Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 25
nokkrum árum með Útsýn og Sunnu
en þó öllu frekar með Ingólfi og
Guðna. Eftir að Sunna hætti störfum
stóð Ingólfur í Útsýn með flækta
stöðu. Fylgismenn Guðna voru nán-
ast aldir upp í persónulegri andúð á
Ingólfi - og öfugt! Fólk mat einstak-
lingana jafnvel meira en ákvörðunar-
staði, verð, þjónustu o.s.frv.
Ingólfi tókst aldrei að finnan annan
einstakling til að berjast við eftir að
Guðni í Sunnu hætti í ferðaiðnaðinum.
Hann fékk nýja keppinauta, ekki síst
Samvinnuferðir-Landsýn, sem stilltu
sér upp sem „ferðaskrifstofa þöl-
skyldufólks" með nýja staði, lágt
verð, nýjungar í greiðslukjörum o.íl.
„Guðnamenn", sem vildu sniðganga
Ingólf, gátu leitað á nýjar slóðir og
„Ingólfsmenn“ höfðu enga persónu-
bundna ástæðu til að forðast þessa
nýju aðila á markaðnum.
Ingólfur Guðbrandsson er enn eitt
dæmi þess að ímynd er sjaldnast
sterkt söluvopn nema þegar hún er
tengd góðri vöru, góðri þjónustu og
góðu verði.“
í Gallupkönnun Frjálsrar verslunar
vekur athygli að stærsta fyrirtæki
landsins, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga fær slæma útreið. Hvert
er mat Gunnars Steins Pálssonar á
þeirri niðurstöðu.
„Þá erum við komin að „Bjarti í
Sumarhúsum". Könnunin speglar á
vissan hátt andúð á stórum sam-
steypum. Samúð fólks liggur frekar
með einstaklingunum og litlu fyrir-
tækjunum. Sambandið fær auðvitað
sína útreið að auki vegna þess að það
stendur sig illa gagnvart almenningi,
þjónustugleðin er oft lítil og drifkraft-
inn vantar.
Dæmi um misheppnað ímyndar-
átak er herferð þeirra „Vinnum sam-
an“ sem út af fyrir sig var ágætlega
hugsað auglýsingaátak, en byggt á
sandi því innviðir fyrirtækisins voru
veikir og þjónustan að flestra mati
slæm.
Sambandið líður auðvitað fyrir
miklu meira. Það hirðir lítið um að
skola af sér Framsóknarrykið, sem
auðvitað stendur fyrirtækinu fyrir
þrifum, það er í erfiðum málaferlum
við kaupfélagsfólk og auðvitað hjálpa
miklar sögur um rekstrarerfiðleika
ekki upp á sakirnar."
25
AUK/SlA k3d4-686