Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 14

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 14
 FRETTIR •mm* LEIÐRETTING A forsíðu síðasta tölu- blaðs Frjálsrar verslunar urðu þau mistök að þar er blaðið merkt 3. tbl.1990 en átti að vera 4.tbl.l990. Lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. KJARTAN P. I LAKKRÍSINN Eins og menn muna vakti það mikla athygli í byrjun þessa árs þegar Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri fjár- mála hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, sagði starfi sínu skyndi- lega lausu og hætti hjá SÍS. Kjartan vinnur nú skrifstofustörf hjá Lakk- rísgerðinni Kólus að Tunguhálsi 5 í Reykja- vík. ENDURSKOÐANDISKAGSTRENDINGS HF. FER SINAR EIGIN LEIÐIR Á síðasta ári urðu tals- verðar umræður um það hvernig gengið hafði verið frá ársreikningi út- gerðarfélagsins Skag- strendings hf. á Skaga- strönd. Togarar félagsins höfðu þá verið endur- metnir með mjög sér- stæðum hætti þannig að þeir voru færðir í 90% af vátryggingarverði í árs- reikningi og við það batn- aði eiginfjárstaðan um 140 milljónir króna. Einnig hafði keyptur fisk- veiðikvóti verið eign- færður og tilkynnt um af- skrift á honum á 5 árum. Nam sú eignafærsla 48 milljónum króna í árs- reikningi 1988. Þar sem hér er um önn- ur vinnubrögð að ræða en tíðkast hjá endurskoð- endum hér á landi vakti þetta talsverða athygli og varð til þess að endur- skoðandi Skagstrendings hf., Valdimar Guðnason hjá N.Mancher, var kærð- ur til svonefndrar álit- snefndar Félags löggiltra endurskoðenda. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að endurmat á tog- urum Skagstrendings hf., sem miðaði við 90% af vá- Valdimar Guðnason hef- ur ofanígjöf álitsnefndar endurskoðenda að engu. tryggingarverði, væri ekki viðurkennd aðferð og taldi hana óviðeigandi. Vegna þessarar ofaní- gjafar áttu menn ekki von á að þessari endurmats- aðferð yrði beitt hjá Skagstrendingi hf. í árs- reikningi 1989. En viti menn. Ekkert tillit er tekið til niðurstöðu álit- snefndar Félags löggiltra endurskoðenda og sömu aðferð haldið þvert á við- teknar venjur. í ársreikningi 1989 nemur þetta sérstaka endurmat 212 milljónum króna en það stafar af því að skip félagsins eru færð í 90% af vátryggingar- verði í stað þess að nota hefðbundnar aðferðir þar sem miðað er við upphaf- legt kostnaðarverð að viðbættu árlegu endur- mati og að frádregnum ár- legum afskriftum. Þessu til viðbótar er fiskveiðikvóti eignfærð- ur að fjárhæð 58 milljónir króna. Sú aðferð mun heldur ekki vera tíðkuð hjá öðrum útgerðarfélög- um. Félag löggiltra end- urskoðenda hefur sett á fót sérstaka nefnd til að fjalla um meðferð veiði- réttinda í ársreikningum fyrirtækja. Sú nefnd hef- ur ekki lokið störfum og hefði mátt ætla að Vald- imar Guðnason, endur- skoðandi Skagstrendings hf., biði eftir niðurstöðu nefndarinnar í stað þess að halda þessari óvenju- legu aðferð til streitu. Eiginfjárstaða Skag- strendings hf. er bókfærð á 499 milljónir króna. Þar af stafa 270 milljónir af þeim óvenjulegu reikn- ingsskilaaðferðum sem beitt er hjá fyrirtækinu og hér hafa verið nefndar. Benzín- og olíustöð ESSO, OLÍS, SHELL vid Aðalgötu, Stykkishólmi Sími 93-81254 og 93-81286 ALHLIÐA FERÐAMANNAVERZLUN SALA Á BENZÍNIOG OLÍUM ALLSKONAR FERÐAVÖRUR HAMBORGARAR OG ÝMSIR SMÁRÉTTIR. ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR PYLSUR OG FL. FERÐAMENN! VERIÐ VELKOMNIR v. 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.