Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 79

Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 79
ATHAFNAMENN Þegar allir voru að bölva verðbólgunni læddi ég mér í að bæta smám saman við húsið og verðbólgan hjálpaði mér að klára þetta. ucky Fried - og það hefur góð áhrif á alla sem eru í kringum hann.“ Helgi Vilhjálmsson er ómyrkur í máli þegar hann er spurður um hvað sé framundan í sælgætisiðnaðinum hér á landi: HVAR ERIÐNAÐARRÁÐHERRA? „Er ekki iðnaðurinn á hausnum? Iðnaðurinn í landinu hefur hrunið á 20 árum. Nú segja menn að íslenskur iðnaður standist ekki erlenda sam- keppni vegna þess að gengið sé rangt skráð. En getur það verið skýringin? Gengið hefur aldrei verið fellt eins rnikið og á síðustu 20 árum og á þeim tíma hefur iðnaðurinn verið að hrynja. Það er eitthvað mikið að sem ég kann ekki að skýra. íslendingar búa við ein- hverjar mestu þjóðartekjur sem þekkjast en samt er allt á heljarþröm að því er virðist. Þjóðin er orðin hámenntuð og þús- undir íslendinga hafa lært erlendis með opinberum stuðningi. Hverju „Þetta er því mið- ur ekki rétt. Menn sem eru í rekstri komast auðvitað ekki hjá því að skulda. En ég hef reynt að venja mig á að stilla lántökum í hóf.“ Hér er um látlausa yfir- lýsingu að ræða og maður freistast til að trúa aðeins á þjóð- söguna! Og Helgi Vilhjálmsson heldur áfram: „Auðvitað er vont að skulda. Iðn- aðurinn stendur ekki undir þeim lán- um sem nú fást. Það er þrengt þannig að iðnaðinum og öllum atvinnurekstri að vonlaust er að standa undir dýrum lánum. Ríkið heimtar alltaf rneira til sín í sköttum og gjöldum og menn borga ekki nema einu sinni með sömu krónunni. Ég gæti vel hugsað mér að stefna að því að verða skuldlaus. Það væri notaleg öryggistilfinning að eiga „hrein“ veðbókarvottorð. Vonandi kemur að því.“ Eins og fram hefur komið hér hefur mikil breyting orðið á högum Helga Vilhjálmssonar á þeim 30 árum sem liðin eru frá því hann flutti að heiman 16 ára gamall úr Camp Knox þar sem nú eru fín íbúðarhverfi nútímans í ná- grenni við Sundlaug Vesturbæjar. TILBÚINN AÐ GRÍPA KÚSTINN Hver er skýringin á þessu ævin- týri? Viðmælendur blaðsins segja að Helgi sé óhemju duglegur og ósérhlíf- inn maður. Hann sé harður húsbóndi - en lang harðastur við sjálfan sig. Hann sé tilbúinn að ganga í öll störf í fyrir- tækjum sínum og hann kunni öll hand- tökin. „Þegar hann fór út í kjúklinga- söluna,“ segir einn, „fór hann alveg niður í saumana á því hvernig þetta ætti að vera. Hann veit nákvæmlega hvernig þeir kjúklingar eiga að vera í laginu sem eiga best við Kentucky Fried uppskriftina. Svona eru öll hans vinnubrögð. Hann kafar til botns og þarf ekki að láta aðra segja sér til eftir það.“ Annar sagði eftir stutta umhugsun: „Helgi Vilhjálmsson hefur mikla at- hafiiaþrá, hann er vinnusamur, hann er alltaf tilbúinn að taka til hendi og hann kann vel til verka. Hann hefur unun af því að byggja. Og Helgi er ekki fínn með sig. Hvenær sem er er hann tilbúinn að grípa kústinn og sópa saman rusli á bílastæðinu við Kent- 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.