Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.05.1990, Qupperneq 18
FORSÍÐUGREIN SJÁVARÚTVEGUR ÍSÓKN • SJÁVARÚTVEGUR STENDUR UNDIR 70-80% GJALDEYRISÖFLUNAR ÍSLENDINGA AF VÖRUSÖLU • BANDARÍKJA- OG SOVÉTMARKAÐIR Á UNDANHALDI. ASÍA OG FRAKKLAND í SÓKN • ER ÍSLENSKIFISKURINN SÁ BESTI? • TVÖFÖLDUN SÖLUVERÐMÆTIS f USD FRÁ1987 í fljótu bragði virðast ekki vera augljós tengsl á milli fiskafurða og fagurra kvenna. Engu að síður prýðir mynd af Lindu Pétursdóttur, fyrrum alheimsfegurðar- drottningar, forsíðu þessa blaðs vegna umfjöllunar okk- ar um markaðssetningu í ís- lenskum sjávarútvegi. Þegar betur er að gáð eru tengslin augljós. Við markaðssetningu ís- lenskra sjávarafurða er beitt nútíma- legum aðferðum, þar á meðal þeim að nota frambærilegt fólk við að kynna þann varning sem boðinn er til sölu. Á undanfömum árum hefur íslending- um smám saman orðið það ljóst að sjávarafurðir eru vörur sem þarf að selja við sem hæstu verði á erlendum mörkuðum. Og þá gilda sömu grund- vallarlögmál og við markaðssetningu og sölu á öðrum vörum. Lengi vel litu íslendingar á fiskaf- urðir sem hráefni sem ekki þótti ástæða til að umgangast af neinni al- úð. Slor og grútur. En á síðustu tveimur áratugum hefur orðið bylting í viðhorfum landsmanna til sjávaraf- urða, í umgengni okkar við þessa vöru og í markaðssetningu hennar á erlendum mörkuðum. HOLLUR 0G GÓÐUR Ein ástæðan er sú að stórauknar kröfur um aukna hollustuhætti í fisk- vinnslu hafa aukið allt hreinlæti og vöruvöndun til muna. Önnur ástæða er sú að íbúar Vesturlanda hafa stöð- ugt gert sér betur ljóst að fiskur er hollur og góður. Eftirspum eftir físka- furðum hefur vaxið hröðum skrefum og öflug vöruþróun hefur gert það að verkum að sjávarafurðir hafa skipað sér æ meira í flokk gæðavöru og telj- ast oftast til dýrustu lúxusrétta á mat- seðlum veitingahúsa um allan heim. Samhliða þessu hefur framboð á fiski minnkað, m.a. vegna þess að físk- veiðiþjóðir heims hafa gert sér ljóst að fiskurinn í sjónum er ekki ótak- mörkuð auðlind. Á tímum fiskveiðistjórnunar, sem beinist að aflatakmörkunum, eins og hér á landi, er fátt eins brýnt og að fá sem allra mest verðmæti fyrir þann afla sem dreginn er úr sjó. Það eru verðmætin en ekki magnið sem ráða úrslitum. Einkum á þetta við um þjóð eins og íslendinga sem beinlínis lifa á sjávarútvegi. 74% ÚTFLUTNINGSTEKN A Það er athyglisvert að þrátt fyrir alla tilburði til að skjóta fleiri stoðum undir útflutningsatvinnuvegi lands- manna, verður engin breyting á því að sjávarafurðir beri gjaldeyrisöflun þjóðarinnar uppi. Á því hefur engin breyting orðið. Árið 1989 var hlutfall sjávarafurða í heildarvöruútflutningi landsmanna 74% sem er svipað og verið hefur á undanfömum árum. Hlutfall sjávarafla í heildarvöruút- flutningi íslendinga liggur á bilinu 70% til 80% þegar litið er yfir síðustu tíu ár. Hlutfallið var 76,3% árið 1980, varð hæst árið 1981 eða 78,8% og fór niður í 69,1% árið 1984. Verðmæti sjávarafurða íslendinga eykst stöðugt í USD talið. Þannig hafa útflutningsverðmæti sjávaraf- urða verið um 1000 milljónir USD á undanförnum þremur árum, enda þótt ekki hafi verið um aflaaukningu að ræða, en þau vom um 700 milljónir USD árin 1980 og 1981 og fóru niður í um 500 milljónir USD árin 1982 til 1984. Hér verður að hafa í huga að Bandaríkjadollar er ekki einhlítur mælikvarði á raunvirði útflutningsins vegna verðbólgu í TEXTI: HELGI MAGNÚSSON OG VALPÓR HLÖÐVERSSON 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.