Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 15

Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 15
 FRETTIR 1 oy" TVEIR FYRIR EINN Klúbbur, sem nefndur er ONE FOR TWO INT- ERNATIONAL, hefur nú verið opnaður íslending- um. Það er Pétur Jóhann- esson sem er umboðs- maður hans hér á landi. Hugmyndin á bak við þennan klúbb er sú að fé- lögum í honum gefst kost- ur á að fá mat og þjónustu fyrir tvo á þeim veitinga- húsum sem eru aðilar að þessum samtökum er greiða síðan aðeins fyrir einn. Starfsemin mun fara þannig af stað á ís- landi að 10 veitingahús á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar samþykkt að taka þátt í þessari skemmtilegu nýjung hér á landi og bjóða alla hand- hafa slíkra korta vel- komna að reyna viðskipt- in og taka með sér gest. Ein heimsókn á ári er heimiluð á hvert veit- ingahús. Þessi veitinga- hús standa til boða: Hall- argarðurinn, Hótel Loft- leiðir, Café Ópera, Hótel Óðinsvé, Viðeyjarstofa, Lækjarbrekka, Jónatan Livingston Mávur, Mandarin, Potturinn og pannan og A.Hansen. Klúbburinn er öllum opinn. Árgjald er 3.900 krónur og fyrir þá fjárhæð fást tvö alþjóðakort sem gilda í mörgum löndum Evrópu. ESSO/SKEUUNGUR: OUUVIÐSKIPTIN GANGA VEL Olíufélagið hf. og Skeljungur hf. hafa hald- ið aðalfundi sína. Afkoma fyrirtækjanna var góð á síðasta ári og staða þeirra beggja er afar sterk og með því besta sem gerist hér á landi. Hagnaður Skeljungs nam 52 milljónum króna, sem var mikil aukning frá árinu á undan, en þá nam hagnaður 11 milljónum. Heildarvelta var 4.151 milljón króna og hafði aukist um 25.7% frá ár- inu á undan. Bókfærð eig- infjárstaða í árslok var 1.827 milljónir króna, eða 53.3% af heildareign- um. Eigið fé hafði aukist úr 1420 milljónum árið á undan. Hagnaður Olíufélags- ins hf. og dótturfélaga var 76 milljónir á árinu 1989 og hafði dregist saman frá árinu á undan en þá nam hann 100 milljónum króna. Heildarvelta var 6.147 milljónir króna og hafði aukist um 28% frá árinu á undan. Bókfærð eiginfjárstaða í árslok var 2.754 milljónir króna og hafði aukist úr 2.169 milljónum frá árinu á undan. Hlutfall eiginfjár af heildareignum er 60.1% í árslok 1989. GOLDSTAR TIL ÍSLANDS Goldstar Tele- communications í Kóreu hyggur nú á stórfellda landvinninga í Evrópu fyrir símabúnað sinn. Is- land var valið sem til- raunamarkaður í þeirri áætlun. Umboðsfyrirtæki Goldstar á Islandi, Krist- all hf. í Skeifunni 11B, fékk fyrirtækið til að ganga í einu og öllu að kröfum Pósts og síma um gæðastaðal fyrir íslenskt samskiptaumhverfi og er þegar farið að selja sí- mtæki frá þeim hér á sér- stöku tilboðsverði. Goldstar Tele- communications er dótt- urfyrirtæki kóreska stór- fyrirtækisins Lucky Ltd., sem stofnað var árið 1947. Goldstar tók hins vegar til starfa árið 1958 til að sækja fram á sviði rafeindatækni. Á næstu tveimur áratugum fjölg- aði framleiðsluvörum fyrirtækisins stöðugt og starfsemin varð sífellt umfangsmeiri. Nú starfa Lucky og Goldstar í þrem- Aðalstöðvar Goldstar. ur heimsálfum og eru víða í fremstu röð. Meðal samstarfsaðila þeirra má nefna Siemens, Hitachi, Mitsubishi Electric, Fuji Electric, Honeywell og AT&T. Lucky-Goldstar ver nú um 5% af veltu sinni í rannsóknir og þróunar- starf á ýmsum sviðum há- tækni og hátækniiðnað- ar. Árið 1988 nam sú fjár- hæð jafnvirði 38 milljarða íslenskra króna. HASARBLÖÐ Við heyrðum fyrir skömmu nýyrði úr fjár- málaheiminum sem við látum fljóta hér með. Stundum mun vera talað um HASARBLÖÐ þegar um er að ræða viðskipta- bréf, þ.e. víxla, skulda- bréf og aðrar skuldavið- urkenningar frá óáreið- anlegum eða glæfraleg- um kaupahéðnum sem hika ekki við að sam- þykkja skuldbindingar sem næsta litlar líkur eru á að staðið verði við. Talið er að mikið sé í gangi af H AS ARBLÖÐUM frá ýmsum “fjármála- snillingum" sem fólk hef- ur hingað til átt erfitt með að átta sig á. 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.