Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 82

Frjáls verslun - 01.03.1989, Síða 82
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA A AÐ AUKA ÓJÖFNUDINN? Engum blöðum er um það að fletta að í nútímaþjóðfé- lagi gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki. Sennilega má endalaust um það deila hvert sé raunverulegt hlut- verk þeirra og hver séu hin raunveruleg áhrif. Það má líka um það deila hvort þeir séu á réttri braut eða ekki. Mörgum finnst fjölmiðlunin raunar komin út í öfgar og talað er um fjölmiðlafár. En hvað sem öllu líður þá er það staðreynd að fjölmiðlun er orðin einn veigamesti þáttur menningarlífsins og í litlum þjóðfélögum eins og t.d. hér á Islandi einn af hyrningarsteinum þess að okkur takist að varðveita tungu okkar og menningu. Það er því mikið ábyrgðarhlutverk sem allir þeir er fást við fjölmiðlun á einn eða annan hátt gegna og kannski höfum við ekki verið nógu meðvituð um þá ábyrgð. Þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa á skömmum tíma hafa ef til vill leitt til þess að þróunin hefur ekki orðið eins og best yrði á kosið en þegar á heildina er litið verður þó ekki annað sagt en að íslenskir fjölmiðlar hafi staðið sig vel - fylgt þeirri þróun sem orðið hefur annars staðar og raunar verið framúrskarandi á sum- um sviðum. En það er ekki síður nauðsynlegt að ráðamenn þjóð- arinnar séu jafn meðvitaðir um hlutverk fjölmiðlanna og þeir sem við þá starfa. Þeir þurfa að hafa heildaryfir- sýn yfir það sem gerist á þessu sviði og beita áhrifum sínum til þess að efla og styðja alla íslenska fjölmiðla ekki síst nú þegar mjög er að þeim sótt úr mörgum áttum og ný tækni skapar erlendum risum mikla möguleika til þess að kaffæra þá sem eru að berjast við að halda úti fjölmiðlun á íslensku máli. Því er fjallað um þetta hér að nú hafa komið fram afskaplega einkennilegar hugmyndir sem myndu gera íslenskum prentmiðlum mjög erfitt fyrir ef þær komast í framkvæmd. í frumvarpi að nýjum útvarpslögum eru ákvæði um að leggja sérstakan skatt á auglýsingar í prentmiðlum sem síðan eiga að renna í sjóð til þess að efla það sem kölluð er innlend dagskrárgerð og þá aðallega í ljósvakamiðlunum. Hér er í raun um afskap- lega einfalt mál að ræða. Ætlunin er að færa tekjur frá prentmiðlunum, sem flestir standa mjög illa, yfir til ljósvakamiðlanna og setja síðan einhverja skömmtun- arnefnd yfir allt saman sem útdeilir peningunum. Is- lendingar hafa bitra reynslu af slíkum skömmtunar- stjórnum og ekki er vert að bæta enn höfðum á slíkan þurs. Út af fyrir sig er það kannski eðlilegt að höfundar frumvarpsins sem að stórum hluta var fólk sem hefur starfað eða starfar hjá ljósvakamiðlunum séu hlynntir slíku fyrirkomulagi því þannig geta þeir skarað eld að eigin köku. En þetta er ósköp svipað því og að settur yrði 12% aukaskattur á kaupmanninn á horninu og þeir peningar látnir renna til stórmarkaðanna. Myndi einhver telja slíkt sanngjarnt? Það er líka einkenni- legt að þeir sem hafa verið ákafir talsmenn frjálsrar fjölmiðlunar og að allir skuli hafa jafna aðstöðu á þeim vettvangi skuli vera í hópi frumvarpssmiða. Samt sem áður er það alvarlegast þegar ráðamenn þjóðarinnar taka undir þau sjónarinið sem þarna koma fram. Menntamálaráðherra hefur raunar þegar lýst yfir án- ægju sinni og virðist gleyma að hann er ekki bara ráðherra ljósvakamiðlanna heldur einnig allra hinna og það er hlutverk hans að verja hagsmuni þeirra allra og styrkja stöðu þeirra til þess hlutverk sem þeim er ætlað. Það hefur hingað til ekki þótt góð latína að gera upp á milli barnanna sinna - hygla að einu á kostnað annars. Því verður raunar ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmálamenn séu svo skammsýnir að veita máli sem þessu brautargengi á Alþingi. Slíkt myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir jafnvel alla íslenska prentmiðla og gæti orðið til þess að þeir sem koma í verslanir til þess að kaupa þar blöð eða tímarit gangi þar að rekkum þar sem einungis verður boðið upp á erlendan varning. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.