Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 48

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 48
STJORNUN mikið sé um vonda fundi. Ennfremur má segja að fundir séu jafn góðir og mennimir sem þeim stjórna. Fundar- gestir verða auk þess að vera vel und- ir fundina búnir og umræðan má ekki fara út um víðan völl. En flestum þeim fundum sem ég hef setið hefur að mínu mati ekki verið nægilega vel stjómað og ég reyni að sækja eins fáa fundi og ég kemst af með. Hins vegar er nauðsynlegt að boða fundi innan stjórnkerfisins til þess að ná fram ein- ingu og samþykki um tilteknar að- gerðir,“ sagði Stefán Friðfinnsson að- stoðarmaður utanríkisráherra. Að mati Stefáns eru fjölmennir fundir óæskilegir og allt of tíðir hér á Islandi. „Hvort sem þú ert á fundi eða við nefndarstörf er það nú einu sinni þannig að aðeins fáeinir menn gera allt sem gera þarf en hinir ekki neitt og þess vegna er viðvera þeirra í raun óþörf. Bestu fundimir em þeir sem aðeins einn er viðstaddur, það sparar verulegan tíma. Kannski er mjög kaldhæðnislegt af mér að segja þetta en ég læt það flakka. En ég vil ítreka þá skoðun mína að fundir geti verið mjög gagnlegir. Japanir sem þekktir eru fyrir að taka skynsamlegar ákvarðanir em sagðir fundaglöðustu menn í heimi. Það tekur þá langan tíma og marga fundi að komast að niðurstöðu og taka ákvörðun í málum en þegar ákvöðunin liggur fyrir þá eru þeir tilbúnir til að framkvæma það sem þeir ákváðu og starfa þá allir sem einn samkvæmt því,“ sagði Stefán. „Ómarkvissir fundir hafa vissulega verið ákveðið vandamál í mínum störfum. Fundirnir eru of margir og ekki nógu vel skipulagðir en ég og fleiri sem starfa innan auglýsinga- bransans verða að taka sér tak, stytta fundi og gera þá markvissari. Stund- um eru fundimir það margir að maður hefur ekki tíma til að sinna sínum dag- legu verkefnum. Með auknum aga og meiri reynslu í stjórnun mun mér og fleirum takast að breyta þessu ástandi til batnaðar," sagði Jónas Ólafsson framkvæmdastjóri íslensku auglýsingastofunnar. Lýður Á. Friðjónsson fram- kvæmdastjóri Vífilfells hf. og einn af leiðbeinendum Stjómunarfélags ís- lands hafði þetta að segja um fundi: „Eftir því sem fyrirtæki og skipu- lagseiningar innan þeirra eru stærri verða skipulögð samskipti nauðsyn- legri til þess að allir starfsmenn fyrir- tækisins geti unnið sem ein heild. Fundir eru ein leið til þess að hafa slík formleg samskipti og þess vegna nauðsynlegir. Síðan má deila um það hvort fundir séu of margir eða of lang- ir. Þeir fundir sem ég hef sótt hafa yfirleitt verið of langir og þeim illa stjórnað og þar af leiðandi tafsamir og slæmir. Ég nefni dæmi sem getur skýrt hvað ég á við: Menn eru boðað- ir á fund á ákveðnum degi og tekið er fram að fundurinn eigi að standa í klukkustund eða frá kl. 12.00 -13.00. Ákveðin mál á að taka fyrir og af- greiða á þeim tíma. En hvað gerist? Menn eru að rabba fram og til baka um eitt tiltekið mál þar til klukkan er farin að ganga þrjú og flýta sér síðan að afgreiða öll hin málin á dagskrá til stór liður í endurhæf ingu og úthaldi DONJOY varmahlífar eru léttar og liprar og hindra ekki eðlilegar hreyfingar Þær veita góðan stuðning jafnframt því að halda hita á liðamótum. Þannig geta DONJOY varmahlífar dregið úr hættu á meiðslum. Þær eru einnig sérlega hentugar fyrir fólk með liðagigt og ómissandi við ýmiss konar endurhæfingu. Ki eomegar n OSSUR HVERFISGATA 105 SlMI: 91-621460

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.