Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 54
HEILSfl
snýr m.a. að eru hollusta, aðbúnaður
og öryggi á vinnustaðnum. Heilbrigð-
isfræðsla og heilsuhvatningaraðgerð-
ir vegna reykinga, mataræðis og
hollrar hreyfingar. Heilsufarsathug-
anir sem hafa það markmið að fylgjast
með þáttum sem hafa áhrif á framtíð-
arheilsu s.s. blóðþrýsting, blóðfitug-
ildi, líkamsþyngd o.fl. Einnig ráðgjöf
um framkvæmd ónæmisaðgerða og
aðstoð við fyrirtæki og starfsmenn í
samskiptum við heilbrigðiskerfið.
Fjarvistarskráningin hefur tvíþætt
markmið: Fyrir starfsmanninn er
skráning sjúkdómseinkenna og slysa
til að bæta hollustu, aðbúnað og ör-
yggi á vinnustaðnum, bæði fyrir ein-
staka starfsmenn og allan starfs-
mannahópinn. Fyrir vinnuveitandann
er tilgangurinn að fá heildarsýn yfir
fjarvistartíðni og fjarvistafjölda í fyrir-
tækinu og fylgjast með kostnaði
vegna þess. Þannig geta þeir unnið
tölfræðilegar upplýsingar úr þessum
gögnum til að meta í hvaða deildum
fjarvistir eru tíðastar og þá leitað
Forvarnarstarf leiðir til betra
heilsufars í fyrirtækinu og
betri starfsanda
skýringa til lausnar á vandanum. En
það hlýtur alltaf að vera markmið að
fækka fjarvistardögum.
Megináhersla er lögð á að bæði
starfsmenn og fyrirtækið hafi hag og
gagn af starfi fyrirtækislæknis. Þegar
til lengri tíma er litið leiðir forvarnar-
starfið til betra heilsufars í fyrirtæk-
inu, ánægðara starfsfólks og betri
starfsanda vegna þess að fyrirtækið
lætur sér hag starfsmanna miklu
varða. Það er aðgangur að sérfræð-
ingi sem getur tekið á margþættum
vandamálum sem snúa að heilbrigði
starfsmanna og það fæst yfirsýn yfir
heilsufar í fyrirtækinu."
Grímur Sæmundsen hefur nú unn-
ið þessi störf í 3 ár og við spyrjum
hann hvað hafi komið honum mest á
óvart.
„Það hefur vakið athygli mína hve
nýjar stjórnunaraðferðir eru að ryðja
sér til rúms hjá forsvarsmönnum
fyrirtækja um að láta velferð starfs-
mannana sig miklu varða. Þetta eru
mikil meðmæli og það er ánægjulegt
að menn skuli átta sig á mikilvægi
heilsunnar og grípa til aðgerða í heil-
um fyrirtækjum með það að markmiði
að bæta heildarheilsufar starfs-
mannahópsins og gera sér ljóst að það
er um gagnkvæma hagsmuni starfs-
manna og fyrirtækis að ræða.
EKKIMÁNUDAGAR
Þegar lagt var upp með fjarvista-
skráningu töldu flestir að ekki færi hjá
því að töluleg samantekt um fjarvistir
hlyti að sýna fram á að fjarvistir væru
mestar á mánudögum, samanber
„mánudagsveikin" illræmda. En
POKKUN
PLASTUMBUÐAGERÐ
Almenn pökkunar- og vörumerkingarþjónusta
á smávörum t.d. vélpökkun á pappaspjöld
(blister og skin). Við framleiðum einnig ýmsar
plastvörur, t.d. plastumbúðir fyrir
matvælaiðnað, lyfjaframleiðslu, konfektgerð
o.fl., einnota svuntur og smakkskálar til
matvælakyrminga.
BlisUr
Skin
• •
OBVI
Pökkunarþjónusta/prjónastofa
Kársnesbraut 110
Póstnúmer: 200 Kópavogi
Sími: 91-43277