Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 23

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 23
 veldur óvissu í íslenskum sjávarút- vegi. En vandinn einskorðast ekki við það. Við íslendingar höfum oft gott lag á að skapa okkur vandamál á heimavelli og þurfum ekki endilega atbeina frá útlöndum til þess. Þannig er farið um mikinn ágreining sem nú er uppi um stefnuna í útflutningi ís- lendinga. Gagnrýni hefur m.a. beinst að einkaleyfi SÍF á útflutningi saltfísks og hafa útflytjendur utan stóru sam- takanna krafist þess af stjómvöldum að útflutningur þessi verði gefinn frjáls. Talsmenn SÍF eru þeirrar skoðun- ar að íslendingum sé nauðsynlegt að koma fram sameinaðir sem stórir og öflugir seljendur, sem veitt geta kaupendum öryggi, þjónustu og markaðsaðstoð á saltfiskmörkuðun- um. Útflytjendur utan stóm samtak- anna telja að SÍF hefði gott af því að fá samkeppni og benda á að afnám ein- okunar tveggja stóru samtakanna í Eslenskur saltfiskur í Barcelona skorinn að hætti Spánverja. freðfiskútflutningi hafi ekki skaðað markaðinn. Mótrök SÍF við þessu eru þau að saltfiskmarkaðamir séu mun viðkvæmari og allt annars eðlis en markaðir fyrir frystar sjávarafurðir, m.a. vegna þess að unnt sé að selja freðfisk í 150 löndum á meðan salt- fiskur verði einungis seldur í 5-7 lönd- um og auk þess bætist við að freðfisk- ur sé seldur sem merkjavara en það sé saltfiskur ekki að öllu leyti enda þótt stöðugt sé unnið að því að auka sölu á saltfiski sem merkjavöm. HRÁEFNIEÐA NEYTENDAVARA Þá standa stöðugt yfir innan sjávar- útvegsins átök um ráðstöfun aflans. Mörgum stendur ógn af útflutningi á ferskum fiski þar sem hann er seldur sem hráefni erlendis. Þykir óráðlegt að senda hann þannig óunninn úr landi í stað þess að fullvinna hann og selja síðan í viðskiptalöndum okkar til styrktar stöðu íslensks sjávarútvegs verðið á okkar fiski hækkaði svo mik- ið að aðrar fisktegundir urðu mögu- legt hráefni í afurðir sem áður hafði eingöngu verið notaður íslenskur fiskur. Þar að auki dróst fiskneyslan töluvert mikið saman á sama tíma vegna þess hve verðið var orðið hátt. Okkur hættir dálítið mikið til að gleyma því að sjávarafurðir em í beinni samkeppni við aðrar matvörar og ef við hækkum þær umfram það sem eðlileg kaupgeta almennings þol- ir þá skiptir fólk um og kaupir það sem er ódýrara. Ég er trúaður á það að verð muni verða nokkuð stöðugt á næstu mán- uðum. Hins vegar hafa okkur nú bor- ist þær fréttir, m.a. frá Noregi, að Norðmenn séu farnir að spá því að núverandi kreppuástand í Noregi muni ekki vara í 5 ár eins og þeir upphaflega gerðu ráð fyrir, heldur aðeins í 3 ár. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að hafa í huga að innan e.t.v. skamms tíma mætum við aftur þessum samkeppnisaðilum okkar og öðrum með auknum þunga og þess vegna eigum við, eins og ég sagði áðan, að nota þennan tíma til þess að tryggja okkur á neytendamörkuðum því þar er verðið stöðugast þegar til lengri tíma er litið. “ Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF og formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.