Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 41

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 41
Gísli J. Johnsen og Skrifstofuvélar einbeita sér nú að sölu á IBM PS/2 Nýverið hófst stóraukið sölu- og markaðsátak á IBM PS/2 tölvum í nánu samstarfi IBM á íslandi við systurfyrir- tækin Gísli J. Johnsen sf. og Skrifstofu- vélar hf. Þessi tvö kunnu fyrirtæki hafa um árabil samanlagt verið stærsti sölu- aðili IBM einmenningstölva hérlendis. „Samhliða nýja samningnum munum við fækka söluaðilum IBM PS/2 ein- menningstölva," segir Friðrik Friðriks- son, framkvæmdastjóri á markaðssviði IBM. Sölusamningar við Örtölvutækni — Tölvukaup hf. og Magnus sf. eru útrunnir og verða ekki endurnýjaðir. Friðrik segir ennfremur að nú sé megin áhersla lögð á samstarfið við Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvélar. „Við vinnum einnig mun nánar með þeim við markaðssetningu og sölu en áður. Auk þess er náin sam- vinna milli okkar um innkaup á IBM vör- um. Með þessum nýja samstarfssamn- ingi fyrirtækjanna eru báðir aðilar sann- færðir um að hér verði um talsverða magnaukningu á viðskiptum að ræða." Hagstæðustu verðin á PS/2 Forráðamenn Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvéla hafa náð hagkvæmum farmgjaldasamningum með því að fá hverju sinni fulla gáma af tölvum og öðr- um búnaði beint frá IBM verksmiðjun- um. Þetta gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða enn hagstæðara vöruverð, en þau bjóða nú hagstæðustu verðin á PS/2 tölvum á markaðinum. „Hjá Gísla J. Johnsen og Skrifstofuvél- um hefur átt sér stað endurmat á áhersl- um milli vöruflokka, sem fyrirtækin hafa á boðstólum. Þar ber hæst fækkun vöru- merkja innan vöruflokka og stóraukin áhersla á tölvusölu," segir Erling Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri og annar eig- enda fyrirtækjanna. „Eftir að við gerðum nýja samstarfssamninginn við ÍBM á ís- landi, mun bæði GJJ og Skrifstofuvélar einvörðungu einbeita sér að sölu á IBM tölvum." „Með þessu erum við fyrst og fremst að auka þjónustu við viðskiptavini okkar, styrkja sölusamstarfið við þessi tvö fyrir- tæki og um leið tryggjum við enn aukna hlutdeild IBM tölva á íslenska markaðin- um,“ segir Friðrik. I framhaldi af samstarfssamningnum við IBM leita nú bæði fyrirtækin eftir sam- starfs- og söluaðilum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu, í Ijósi þess að um- talsverð áhersla verður lögð á IBM sölu- starfið og fyrirsjáanleg er aukin markaðs- hlutdeild á tölvusviðinu. Viðskiptavinir tengjast Á undanfömum árum hefur orðið ör þróun í tölvutengingum milli IBM og viðskiptavina fýrirtækisins um all- an heim. Þessa dagana kynnir IBM í Evrópu nýja stefnumörkun, þar sem þessi þjónusta er útfærð verulega. Þarna er um að ræða stöðluð tölvusamskipti (EDI) ásamt hefð- bundnum gagnaflutningi, tölvupósti og aðgangi að alþjóðlegum gagna- grunnum og þjónustukerfum IBM fyrirtækisins. IBM er nú leiðandi í þjónustu á þessum vettvangi og býð- ur hana með tvennum hætti: 1. Tenging á milli viðskiptavina IBM (IBM Information Network — IBM IN) Nýlega byrjaði IBM að bjóða við- skiptavinum sínum þá þjónustu að tengjast öðrum fyrirtækjum með tölvutengingu gegnum gagnanet IBM. Með þessu nýtist fyrirtækjum hið geysistóra alþjóðlega tölvunet IBM (IBM Information Network), sem spannar allan heiminn. Nú þegar hef- ur mikill fjöldi fyrirtækja tengt tölvur sínar þessu neti og hafa tölvusamb- and við viðskiptavini sína í gegnum það. Þjónusta þessi hefur mælst mjög vel fyrir og vex hópur notenda hröðum skrefum. 2. Tenging viðskiptavina við IBM (IBMLINK) Þegar AS/400 tölvukerfið var kynnt íjúní 1988, kynnti ÍBM á íslandi aðra þjónustunýjung, sem heitir DIAL- IBM. AS/400 tölvan er sérstaklega hönnuð til að tengjast alþjóðlegum þjónustukerfum ÍBM. Nú þegar hafa margar AS/400 tölvur á íslandi verið tengdar við þetta net. Þessir þjónustumöguleikar munu án efa hafa mikil áhrif á tölvuvæðingu fyrirtækja þegar fram í sækir. Á næst- unni verður nánar greint frá þessum nýjungum hér í Innskoti. IBM hélt tölvusýningu dagana 14. og 15. febrúar á Akureyri. Þar voru sýndar helstu nýjungar, millitölvurnar AS/400 og S/36, PS/2 með ýmsum hugbúnaði og versl- anakerfið frá IBM svo nokkuð sé nefnt. Fjölmenni var á þessum tölvudögum á Akureyri. Á myndinni má sjá Sigrúnu Hörpu Hafsteinsdóttur kerfisfræðing hjá IBM sýna þremur áhugasömum það nýjasta. Þær eru frá vinstri: Aðalheiður Guðmunds- dóttir frá Iðnaðarbankanum á Akureyri, Ingibjörg Ringsted og Margrét Melsted frá Iðnaðarbankanum á Akureyri. 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.