Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 63
FJARMAL HLUTHAFASTEFNAIÐNADARBANKANS A aðalfundi Iðnaðarbankans þann 17. mars sl. ræddi Valur Valsson bankastjóri um hluthafastefnu bankans sem tekin er til skoðunar á hverju ári. Ræða Vals vakti mikla athygli fundarmanna og er birt hér lítið eitt stytt með leyfi höfundar. Það er meginatriði í markmið- um Iðnaðarbankans, að hluta- bréf hans séu á hverjum tíma eftirsóknarverður fjárfestingar- kostur. í því sambandi teljum við þýðingarmikið að bankinn hafi ákveðna hluthafastefnu og að á aðalfundi hverju sinni sé um þessi mál fjallað og góð grein gerð fyrir stefnu bankans. Þessi greinargerð hefur komið í minn hlut í ár. RAUNÁVÖXTUN 16.7% í upphafi árs 1988 var bókfært eigið fé bankans samtals á 691.3 milljónir króna. Innra virði, þ.e.a.s. heildar eigið fé deilt með hlutafénu var þá 1,83. í lok ársins var eigið fé tæplega 950 milljónir króna og var innra virðið þá 1,95. Eigið fé eykst milli ára um 258 milljónir króna eða 37,4%. í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að hlutafé var aukið á síðasta ári svo og að þá var greiddur arður til hluthafa sem nam 36 millj.kr. Að teknu tilliti til þessa er raun- ávöxtun eigin fjár árið 1988 16,7%, og er þá miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Árið 1987 varð raunávöxtun eigin fjár bankans hins vegar 17% eða ívið hærri. Að sjálfsögðu hefur aukin skattgreiðsla svo og hækkun framlags í afskriftareikning út- lána, sem gerð hefur verið grein fyrir á þessum fundi, áhrif á þróun eigin fjárins, því minna verður til skiptanna. Þessi tvö atriði eru megin skýring þess að arðsemi eigin flárins hefur farið ívið minnkandi síð- ustu tvö árin en þrátt fyrir það tel ég hluthafa geta vel við unað, því 16,7% raunávöxtun er í sjálfu sér ágætis arð- semi. Vafasamt er að hluthafar hefðu al- mennt getað ávaxtað fé sitt betur á annan hátt. Undanfarin ár hefur tekjuafgangi bank- ans verið þannig varið, að áður en til arð- greiðslu kom, voru 10% af hagnaði lögð í varasjóð bankans, í samræmi við 108. grein laga um hlutafélög. Nú hefur verið tekin upp sú regla, að endurmeta varasjóð á sama hátt og hlutaféð er endurmetið með jöfnunarhlutabréfum. Þannig hefur ákvæðum hlutafélagalaga verið fullnægt. Með hliðsjón af þessu er lagt til, að tekju- afgangur samkvæmt rekstrarreikningi, 137 milljónir króna, verði allur færður til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé bankans. SKATTAHÆKKANIR Rétt fyrir síðustu áramót gerði Alþingi margar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatta. Margir ykkar, hluthafar góðir, þekkið þær breytingar af eigin raun, svo ekki er ástæða til að fara ítarlega út í þær hér. Þó er vert að minna á að með þessum breytingum voru meðal annars afskriftir almennt lækkaðar og skattbyrði fyrirtækja á þann hátt aukin. Þá má nefna að heimild til fjárfestingarsjóðstillags var lækkuð um helming og tekjuskattur félaga hækkaður úr 48% í 50%. Allar þessar breytingar eru látnar hafa áhrif á rekstrar- árið 1988 jafhvel þótt þær hafi ekki verið samþykktar fyrr en á næstsíðasta degi ársins. En ég vil gera hér sérstaklega að um- ræðuefni þá breytingu sem gerð var á lögunum um eignarskatt og hvaða áhrif sú breyting kann að hafa á útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa hjá hluta- félögum flyst eignarskattsskyldan frá fé- lögunum til hluthafanna, því skatturinn er hjá félögum lagður á eigið fé að frádregnu hlutafénu. Á undanförnum árum hefur eignarskattur félaga og einstaklinga verið hinn sami. Því hefur það ekki haft áhrif á skattbyrðina í heild hvort jöfnunarhluta- bréf voru gefin út eða ekki og þar sem enginn munur var á eignarskatti einstak- linga eða fyrirtækja hefur jöfnunarbréfaút- 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.