Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.03.1989, Blaðsíða 64
FJARMAL gáfa ekki heldur valdið mismunun milli ein- stakra hluthafa að þessu leyti. En í lok desember sl. tók Alþingi ákvörðun um að u.þ.b. tvöfalda eignar- skatt einstaklinga. Eignarskattur félaga er nú 1,45% þegar svonefndur Þjóðarbók- hlöðuskattur er meðtalinn. Eignarskattur einstaklinga er hins vegar þannig að af fyrstu 2,5 milljónum króna greiðist enginn skattur, af næstu 1 milljón og 750 þúsund- um króna greiðast 1,2% og af næstu 2 milljónum 750 þúsundum króna greiðast 1,45%. Af stofni yfir 7 milljónir króna greiðist hins vegar 2,95% eignarskattur og er þá, eins og í hinum tölunum líka, Þjóðarbókhlöðuskatturinn, 0,25%, með- talinn, en hann greiðist af hreinni eign yfir 4 milljónum og 250 þúsundum króna. Ef gert er ráð fyrir að jöfnunarhlutabréf lendi í hæsta eignarskattsþrepi hjá hlut- hafa, sem er einstaklingur, greiðir hann 2,95% í eignarskatt eða 1,5% hærri eign- arskatt en félagið myndi gera ef jöfnunar- hlutabréfin væru ekki gefin út og einnig 1,5% hærri eignarskatt en hluthafi sem er fyrirtæki eða svonefndur lögaðili. BREYTT VIÐHORF TIL JÖFNUNARBRÉFAÚTGÁFU Af þessum sökum kann að reynast ástæða fyrir okkur að endurskoða á næstu misserum stefnu bankans varðandi útgáfu jöfnunarhlutabréfa, því ekki er ólíklegt að sumir hluthafar a.m.k. leggi í framtíðinni minni áherslu á útgáfu jöfnunarhlutabréfa en að öðru jöfnu meiri áherslu á úthlutun arðs og virkan hlutabréfamarkað. í hnotskum hefur tilgangur jöfnunar- bréfaútgáfu á undanfömum ámm verið sá, að hækka nafnverð hlutafjárins þannig, að það sem menn hafa litið á sem hámarks- arðprósentu gefi hluthöfum raunhæfa ávöxtun. Þessi aðferð byggir á tveimur meginforsendum. Annars vegar er gert ráð fyrir, að markaður með hlutabréf sé mjög ófullkominn ef hann er þá yfirhöfuð nokkur. Hin forsendan er sú, að 10% arð- ur af nafnverði hlutaíjárins sé hámark, sem ekkert vit sé í að fara yfir. Þessi 10% regla á sér stoð á tveimur stöðum í lögum um tekju- og eignarskatt. í fyrsta lagi er ákvæði sem segir, að hlutafélagi sé heimilt að greiða allt að 10% arð af nafnvirði hluta- íjár og sé sú greiðsla frádráttarbær frá tekjum. Greiði félagið arð umfram 10% er viðbótin ekki frádráttarbær. í annan stað er ákvæði um það, að einstaklingar megi færa til frádráttar fenginn arð af hluta- bréfaeign, þó að hámarki 10% af nafnvirði hvers einstaks hlutabréfs. Að auki er þak á því hversu mikill þessi frádráttur má vera í krónutölu. HLUTABRÉFAMARKAÐUR EFLIST Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri, að nokkur markaður hefur myndast fyrir hlutabréf. Það er mik- ilvægur þáttur í hluthafastefnu Iðnaðar- bankans að styðja við þróun þessa mark- aðar. Hefur það verið gert með ýmsum hætti. A þann hátt eru sköpuð skilyrði til þess að eðlilegt verð sé á hverjum tíma á hlutabréfum í bankanum og þannig geti hluthafar keypt og selt bréf eftir óskum og áhuga hverju sinni. Ut frá þessu sjónar- miði mun þýðing jöfnunarbréfaútgáfu því fara minnkandi á komandi árum. En á sama tíma verðum við að hætta að líta svo á, að 10% arður sé undir öllum kringumstæðum hámark, sem ekki borgi sig að fara yfir. Ljóst er að arðgreiðslur yfir 10% kæmu af hagnaði eftir skatta. Enginn frádráttur fengist vegna þessa en hann fæst heldur ekki ef hagnaðinum er ekki úthlutað. Það fer hins vegar eftir skattalegri stöðu einstakra hluthafa hver þeirra skattgreiðsla yrði en í stórum drátt- um yrði úthlutun umfram 10% skattskyld hjá þeim öllum. Loks er á það að Iíta, að regluf skatta- laganna um meðferð söluhagnaðar á hluta- bréfum, það sem á erlendu máli er kallað „capital gain,“ eru í meginatriðum þannig, að þær eiga að tryggja hluthöfum, að ein- ungis sé greiddur skattur af verðmæta- aukningu umfram verðlagsbreytingu. Hluthafar geta valið tvær aðferðir við uppgjör söluhagnaðar á skattskýrslum en tilgangur beggja aðferðanna er sá sami, að tekjuskattur leggist eingöngu á raunaukn- ingu verðmæta en ekki verðbólguhagnað. Af öllu þessu samanlögðu, hluthafar góðir, sýnist mér, að við óbreyttar skatta- reglur sé þýðingarmest af öllu að efla við- skipti á hlutabréfamarkaði því eftir sem honum vex fiskur um hrygg og hann nálg- ast að líkja eftir hinum stóru fjármagns- mörkuðum úti í heimi, þá skiptir ekki máli lengur, hvort hlutafélag greiðir hluthöfum sínum arð eða hvort hann er kyrrsettur í rekstrinum. Það sem öllu skiptir er arð- semi eigin ljárins sem hefur síðan bein áhrif á verð hlutabréfa á markaði. Hluthafi sem æskir þess að hafa árlegar tekjur, eða fá þær jafnvel oftar, af sínum hiutabréfum, getur þá einfaldlega selt h'tinn hluta bréf- anna hverju sinni og á þann hátt verið jafn vel settur eins og ef arður hefði verið greiddur út. BREYTT STEFNA í FRAMTÍÐINNI Þau sjónarmið, sem ég hef nú verið að lýsa, hafa væntanlega áhrif á stefnu bank- ans íþessum efnum á næstu misserum en ekki er talið tímabært að gera breytingar núna. Þess vegna gerir bankaráðið tillögu um, að greiddur verði arður til hluthafa með hefðbundnum hætti, en að hann hækki og verði nú 10% í stað 9,5% á síð- asta ári. Þetta þýðir að 51 milljón króna verður greidd út til hluthafa. Þá leggur bankaráðið til að fylgt verði óbreyttri stefnu um úthlutun jöfnunar- hlutabréfa, þ.e. að svonefndri vísitölu jöfnunarhlutabréfa verði fylgt nákvæm- lega. Ráöstefnuhald í Hótel Borgarnesi Hótel Borgarnes býður upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og námskeið. Akjósanlegur áningarstaður á ferðalagi. Gisting í 1-2 eða 3 manna herbergjum með eða án baðs. Allar veitingar Verið velkomin Hótel Borgames Borgarnesi - Sími (93) 71119 og 71219 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.