Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 19
SEÐLABANKINN BRUGÐIST - SEGIR JÓN BALDVIN HANNIBALSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA ríkisins var í molum. 5 miljarðar króna runnu eftirlitslaust inn í hagkerfið með þessum hætti og starfsmenn Seðlabank- ans létu sem þeir vissu ekki hvað var að gerast. Þessi fjármögnunarfyrirtæki hafa lán- að fjármuni eins og um banka væri að ræða. Þau hafa brotið grundvallarreglur slíkra fyrirtækja með því að eyða áhætt- unni og taka veð fyrir allri sinni fyrir- greiðslu. Og enn þegir Seðlabankinn. Fleiri dæmi mætti nefna. Þessar breytingar á fjármagnsmarkaði breyttu mjög forsendum okurlaga. Þau urðu óvirk vegna þess að Seðlabankinn lét undir höfuð leggjast að auglýsa lögleyfða hámarksvexti. Fyrir það blæða þeir aðil- ar í samfélaginu sem misst hafa allt sitt í gin þessarar ófreskju. Þar ber Seðla- bankinn mikla sök.“ Jón Baldvin er hagvanur í fjármála- ráðuneytinu frá tíð fyrri ríkisstjómar. Hann ber saman störf sérfræðmga Seðlabankans annars vegar og þeima sem starfa í ráðuneytinu hins vegar: „Þar er ólíku saman að jafna. í fjár- málaráðuneytinu vinna 20 manns og álíka fjöldi í Fjárlaga- og hagsýslustofn- un. Það eru fyrst og fremst tveir menn sem bera meginábyrgð á öllum íjárlögum íslenska ríkisins en allur hópurinn er undir gífurlegu álagi vegna fjárlagagerð- ar nánast allt árið um kring. Fjármálaráðuneytið er ráðuneyti allra ríkisstofnana og fagráðuneyta. Vinnu- álag er því gríðarlegt og þar á bæ verða menn að vinna hratt og örugglega. í Seðlabankanum tfðkast önnur vinnu- brögð. Þar er ekkert sérstakt vinnuálag því hagsmunaaðilar og ríkisstofnanir knýja ekki á um úrlausn sinna mála án tafar. Þar liggur mönnum ekkert á og leggja frá sér blýantana þegar klukkan slær fimm“. Eins og allir vita er eitt meginverkefni Seðlabankans að gefa stjómvöldum upp- lýsingar um gang fjármála í landinu. Og Jón Baldvin er ekki ánægður með þann þátt í bankanum frekar en aðra: „Hlutverk Seðlabankans hvað varðar upplýsingagjöf um Qármagnsmarkaðinn hefur verið svo lítiLQörlegt að það er ekki vansalaust. Þetta átti að verða opinn samkeppnismarkaður en varð á örfáum misserum að Iokuðum markaði, sem þar að auki bjó við þá sérstöðu að sparifé varð verðtryggt og því án áhættu. Af- leiðingin varð hæsta raunávöxtun í heimi og lánafyrirgreiðsla sem ekkert fyrir- tæki gat staðið undir. Stofnun sem horfir upp á svona þróun án gagnrýni og aðvarana til stjómvalda er einfaldlega ekki verkefni sínu vaxin. Þess vegna hef ég gagnrýnt Seðlabank- ann og ég mun gera það áfram meðan tilefni er til“. Að lokum er Jón Baldvin Hannibals- son spurður hvers vegna hann sem fjár- málaráðherra og formaður flokks er fer með viðskiptamál hafi ekkert gert í mál- unum varðandi Seðlabankann: „Það er ekki rétt að ekkert hafi verið gert. Hvað varðar fjárrnögnunarfyrir- tækin margumtöluðu er Jón Sigurðsson viðskiptaráðhema að setja strangar regl- ur þar um. En það var ekki fyrir tilverkn- að stjómenda Seðlabankans heldur vegna þess að okkur og ýmsurn öðrum þingmönnum fannst að böndum yrði að koma á þessi fyrirtæki. Frekari aðgerðir hafa verið ræddar í ríkisstjóminni og ég vona að þar náist samstaða um einhverj- ar frekari aðgerðir á næstunni," sagði Jón Baldvin að Iokum. Jón Baldvin Hannibalsson: Það er stefna stjórnenda bankans að hann skuli vera ríki í ríkinu. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.