Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 25
Spánskir neytendur í röðum fyrir framan saltfiskborðið í verslun í
Barcelona á sérstakri saltfisksviku sem haldin var nýlega.
nú eru til að hafa í fullu tré við útlend-
inga, einkum eftir árið 1992 þegar
innri markaður EB tekur til starfa,
eða verður allt galopnað í trausti þess
að hömlulaus samkeppni skili því
besta og ekki skipti máli hvort íslend-
ingar standi sameinaðir eða sundraðir
á erlendum mörkuðum?
Samhliða þessu horfast menn í
augu við að fiskiskipafloti landsmanna
er of stór og fjöldi fiskvinnslustöðva
er of mikill. Samstaða þarf að nást um
fækkun vinnslustöðva og minnkun
flotans til að ná fram hámarksarðsemi
í sjávarútvegi hér á landi. Alþingi hef-
ur nýlega samþykkt lög um áfram-
haldandi stjómun fiskveiða þannig að
svipuðu fyrirkomulagi og verið hefur
verður haldið áfram. Loks eru for-
svarsmenn sjávarútvegsins famir að
tala um „fiskvinnslustefnu“ sem
snýst um að fjallað verði um sjávar-
útveginn sem eina heild en ekki út-
gerð sem veitir 5% atvinnufærra
manna vinnu og fiskvinnslu sem veitir
8% þeirra vinnu.
Risastór verkefni eru framundan í
íslenskum sjávarútvegi og miklu
varðar að vel takist til um lausnir á
þeim því ekkert bendir til annars en
að þjóðin muni áfram lifa á útflutningi
sjávarafurða. Hvergi er í sjónmáli
tekjuöflun fyrir íslensku þjóðina sem
koma mun í veg fyrir að enn um sinn
þurfi sjávarútvegurinn að standa und-
ir 70-80% af tekjuöflun vegna vömút-
flutnings landsmanna.
Skypak
Hraðsendingarþjónusta
TAKTU NÚ TÍMANN
Með TNT hraðsendingum nærðu
fleygiferð í takt við tímann. Við höfum
6000 starfsmenn í okkar þjónustu í 184
löndum.
Það er ódýrara, auðveldara og umfram
allt fljótlegra en þig grunar að senda bréf,
skjöl og böggla eftir okkar leiðum
heimshornanna á milli.
skipæfigreiösla
jeszimsenhf
ALHLICA FUJTNINGAtUÓNUSTA
Sími 14025, fax 622973
Hringdu og spurðu um Þorstein
í síma 14025
25