Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 19

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 19
Bandaríkjunum og sveiflna í raunvirði hans. I meðfylgjandi töflu um sjávarafla íslendinga frá árinu 1979 til 1989, kemur fram að þegar yfir þetta tímabil er litið hafa breytingamar ekki orðið miklar, þrátt fyrir fiskveiðistjómun og aflatakmarkanir. Engu að síður eru talsverðar sveiflur milli ára. Árið 1989 nam heildarafli íslendinga um 1430 þúsund tonnum, samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags íslands. Þar af var þorskur 345 þúsund tomt og loðna 658 þúsund tonn en aðrar teg- undir námu 426 þúsund tonnum. En árið 1979 nam þorskafli 360 þúsund tonnum, loðna var 964 þúsund tonn og aðrar tegundir 317 þúsund tonn, eða alls um 1640 þúsund tonn. AUKIN VERÐMÆTI Ur svipuðum eða minni heildarafla tekst íslenskum sjávarútvegi stöðugt að skapa meiri heildarverðmæti úr sjávaraflanum og halda hinu háa hlut- falli í heildarútflutningsverðmæti þjóðarinnar, sem nú er um þrír fjórðu hlutar alls vöruútflutnings lands- manna. Með þessu móti megnar ís- lenskur sjávarútvegur að standa und- ir bróðurparti allrar gjaldeyrisöflunar fyrir hið eyðslusama og kröfuharða samfélag okkar þar sem eyðslan eykst ár frá ári. Svo virðist sem árangur af áratuga starfi við að koma fótum undir aðrar íslenskar útflutningsgreinar en sjáv- arútveg hafi orðið næsta lítill. Um árabil hefur verið rætt um að dreifa áhættunni og auka hlut iðnaðar og annarra þátta í útflutningi íslendinga. Stóriðjufyrirtækin ísal og íslenska jámblendifélagið eru það eina sem munar urn í þeim efnum. Önnur við- leitni hefur reynst afar fátækleg þegar öllu er á botninn hvolft þrátt fyrir stór orð ýmissa aðila í langan 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.