Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 76

Frjáls verslun - 01.03.1989, Qupperneq 76
ATHAFNAMENN Tf einingahus Traust og hlýlegt eininga- hús frá Trésmiöjunni hafa vakið veröskuldaöa athygli fyrir gæöi. Enda sitja efnis- gæöi, vöruvöndun og fram- leiðslutækni í fyrirrúmi hjá Trésmiöjunni. Á fjórða hundrað fjölskyldur búa nú í TF.-einingahúsum víða um land. Trésmiðja fljótsdalshérads hf. Fellabæ 9711700 t .. 97-11450 701 Egilsstaðir hann með foreldrum sínum og mörg- um systkinum þar til hann flutti að heiman 16 ára að aldri og fór að vinna fyrir sér. Það var þröngt heima fyrir og ekki pláss fyrir hann. Faðir Helga var lengst af sjómaður. Lífsbaráttan var hörð hjá fátæku fólki á þessum árum. Helgi segir að fólkið í braggahverf- inu hafi verið duglegt: „Menn vildu vinna og sóttu vinnuna stíft. En vinna fékkst ekki alltaf og heimilisfeðumir urðu að una því að bíða dögum saman í verka- manna- skýlinu en gripu þá stopulu vinnu sem fékkst. Yfirleitt voru fjölskyldurnar stórar og krakkaskarinn var mikill í kampinum enda voru um 200 íbúðir þarna. Félagsskapurinn var mikill og krakkarnir lærðu að bjarga sér. Þama vaknaði áhugi minn á húsbyggingum. Við smíðuðum dúfnakofa og svo stærri kofa til að strákarnir gætu verið inni að spjalla. Ég fann strax á þessum árum að allt handverk lá vel fyrir mér og ég hafði gaman af að byggja - en það bóklega í Melaskólan- um átti ekki við mig.“ Ekki er hægt að merkja biturleika hjá Helga Vilhjálmssyni þegar hann rifjar upp þessi ár. Hann viðurkennir að eitthvað hafi verið litið niður á það fólk sem bjó í kampinum, en það hafi byggst á vanþekkingu þeirra sem stóðu fyrir utan. Hann segir að þetta hafi ekki að öllu leyti verið slæm húsa- kynni því fólk reyndi að dytta að og gera notalegt í kringum sig: KOLAELDAVÉLAR OG KAMRAR „En eldhúsið var bara ein kolaelda- vél og það voru notaðir kamrar á þessum árum. Breytingin er mikil á þessum eina aldarþriðjungi. Það er lærdómsríkt að bera þessa aðstöðu saman við það sem fólk býr við í dag. Eldhúsin eru nú eins og fullkomnar verksmiðjur. Og samt er fólk að væla! Enda spyr ég stundum þegar mér leiðist nöldrið í fólki: Viljið þið fá aftur það sem fólk bjó við fyrir 30-35 árum, kolaeldavélar og kamra? Þegar Helgi flutti að heiman 16 ára fór hann að vinna í Feldinum og í tengslum við það tók hann 1. bekk í Iðnskólanum og ætlaði að verða dömuklæðskeri. En Feldurinn lagði upp laupana svo ekkert varð úr þeim áformum. Hann starfaði 3 - 4 ár í Nóa og var kokkur á báti sem gerður var út frá Grindavík. Þeir fóru í róðra kl. 06 á morgnana og komu að landi kl. 19 á kvöldin og þá þótti Helga vinnudag- urinn ekki vera orðinn nógu langur. Hann tók á leigu sjoppu og rak hana undir nafninu Mánaborg. Hún var op- in til 02 á nóttunni og það var oft mikið líf og ijör enda eini staðurinn í bænum sem vertíðarfólk gat hist. Þama var „djúkbox“ og fólkið fékk sér stundum snúning. Eftir svona vinnudag var yfirleitt ekki mikill tími aflögu til að sofa: „Ég hef alltaf verið svefnléttur og þurfti sérstaklega lítið að sofa á þess- um árum. Það kom sér vel þegar við vorum að byrja að koma Góu á lagg- imar því ég vann fulla vinnu og hafði svo rekstur fyrirtækisins til viðbótar. Ég varð að vinna fyrir mér á meðan reksturinn gaf ekkert af sér en mikil vinna hefur alltaf átt vel við mig.“ HÓF REKSTUR GÓU 22 ÁRA Helgi hóf rekstur Sælgætisgerðar- innar Góu 22 ára ásamt vini sínum. Þetta fór hægt af stað og menn börð- ust í því að koma fótum undir fyrir- tækið. Svo fór að félagi Helga ákvað að draga sig út úr fyrirtækinu, vildi heldur nota sitt í að koma sér upp einbýlishúsi. Síðan liefur Helgi átt fyrirtækið einn. Hann segir að fyrstu 10 árin hafi ekki verið spennandi en hann hafi þraukað og svo hafi þetta farið að ganga. Starfsemi fyrirtækis- ins var fyrst í Súðarvogi 18. Þaðan var flutt út á Granda og starfað í leiguhús- næði. Þegar honum var sagt upp því húsnæði í kringum 1970 einsetti Helgi sér að koma verksmiðjunni í eigið húsnæði. En eftirspurnin var þá mikil IÞað þarf stórefnað fólk til að eiga einbýlishús og búa í því. Ég efast um að nokkur íslendingur sé nógu efnaður til að geta búið í einbýlishúsi. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.