íslenskri
krónu.
Eins og allir vita hafa íslendingar verið
afar drjúgir við að taka erlend lán á liðnum
Hvort sem mönnum líkar
betur eða ver er Ijóst að
verkefni Seðlabankans í dag
eru gífurlega umfangsmikil.
AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESSO
. SJÁLFVIRKAR
BIIAÞVOTTASTOÐVAR
í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI,
KEFLAVÍK, AKRANESI OG AKUREYRI
Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirku
bílaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu:
Skógarseli, Breiðholti
Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík
Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri
Tjöruþvottur og bón kr. 475,-.
Olíufélagið hf