Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 63

Frjáls verslun - 01.03.1989, Side 63
FJARMAL HLUTHAFASTEFNAIÐNADARBANKANS A aðalfundi Iðnaðarbankans þann 17. mars sl. ræddi Valur Valsson bankastjóri um hluthafastefnu bankans sem tekin er til skoðunar á hverju ári. Ræða Vals vakti mikla athygli fundarmanna og er birt hér lítið eitt stytt með leyfi höfundar. Það er meginatriði í markmið- um Iðnaðarbankans, að hluta- bréf hans séu á hverjum tíma eftirsóknarverður fjárfestingar- kostur. í því sambandi teljum við þýðingarmikið að bankinn hafi ákveðna hluthafastefnu og að á aðalfundi hverju sinni sé um þessi mál fjallað og góð grein gerð fyrir stefnu bankans. Þessi greinargerð hefur komið í minn hlut í ár. RAUNÁVÖXTUN 16.7% í upphafi árs 1988 var bókfært eigið fé bankans samtals á 691.3 milljónir króna. Innra virði, þ.e.a.s. heildar eigið fé deilt með hlutafénu var þá 1,83. í lok ársins var eigið fé tæplega 950 milljónir króna og var innra virðið þá 1,95. Eigið fé eykst milli ára um 258 milljónir króna eða 37,4%. í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að hlutafé var aukið á síðasta ári svo og að þá var greiddur arður til hluthafa sem nam 36 millj.kr. Að teknu tilliti til þessa er raun- ávöxtun eigin fjár árið 1988 16,7%, og er þá miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Árið 1987 varð raunávöxtun eigin fjár bankans hins vegar 17% eða ívið hærri. Að sjálfsögðu hefur aukin skattgreiðsla svo og hækkun framlags í afskriftareikning út- lána, sem gerð hefur verið grein fyrir á þessum fundi, áhrif á þróun eigin fjárins, því minna verður til skiptanna. Þessi tvö atriði eru megin skýring þess að arðsemi eigin flárins hefur farið ívið minnkandi síð- ustu tvö árin en þrátt fyrir það tel ég hluthafa geta vel við unað, því 16,7% raunávöxtun er í sjálfu sér ágætis arð- semi. Vafasamt er að hluthafar hefðu al- mennt getað ávaxtað fé sitt betur á annan hátt. Undanfarin ár hefur tekjuafgangi bank- ans verið þannig varið, að áður en til arð- greiðslu kom, voru 10% af hagnaði lögð í varasjóð bankans, í samræmi við 108. grein laga um hlutafélög. Nú hefur verið tekin upp sú regla, að endurmeta varasjóð á sama hátt og hlutaféð er endurmetið með jöfnunarhlutabréfum. Þannig hefur ákvæðum hlutafélagalaga verið fullnægt. Með hliðsjón af þessu er lagt til, að tekju- afgangur samkvæmt rekstrarreikningi, 137 milljónir króna, verði allur færður til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé bankans. SKATTAHÆKKANIR Rétt fyrir síðustu áramót gerði Alþingi margar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatta. Margir ykkar, hluthafar góðir, þekkið þær breytingar af eigin raun, svo ekki er ástæða til að fara ítarlega út í þær hér. Þó er vert að minna á að með þessum breytingum voru meðal annars afskriftir almennt lækkaðar og skattbyrði fyrirtækja á þann hátt aukin. Þá má nefna að heimild til fjárfestingarsjóðstillags var lækkuð um helming og tekjuskattur félaga hækkaður úr 48% í 50%. Allar þessar breytingar eru látnar hafa áhrif á rekstrar- árið 1988 jafhvel þótt þær hafi ekki verið samþykktar fyrr en á næstsíðasta degi ársins. En ég vil gera hér sérstaklega að um- ræðuefni þá breytingu sem gerð var á lögunum um eignarskatt og hvaða áhrif sú breyting kann að hafa á útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa hjá hluta- félögum flyst eignarskattsskyldan frá fé- lögunum til hluthafanna, því skatturinn er hjá félögum lagður á eigið fé að frádregnu hlutafénu. Á undanförnum árum hefur eignarskattur félaga og einstaklinga verið hinn sami. Því hefur það ekki haft áhrif á skattbyrðina í heild hvort jöfnunarhluta- bréf voru gefin út eða ekki og þar sem enginn munur var á eignarskatti einstak- linga eða fyrirtækja hefur jöfnunarbréfaút- 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.