Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 19

Frjáls verslun - 01.03.1989, Page 19
SEÐLABANKINN BRUGÐIST - SEGIR JÓN BALDVIN HANNIBALSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA ríkisins var í molum. 5 miljarðar króna runnu eftirlitslaust inn í hagkerfið með þessum hætti og starfsmenn Seðlabank- ans létu sem þeir vissu ekki hvað var að gerast. Þessi fjármögnunarfyrirtæki hafa lán- að fjármuni eins og um banka væri að ræða. Þau hafa brotið grundvallarreglur slíkra fyrirtækja með því að eyða áhætt- unni og taka veð fyrir allri sinni fyrir- greiðslu. Og enn þegir Seðlabankinn. Fleiri dæmi mætti nefna. Þessar breytingar á fjármagnsmarkaði breyttu mjög forsendum okurlaga. Þau urðu óvirk vegna þess að Seðlabankinn lét undir höfuð leggjast að auglýsa lögleyfða hámarksvexti. Fyrir það blæða þeir aðil- ar í samfélaginu sem misst hafa allt sitt í gin þessarar ófreskju. Þar ber Seðla- bankinn mikla sök.“ Jón Baldvin er hagvanur í fjármála- ráðuneytinu frá tíð fyrri ríkisstjómar. Hann ber saman störf sérfræðmga Seðlabankans annars vegar og þeima sem starfa í ráðuneytinu hins vegar: „Þar er ólíku saman að jafna. í fjár- málaráðuneytinu vinna 20 manns og álíka fjöldi í Fjárlaga- og hagsýslustofn- un. Það eru fyrst og fremst tveir menn sem bera meginábyrgð á öllum íjárlögum íslenska ríkisins en allur hópurinn er undir gífurlegu álagi vegna fjárlagagerð- ar nánast allt árið um kring. Fjármálaráðuneytið er ráðuneyti allra ríkisstofnana og fagráðuneyta. Vinnu- álag er því gríðarlegt og þar á bæ verða menn að vinna hratt og örugglega. í Seðlabankanum tfðkast önnur vinnu- brögð. Þar er ekkert sérstakt vinnuálag því hagsmunaaðilar og ríkisstofnanir knýja ekki á um úrlausn sinna mála án tafar. Þar liggur mönnum ekkert á og leggja frá sér blýantana þegar klukkan slær fimm“. Eins og allir vita er eitt meginverkefni Seðlabankans að gefa stjómvöldum upp- lýsingar um gang fjármála í landinu. Og Jón Baldvin er ekki ánægður með þann þátt í bankanum frekar en aðra: „Hlutverk Seðlabankans hvað varðar upplýsingagjöf um Qármagnsmarkaðinn hefur verið svo lítiLQörlegt að það er ekki vansalaust. Þetta átti að verða opinn samkeppnismarkaður en varð á örfáum misserum að Iokuðum markaði, sem þar að auki bjó við þá sérstöðu að sparifé varð verðtryggt og því án áhættu. Af- leiðingin varð hæsta raunávöxtun í heimi og lánafyrirgreiðsla sem ekkert fyrir- tæki gat staðið undir. Stofnun sem horfir upp á svona þróun án gagnrýni og aðvarana til stjómvalda er einfaldlega ekki verkefni sínu vaxin. Þess vegna hef ég gagnrýnt Seðlabank- ann og ég mun gera það áfram meðan tilefni er til“. Að lokum er Jón Baldvin Hannibals- son spurður hvers vegna hann sem fjár- málaráðherra og formaður flokks er fer með viðskiptamál hafi ekkert gert í mál- unum varðandi Seðlabankann: „Það er ekki rétt að ekkert hafi verið gert. Hvað varðar fjárrnögnunarfyrir- tækin margumtöluðu er Jón Sigurðsson viðskiptaráðhema að setja strangar regl- ur þar um. En það var ekki fyrir tilverkn- að stjómenda Seðlabankans heldur vegna þess að okkur og ýmsurn öðrum þingmönnum fannst að böndum yrði að koma á þessi fyrirtæki. Frekari aðgerðir hafa verið ræddar í ríkisstjóminni og ég vona að þar náist samstaða um einhverj- ar frekari aðgerðir á næstunni," sagði Jón Baldvin að Iokum. Jón Baldvin Hannibalsson: Það er stefna stjórnenda bankans að hann skuli vera ríki í ríkinu. 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.